Innlent

Forgangsútkall vegna elds í feiti og einn fluttur á slysadeild

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Slökkviliðsmenn sýna réttu handtökin við að slökkva eld í potti.
Slökkviliðsmenn sýna réttu handtökin við að slökkva eld í potti. Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til í gær þegar eldur kom upp í feitispotti í fjölbýlishúsi. Húsráðandi brenndist við að reyna að slökkva eldinn og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Af þessu tilefni minnir slökkviliðið á að ef upp kemur eldur í feiti er besta aðferðin til að slökkva hann að kæfa eldinn, annað hvort með pottlokinu eða eldvarnarteppi.

Slökkviliðið sinnti 122 sjúkraflutningum síðasta sólahring en þar af voru 32 forgangsverkefni.

Þá fóru slökkvibílar í átta útköll, flest vegna gróðurelda en eitt vegna slasaðs göngumanns á Helgafelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×