„Hvorki KSÍ né ég hafði áhuga á að ég færi í viðræður“ Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2021 13:07 Arnar Þór Viðarsson er svo til nýbyrjaður sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Getty „Ég þakkaði pent fyrir áhugann en þetta fór ekki lengra en það,“ segir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, um áhuga danska úrvalsdeildarfélagsins OB á að ráða hann til starfa. Arnar var einn þriggja þjálfara sem OB skoðaði að ráða eftir vinnu sérstaks ráðgjafafyrirtækis. Það kom hins vegar ekki til þess að hann færi í viðræður við OB þar sem hvorki Arnar né KSÍ hafði áhuga á því að hann hætti sem landsliðsþjálfari, tiltölulega nýbyrjaður í því starfi. Andreas Alm var ráðinn þjálfari en þeir Arnar og Jens Gustafsson komu einnig til greina, samkvæmt frétt danska miðilsins Sport Fyn. Hef aldrei unnið þannig að ég fari á bak við mína vinnuveitendur „Ég ræddi ekki við OB. Það voru ákveðnar þreifingar frá ráðningarfyrirtæki sem sá um þetta ferli fyrir OB og þær þreifingar enduðu, eins og skylda ber, inni á borði hjá Guðna [Bergssyni, formanni] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra] hjá KSÍ. Þetta er svolítið nýtt í fótboltaheiminum – að það eru sérstök fyrirtæki ráðin til að finna kandídata í þjálfarastarf. Ég veit ekki hvað þetta fyrirtæki átti að finna marga kandídata. Það leggur svo þessi nöfn til við í þessu tilviki OB sem annað hvort samþykkir þau eða ekki. Þá er farið í að reyna að ræða við menn. En ég hef aldrei unnið þannig, hvorki sem leikmaður né þjálfari, að ræða málin á bak við mína vinnuveitendur. Þess vegna fór þetta mál til Guðna og Klöru, við ræddum þetta þrjú saman, og því var svo skilað til heimahúsanna. Hvorki KSÍ né ég hafði áhuga á að ég færi í viðræður svo að þetta stoppaði bara hjá þessu ráðgjafafyrirtæki,“ segir Arnar við Vísi. Við erum að byrja á nýju ævintýri Arnar tók við A-landsliðinu í lok síðasta árs, af Erik Hamrén, og fyrstu leikirnir eftir að hann tók við voru leikirnir þrír í undankeppni HM í mars. „Ég er nýtekinn við íslenska landsliðinu og það er verkefni sem er mjög stórt og skemmtilegt, og eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið það tækifæri. Við Eiður Smári [Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] og allt „staffið“ erum að byrja á nýju ævintýri og erum spenntir að halda því áfram,“ segir Arnar en samningur hans við KSÍ gildir til loka næsta árs. Aðspurður hvort OB hefði séð fyrir sér að hann yrði áfram landsliðsþjálfari samhliða því að þjálfa danska félagið segir Arnar: „Þetta fór aldrei svo langt. Ég held að það sé samt almennt alveg ljóst að það er ekki hægt að vera bæði landsliðsþjálfari og þjálfari félagsliðs. Það er meira en fullt starf að þjálfa A-landslið karla.“ Það mun því bíða betri tíma að Arnar snúi aftur í þjálfun félagsliða: „Það er alltaf jákvætt að vera sýndur áhugi. Það eru endalaust einhverjar þreifingar í fótboltaheiminum og maður er bara ánægður með að fá þessa athygli en þetta stoppar þar.“ Arnar mun á næstunni tilkynna landsliðshópinn sem spilar þrjá vináttulandsleiki á komandi vikum. Til stóð að tilkynna hópinn í dag en Arnar vildi ekki fara út í það nákvæmlega hvers vegna því hefði verið frestað. Það mun þó vera vegna forfalla leikmanna samkvæmt upplýsingum frá KSÍ. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira
Arnar var einn þriggja þjálfara sem OB skoðaði að ráða eftir vinnu sérstaks ráðgjafafyrirtækis. Það kom hins vegar ekki til þess að hann færi í viðræður við OB þar sem hvorki Arnar né KSÍ hafði áhuga á því að hann hætti sem landsliðsþjálfari, tiltölulega nýbyrjaður í því starfi. Andreas Alm var ráðinn þjálfari en þeir Arnar og Jens Gustafsson komu einnig til greina, samkvæmt frétt danska miðilsins Sport Fyn. Hef aldrei unnið þannig að ég fari á bak við mína vinnuveitendur „Ég ræddi ekki við OB. Það voru ákveðnar þreifingar frá ráðningarfyrirtæki sem sá um þetta ferli fyrir OB og þær þreifingar enduðu, eins og skylda ber, inni á borði hjá Guðna [Bergssyni, formanni] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra] hjá KSÍ. Þetta er svolítið nýtt í fótboltaheiminum – að það eru sérstök fyrirtæki ráðin til að finna kandídata í þjálfarastarf. Ég veit ekki hvað þetta fyrirtæki átti að finna marga kandídata. Það leggur svo þessi nöfn til við í þessu tilviki OB sem annað hvort samþykkir þau eða ekki. Þá er farið í að reyna að ræða við menn. En ég hef aldrei unnið þannig, hvorki sem leikmaður né þjálfari, að ræða málin á bak við mína vinnuveitendur. Þess vegna fór þetta mál til Guðna og Klöru, við ræddum þetta þrjú saman, og því var svo skilað til heimahúsanna. Hvorki KSÍ né ég hafði áhuga á að ég færi í viðræður svo að þetta stoppaði bara hjá þessu ráðgjafafyrirtæki,“ segir Arnar við Vísi. Við erum að byrja á nýju ævintýri Arnar tók við A-landsliðinu í lok síðasta árs, af Erik Hamrén, og fyrstu leikirnir eftir að hann tók við voru leikirnir þrír í undankeppni HM í mars. „Ég er nýtekinn við íslenska landsliðinu og það er verkefni sem er mjög stórt og skemmtilegt, og eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið það tækifæri. Við Eiður Smári [Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] og allt „staffið“ erum að byrja á nýju ævintýri og erum spenntir að halda því áfram,“ segir Arnar en samningur hans við KSÍ gildir til loka næsta árs. Aðspurður hvort OB hefði séð fyrir sér að hann yrði áfram landsliðsþjálfari samhliða því að þjálfa danska félagið segir Arnar: „Þetta fór aldrei svo langt. Ég held að það sé samt almennt alveg ljóst að það er ekki hægt að vera bæði landsliðsþjálfari og þjálfari félagsliðs. Það er meira en fullt starf að þjálfa A-landslið karla.“ Það mun því bíða betri tíma að Arnar snúi aftur í þjálfun félagsliða: „Það er alltaf jákvætt að vera sýndur áhugi. Það eru endalaust einhverjar þreifingar í fótboltaheiminum og maður er bara ánægður með að fá þessa athygli en þetta stoppar þar.“ Arnar mun á næstunni tilkynna landsliðshópinn sem spilar þrjá vináttulandsleiki á komandi vikum. Til stóð að tilkynna hópinn í dag en Arnar vildi ekki fara út í það nákvæmlega hvers vegna því hefði verið frestað. Það mun þó vera vegna forfalla leikmanna samkvæmt upplýsingum frá KSÍ.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira