Í tilkynningu segir að á nýjum vef verði höfuðáhersla lögð á að veita almenningi skýrar og greinargóðar upplýsingar og spara tíma með aukinni sjálfsafgreiðslu erinda.
Á fundinum verða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem opnar vefinn, Kristín Þórðardóttir formaður Sýslumannaráðs og sýslumaður á Suðurlandi, sem kynnir aukna stafræna þjónustu sýslumanna og Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands, sem fer yfir framtíðarstefnu Ísland.is.
Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.