Ekki að sjá að uppáhalds drengurinn á Akranesi væri að spila sinn fyrsta leik í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2021 12:53 Mikið mun mæða á Dino Hodzic í marki ÍA það sem eftir lifir tímabils. vísir/hulda margrét Króatíski markvörðurinn Dino Hodzic lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar ÍA gerði markalaust jafntefli við Stjörnuna í fyrradag. Hann komst vel frá sínu eins og fjallað var um í Pepsi Max Stúkunni. Árni Snær Ólafsson, fyrirliði og aðalmarkvörður ÍA, sleit hásin í leiknum gegn FH í síðustu viku og verður frá út tímabilið. Dino mun því verja mark Skagamanna það sem eftir lifir móts. Dino átti góðan leik gegn Stjörnunni á mánudaginn og fékk hrós fyrir frammistöðu sína í Pepsi Max Stúkunni. „Hann var virkilega góður og öflugur og þú finnur fyrir nærveru hans inni í teignum. Hann talar og stjórnar liðinu vel. Þetta var fyrsti leikurinn hans í efstu deild en þú gast ekki séð það á hans fasi eða hans leik,“ sagði Jón Þór Hauksson. „Hann var mjög öruggur í sínum aðgerðum. Heilt yfir spilaði hann þennan leik feykilega vel, tók góðar ákvarðanir og varði vel. Þetta er mikill uppáhalds drengur uppi á Akranesi. Þetta er algjör toppmaður, vinnur á vellinum og tekur á móti krökkunum í leikfimi og sundi í skólanum og er mjög vinsæll meðal þeirra.“ Innslagið um Dino úr Pepsi Max-stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan - Dino Hodzic Dino vakti mikla athygli með Kára síðasta sumar, sérstaklega fyrir hæfileika sína að verja vítaspyrnur. Hann varði fjórar slíkar í 2. deildinni í fyrra. Dino, sem er 25 ára, er einn hávaxnasti leikmaður sem hefur spilað í efstu deild á Íslandi en hann telur 2,05 metra. ÍA er á botni Pepsi Max-deildarinnar með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Næsti leikur Skagamanna er gegn HK-ingum í Kórnum á föstudaginn. Pepsi Max-deild karla ÍA Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00 Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04 Úr króatískum handboltabæ í íslenskan fótboltabæ: Dino í marki ÍA í kvöld eftir að Svenni „pabbi“ breytti ferlinum Skagamenn tefla fram nýjum markverði í kvöld eftir að fyrirliðinn Árni Snær Ólafsson sleit hásin í leik við FH á fimmtudaginn. Sá heitir Dino Hodzic og er 25 ára Króati sem er hæstánægður með lífið á Akranesi. 17. maí 2021 14:31 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Árni Snær Ólafsson, fyrirliði og aðalmarkvörður ÍA, sleit hásin í leiknum gegn FH í síðustu viku og verður frá út tímabilið. Dino mun því verja mark Skagamanna það sem eftir lifir móts. Dino átti góðan leik gegn Stjörnunni á mánudaginn og fékk hrós fyrir frammistöðu sína í Pepsi Max Stúkunni. „Hann var virkilega góður og öflugur og þú finnur fyrir nærveru hans inni í teignum. Hann talar og stjórnar liðinu vel. Þetta var fyrsti leikurinn hans í efstu deild en þú gast ekki séð það á hans fasi eða hans leik,“ sagði Jón Þór Hauksson. „Hann var mjög öruggur í sínum aðgerðum. Heilt yfir spilaði hann þennan leik feykilega vel, tók góðar ákvarðanir og varði vel. Þetta er mikill uppáhalds drengur uppi á Akranesi. Þetta er algjör toppmaður, vinnur á vellinum og tekur á móti krökkunum í leikfimi og sundi í skólanum og er mjög vinsæll meðal þeirra.“ Innslagið um Dino úr Pepsi Max-stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan - Dino Hodzic Dino vakti mikla athygli með Kára síðasta sumar, sérstaklega fyrir hæfileika sína að verja vítaspyrnur. Hann varði fjórar slíkar í 2. deildinni í fyrra. Dino, sem er 25 ára, er einn hávaxnasti leikmaður sem hefur spilað í efstu deild á Íslandi en hann telur 2,05 metra. ÍA er á botni Pepsi Max-deildarinnar með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Næsti leikur Skagamanna er gegn HK-ingum í Kórnum á föstudaginn.
Pepsi Max-deild karla ÍA Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00 Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04 Úr króatískum handboltabæ í íslenskan fótboltabæ: Dino í marki ÍA í kvöld eftir að Svenni „pabbi“ breytti ferlinum Skagamenn tefla fram nýjum markverði í kvöld eftir að fyrirliðinn Árni Snær Ólafsson sleit hásin í leik við FH á fimmtudaginn. Sá heitir Dino Hodzic og er 25 ára Króati sem er hæstánægður með lífið á Akranesi. 17. maí 2021 14:31 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00
Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04
Úr króatískum handboltabæ í íslenskan fótboltabæ: Dino í marki ÍA í kvöld eftir að Svenni „pabbi“ breytti ferlinum Skagamenn tefla fram nýjum markverði í kvöld eftir að fyrirliðinn Árni Snær Ólafsson sleit hásin í leik við FH á fimmtudaginn. Sá heitir Dino Hodzic og er 25 ára Króati sem er hæstánægður með lífið á Akranesi. 17. maí 2021 14:31