Alþjóðaorkumálastofnunin: Hætta þarf fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti strax Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2021 13:34 Frá Garzweiler-kolanámunni við Jackerath í Þýskalandi. Hætta verður allri fjárfestingu í jarðefnaeldsneyti ætli menn sér að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. AP/Martin Meissner Hægt er að feta þröngt einstigi til að ná metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um hnattræna hlýnun en til þess verður að hætta strax fjárfestingum í nýjum kolanámum og olíu- og gaslindum í heiminum. Umbylta þarf orkukerfi heimsins og skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um hvað þarf að gerast í orkugeiranum til þess að mannkynið nái kolefnishlutleysi fyrir miðjan þessa öld og halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C eins og stefnt er að í Parísarsamkomulaginu. Í skýrslunni eru lögð fram fjögur hundruð skref sem varða leiðina að því að umbylta orkugeiranum. Fyrir utan að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti er þar lagt til að sölu á bílum með sprengihreyfilvélum verði hætt fyrir 2035 og að hlutur sólar- og vindorku fjórfaldist frá metárinu í fyrra fyrir árið 2030, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050 eða fyrr sem mörg ríki heims hafa sett sér, þar á meðal Ísland, þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að taka fram úr kolaorku strax árið 2026, sigla fram úr olíu og gasi fyrir 2030 og árið 2050 þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að framleiða tvo þriðju hluta allrar orku í heiminum og 90% raforkunnar, að því er segir í umfjöllun Carbon Brief um skýrsluna. Laura Cozzi, einn skýrsluhöfundanna, segir að ekki þurfi aðeins að stórauka framleiðslugetu endurnýjanlegra orkugjafa og sölu á rafbílum heldur þurfi einnig að auka orkunýtni verulega næsta áratuginn. Byggja þurfi upp raforkukerfi og hleðslustöðvar fyrir rafbíla til þess að hægt verði að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn. Margir viðbótarkostir við að hverfa frá jarðefnaeldsneyti Fyrir utan að forða hörmungum vegna áframhaldandi loftslagsbreytinga gera skýrsluhöfundar stofnunarinnar ráð fyrir því að aðgerðir til að rjúfa fíkn mannkynsins í jarðefnaeldsneyti hafi mikla kosti í för með sér. Kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina muni auka heimsframleiðslu, skapa milljónir starfa, sjá heimsbyggðinni fyrir raforku fyrir árið 2030 og koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna loftmengunar. Spár Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sjálfrar bendir ekki til þess að mannkynið sé á réttir leið til þess að ná kolefnishlutleysi og metnaðarfyllra markmiðinu sem samið var um í París. Hún gerir ráð fyrir því að aukningin á losun á gróðurhúsalofttegundum í ár eftir tímabundinn samdrátt í kórónuveiruheimsfaraldrinum verði sú næstmesta í áratug. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar meira en 1°C frá upphafi iðnbyltingarinnar. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óbreytt gæti hlýnun náð allt frá 3-5°C á þessari öld. Vísindamenn vara við því að slíkri hlýnun fylgdi hækkun yfirborðs sjávar, stækari hitabylgjur, skæðari þurrkar, ákafari úrkoma og vaxandi veðuröfgar sem ógna bæði lífríki jarðar og samfélagi manna. Loftslagsmál Orkumál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um hvað þarf að gerast í orkugeiranum til þess að mannkynið nái kolefnishlutleysi fyrir miðjan þessa öld og halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C eins og stefnt er að í Parísarsamkomulaginu. Í skýrslunni eru lögð fram fjögur hundruð skref sem varða leiðina að því að umbylta orkugeiranum. Fyrir utan að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti er þar lagt til að sölu á bílum með sprengihreyfilvélum verði hætt fyrir 2035 og að hlutur sólar- og vindorku fjórfaldist frá metárinu í fyrra fyrir árið 2030, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050 eða fyrr sem mörg ríki heims hafa sett sér, þar á meðal Ísland, þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að taka fram úr kolaorku strax árið 2026, sigla fram úr olíu og gasi fyrir 2030 og árið 2050 þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að framleiða tvo þriðju hluta allrar orku í heiminum og 90% raforkunnar, að því er segir í umfjöllun Carbon Brief um skýrsluna. Laura Cozzi, einn skýrsluhöfundanna, segir að ekki þurfi aðeins að stórauka framleiðslugetu endurnýjanlegra orkugjafa og sölu á rafbílum heldur þurfi einnig að auka orkunýtni verulega næsta áratuginn. Byggja þurfi upp raforkukerfi og hleðslustöðvar fyrir rafbíla til þess að hægt verði að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn. Margir viðbótarkostir við að hverfa frá jarðefnaeldsneyti Fyrir utan að forða hörmungum vegna áframhaldandi loftslagsbreytinga gera skýrsluhöfundar stofnunarinnar ráð fyrir því að aðgerðir til að rjúfa fíkn mannkynsins í jarðefnaeldsneyti hafi mikla kosti í för með sér. Kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina muni auka heimsframleiðslu, skapa milljónir starfa, sjá heimsbyggðinni fyrir raforku fyrir árið 2030 og koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna loftmengunar. Spár Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sjálfrar bendir ekki til þess að mannkynið sé á réttir leið til þess að ná kolefnishlutleysi og metnaðarfyllra markmiðinu sem samið var um í París. Hún gerir ráð fyrir því að aukningin á losun á gróðurhúsalofttegundum í ár eftir tímabundinn samdrátt í kórónuveiruheimsfaraldrinum verði sú næstmesta í áratug. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar meira en 1°C frá upphafi iðnbyltingarinnar. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óbreytt gæti hlýnun náð allt frá 3-5°C á þessari öld. Vísindamenn vara við því að slíkri hlýnun fylgdi hækkun yfirborðs sjávar, stækari hitabylgjur, skæðari þurrkar, ákafari úrkoma og vaxandi veðuröfgar sem ógna bæði lífríki jarðar og samfélagi manna.
Loftslagsmál Orkumál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira