Golfkastarar hafa mesta trú á Johnson og Schauffele á PGA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 14:31 Dustin Johnson þykir líklegur til afreka á PGA meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. getty/Maddie Meyer Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson, stjórnendur Golfkastsins, telja Dustin Johnson og Xander Schauffele líklegasta til afreka á PGA meistaramótinu sem hefst í dag. Sigmundur og Þórður hituðu ítarlega upp fyrir PGA meistaramótinu í síðasta þætti Golfcastsins og ræddu meðal annars um líklega sigurvegara. „Ég ætla að taka augljósasta kostinn og velja Dustin Johnson,“ sagði Sigmundur. „Þetta er slungið en ég ætla aftur að taka Xander Schauffele eins og á Masters. Hann byrjaði þá ekkert sérstaklega vel en kom ágætlega til baka.“ Sigmundur hefur einnig ágætis trú á Rory McIlroy þótt hann sé ekki sammála mati veðbanka að hann sé sigurstranglegastur á PGA meistaramótinu. McIlroy hefur ekki unnið risamót síðan 2014. Þórður kveðst einnig vongóður fyrir hönd Spánverjans Jons Rahm sem á enn eftir að vinna risamót á ferlinum. „Hann er alltaf flottur og sýndi það bara á Masters. Þótt hann hafi verið nýbúinn að eignast barn spilaði hann ógeðslega vel síðasta daginn og var með lægsta hringinn. Hann getur alltaf kveikt á sér á stórmótum og spilar eiginlega alltaf vel,“ sagði Þórður. Þeir Sigmundur nefndu einnig kylfinga sem gætu komið á óvart á PGA meistaramótinu. „Ég held að ég fari í Lanto Griffin,“ sagði Sigmundur en Þórður nefndi Joel Dahmen. „Það væri geggjað ef hann gerði einhverjar rósir. Hann slær reyndar ekkert sérstaklega langt og þessi völlur hentar honum örugglega ekki vel. En það verður gaman að sjá hvernig að hann kemur út úr því,“ sagði Þórður. Að þessu sinni fer PGA meistaramótið fram á Kiawah Island vellinum sem er lengsti völlur sem leikið hefur verið á risamóti. Bein útsending frá fyrsta degi PGA meistaramótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Sigmundur og Þórður hituðu ítarlega upp fyrir PGA meistaramótinu í síðasta þætti Golfcastsins og ræddu meðal annars um líklega sigurvegara. „Ég ætla að taka augljósasta kostinn og velja Dustin Johnson,“ sagði Sigmundur. „Þetta er slungið en ég ætla aftur að taka Xander Schauffele eins og á Masters. Hann byrjaði þá ekkert sérstaklega vel en kom ágætlega til baka.“ Sigmundur hefur einnig ágætis trú á Rory McIlroy þótt hann sé ekki sammála mati veðbanka að hann sé sigurstranglegastur á PGA meistaramótinu. McIlroy hefur ekki unnið risamót síðan 2014. Þórður kveðst einnig vongóður fyrir hönd Spánverjans Jons Rahm sem á enn eftir að vinna risamót á ferlinum. „Hann er alltaf flottur og sýndi það bara á Masters. Þótt hann hafi verið nýbúinn að eignast barn spilaði hann ógeðslega vel síðasta daginn og var með lægsta hringinn. Hann getur alltaf kveikt á sér á stórmótum og spilar eiginlega alltaf vel,“ sagði Þórður. Þeir Sigmundur nefndu einnig kylfinga sem gætu komið á óvart á PGA meistaramótinu. „Ég held að ég fari í Lanto Griffin,“ sagði Sigmundur en Þórður nefndi Joel Dahmen. „Það væri geggjað ef hann gerði einhverjar rósir. Hann slær reyndar ekkert sérstaklega langt og þessi völlur hentar honum örugglega ekki vel. En það verður gaman að sjá hvernig að hann kemur út úr því,“ sagði Þórður. Að þessu sinni fer PGA meistaramótið fram á Kiawah Island vellinum sem er lengsti völlur sem leikið hefur verið á risamóti. Bein útsending frá fyrsta degi PGA meistaramótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira