Seyðisfjarðarvöllur fær sömu örlög og Highbury og Upton Park Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 10:01 Gömli Arsenal leikmennirnir Jeremie Aliadiere, Robert Pires, Nigel Winterburn, Ray Parlour og David Seaman sjást hér saman á miðju gamla vallarins á Highbury þar sem er nú bara húsgarður fyrir byggingarnar sem risu í stað þessa heimsfræga vallar. Getty/Arsenal FC Seyðfirðingar kveðja fótboltavöllinn sinn á laugardaginn þegar lokaleikurinn á Seyðisfjarðarvelli fer fram. Seyðisfjarðarvöllur heyrir bráðum sögunni til því eins og hefur gerst fyrir velli eins og Highbury og Upton Park í London, The Dell í Southampton og Maine Road í Manchester. Arsenal flutti sem dæmi af Highbury eftir að hafa byggt Emirates leikvanginn rétt hjá, West Ham flutti af Upton Park og á Ólympíuleikvanginn í London og Manchester City flutti af Maine Road og á nýja glæsilegan Ethiad leikvang. Seyðisfjarðarvöllur fær nú sömu örlög. Nú á að taka vallarstæðið undir íbúðabyggð alveg eins og gerðist hjá þessum heimsfrægu knattspyrnuvöllum í Englandi. Seyðfirðingar vildu kveðja völlinn sinn með formlegum hætti og sérstakur kveðjuleikur verður leikinn á Seyðisfjarðarvelli á morgun. Kveðjuleikur Seyðisfjarðarvallar verður leikinn á laugardag. #fotboltihttps://t.co/HMo0wFX0Mw— Austurfrétt (@Austurfrett) May 20, 2021 „Við erum nokkrir Seyðfirðingar sem búum syðra en hittumst til að spila fótbolta yfir veturinn. Þegar tilkynnt var að völlurinn yrði nýttur undir byggingarland kom Nik Chamberlain með þá hugmynd inn í hópinn að það þyrfti að kalla saman lokaleik. Ég og Rúnar Freyr Þórhallsson tókum boltann og þróuðum hugmyndina áfram,“ segir Birkir Pálsson uppalinn Seyðfirðingur og fyrrum leikmaður Hugins, í samtali við Austurfrétt. Birkir og Rúnar leituðu uppi fyrrum leikmenn Hugins og notuðust við heimasíðu KSÍ, þar sem upplýsingarnar ná 20 ár aftur í tímann. Af þessum hópi hafa um 50 manns boðað komu sína. Birkir líkir því að horfa á eftir vellinum við að kveðja vin eða ættingja. „Maður á ótrúlega margar minningar frá vellinum. Hann var áður malarvöllur og ég man eftir því þegar ég var átta ára gamall og Valur kom til að spila. Guðni Bergsson var í liði Vals, hann spilaði seinni hálfleikinn með Huginn og skoraði eina mark liðsins. Svæðið og allt sem tengist Huginn skipar stóran sess í okkar æskuminningum og þess vegna er þetta eins og að kveðja góðan vin eða ættingja fyrir mörg okkar,“ sagði Birkir en það má lesa allt viðtalið við hann á vef Austurfréttar hér. Ekki liggja enn fyrir ákvarðanir um hvar aðstaða verður byggð upp eftir að völlurinn hverfur. Í tengslum við leikinn á laugardag er söfnun þar sem tekið er við frjálsum framlögum sem renna til nýrrar aðstöðu. „Það verður að vera aðstaða í boði. Þegar ég var lítill voru allir grasblettir sem í boði voru nýttir,“ segir Birkir. Flautað verður til leiks klukkan tvö á morgun laugardag. Íslenski boltinn Enski boltinn Múlaþing Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Seyðisfjarðarvöllur heyrir bráðum sögunni til því eins og hefur gerst fyrir velli eins og Highbury og Upton Park í London, The Dell í Southampton og Maine Road í Manchester. Arsenal flutti sem dæmi af Highbury eftir að hafa byggt Emirates leikvanginn rétt hjá, West Ham flutti af Upton Park og á Ólympíuleikvanginn í London og Manchester City flutti af Maine Road og á nýja glæsilegan Ethiad leikvang. Seyðisfjarðarvöllur fær nú sömu örlög. Nú á að taka vallarstæðið undir íbúðabyggð alveg eins og gerðist hjá þessum heimsfrægu knattspyrnuvöllum í Englandi. Seyðfirðingar vildu kveðja völlinn sinn með formlegum hætti og sérstakur kveðjuleikur verður leikinn á Seyðisfjarðarvelli á morgun. Kveðjuleikur Seyðisfjarðarvallar verður leikinn á laugardag. #fotboltihttps://t.co/HMo0wFX0Mw— Austurfrétt (@Austurfrett) May 20, 2021 „Við erum nokkrir Seyðfirðingar sem búum syðra en hittumst til að spila fótbolta yfir veturinn. Þegar tilkynnt var að völlurinn yrði nýttur undir byggingarland kom Nik Chamberlain með þá hugmynd inn í hópinn að það þyrfti að kalla saman lokaleik. Ég og Rúnar Freyr Þórhallsson tókum boltann og þróuðum hugmyndina áfram,“ segir Birkir Pálsson uppalinn Seyðfirðingur og fyrrum leikmaður Hugins, í samtali við Austurfrétt. Birkir og Rúnar leituðu uppi fyrrum leikmenn Hugins og notuðust við heimasíðu KSÍ, þar sem upplýsingarnar ná 20 ár aftur í tímann. Af þessum hópi hafa um 50 manns boðað komu sína. Birkir líkir því að horfa á eftir vellinum við að kveðja vin eða ættingja. „Maður á ótrúlega margar minningar frá vellinum. Hann var áður malarvöllur og ég man eftir því þegar ég var átta ára gamall og Valur kom til að spila. Guðni Bergsson var í liði Vals, hann spilaði seinni hálfleikinn með Huginn og skoraði eina mark liðsins. Svæðið og allt sem tengist Huginn skipar stóran sess í okkar æskuminningum og þess vegna er þetta eins og að kveðja góðan vin eða ættingja fyrir mörg okkar,“ sagði Birkir en það má lesa allt viðtalið við hann á vef Austurfréttar hér. Ekki liggja enn fyrir ákvarðanir um hvar aðstaða verður byggð upp eftir að völlurinn hverfur. Í tengslum við leikinn á laugardag er söfnun þar sem tekið er við frjálsum framlögum sem renna til nýrrar aðstöðu. „Það verður að vera aðstaða í boði. Þegar ég var lítill voru allir grasblettir sem í boði voru nýttir,“ segir Birkir. Flautað verður til leiks klukkan tvö á morgun laugardag.
Íslenski boltinn Enski boltinn Múlaþing Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira