Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Snorri Másson skrifar 20. maí 2021 17:33 Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. Magnús Norðdahl er lögmaður Mohammad Bakri, sem er palestínskur ríkisborgari. Mohammad var vísað á götuna og hann sviptur fæðisgreiðslum á þriðjudaginn, vegna þess að hann neitaði að fara í sýnatöku fyrir Covid-19. Sýnatakan var forsenda þess að hægt væri að vísa honum úr landi og þegar hann hafnaði því að fara í hana, greip Útlendingastofnun til þessara ráða. Magnús byggir kæru sína á því að í reglugerð um útlendinga segir að svipta megi hælisleitanda þjónustu þegar ákvörðun um brottvísun „kemur til framkvæmdar.“ Hér segir Magnús að ljóst sé að ákvörðunin sé ekki komin til framkvæmdar, og þar með sé sviptingin ólögmæt. „Við bindum því vonir við að kærunefndin felli úr gildi ákvörðun af þessu tagi, að svipta aðila í þessari stöðu þjónustu,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, sagði í svari til Vísis fyrr í dag að aðgerðir sem þessar brytu ekki í bága við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þeir hafa [...] fengið tíma til að hugsa sig um og ráðfæra sig við þá sem þeir vilja áður en þjónustan hefur verið felld niður,“ sagði í svari Þórhildar. Saklaust fólk myrt í heimalandinu Magnús Norðdahl segir málið einnig spurningu um siðferði, en eins og komið hefur fram í fréttum sæta Palestínubúar linnulausum loftárásum af hálfu Ísraelsmanna nú um mundir. „Umræddir hælisleitendur frá Palestínu horfa á heimaland sitt sprengt upp og saklaust fólk myrt, eftir atvikum einhverja sem þeir þekkja, samtímis því sem íslensk stjórnvöld senda þá allslausa á götuna. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins slær um sig með máttlausum froðusnakksyfirlýsingum um ástandið í Palestínu. Verk ganga framar orðum. Útlendingastofnun hefur oft komið mér á óvart með ómannúðlegu og harðneskjulegu viðmóti en núverandi vegferð í garð hælisleitenda frá Palestínu slær öllu öðru við,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í gær. Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Palestína Ísrael Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Magnús Norðdahl er lögmaður Mohammad Bakri, sem er palestínskur ríkisborgari. Mohammad var vísað á götuna og hann sviptur fæðisgreiðslum á þriðjudaginn, vegna þess að hann neitaði að fara í sýnatöku fyrir Covid-19. Sýnatakan var forsenda þess að hægt væri að vísa honum úr landi og þegar hann hafnaði því að fara í hana, greip Útlendingastofnun til þessara ráða. Magnús byggir kæru sína á því að í reglugerð um útlendinga segir að svipta megi hælisleitanda þjónustu þegar ákvörðun um brottvísun „kemur til framkvæmdar.“ Hér segir Magnús að ljóst sé að ákvörðunin sé ekki komin til framkvæmdar, og þar með sé sviptingin ólögmæt. „Við bindum því vonir við að kærunefndin felli úr gildi ákvörðun af þessu tagi, að svipta aðila í þessari stöðu þjónustu,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, sagði í svari til Vísis fyrr í dag að aðgerðir sem þessar brytu ekki í bága við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þeir hafa [...] fengið tíma til að hugsa sig um og ráðfæra sig við þá sem þeir vilja áður en þjónustan hefur verið felld niður,“ sagði í svari Þórhildar. Saklaust fólk myrt í heimalandinu Magnús Norðdahl segir málið einnig spurningu um siðferði, en eins og komið hefur fram í fréttum sæta Palestínubúar linnulausum loftárásum af hálfu Ísraelsmanna nú um mundir. „Umræddir hælisleitendur frá Palestínu horfa á heimaland sitt sprengt upp og saklaust fólk myrt, eftir atvikum einhverja sem þeir þekkja, samtímis því sem íslensk stjórnvöld senda þá allslausa á götuna. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins slær um sig með máttlausum froðusnakksyfirlýsingum um ástandið í Palestínu. Verk ganga framar orðum. Útlendingastofnun hefur oft komið mér á óvart með ómannúðlegu og harðneskjulegu viðmóti en núverandi vegferð í garð hælisleitenda frá Palestínu slær öllu öðru við,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í gær. Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Palestína Ísrael Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira