Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2021 09:33 Ágúst Eðvald Hlynsson er farinn að láta vel til sín taka í liði FH og fagnar hér marki gegn HK. vísir/vilhelm FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. KR vann stórleikinn við Val 3-2 þar sem fyrsta mark leiksins var afskaplega slysalegt. Guðjón Baldvinsson fékk boltann í höfuðið af stuttu færi og náði einhvern veginn að stýra honum á markið, þar sem hann fór á milli fóta Hannesar Þórs Halldórssonar. Klippa: Mörkin úr sigri Vals á KR Sebastian Hedlund jafnaði metin fyrir Val eftir hornspyrnu og Haukur Páll Sigurðsson kom Val yfir með fallegu skoti. Sigurður Egill Lárusson skoraði þriðja mark Vals, auðveldlega, eftir undirbúning Kristins Freys Sigurðssonar en KR minnkaði muninn úr vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmarssonar sem Stefán Árni Geirsson fiskaði. Ásgeir Sigurgeirsson var í stuði í Keflavík og skoraði tvö marka KA, og var það fyrra sérlega fallegt. Ástbjörn Þórðarson jafnaði metin í 1-1 fyrir Keflavík á milli marka Ásgeirs. Klippa: Mörkin úr sigri KA á Keflavík Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þriðja mark KA og Elfar Árni Aðalsteinsson, sem er að komast í gang eftir krossbandsslit, innsiglaði sigurinn. Í Kórnum kom Birnir Snær Ingason HK yfir en Ágúst Eðvald Hlynsson svaraði því með tveimur mörkum fyrir FH. Steven Lennon skoraði svo þriðja mark FH-inga þegar skammt var eftir. Mörkin úr þeim leik og öll önnur mörk úr 4. umferðinni má sjá í markasyrpunni hér að neðan. Klippa: Öll mörkin í 4. umferð Pepsi Max-deildar karla Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:53 Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 1-3 | Ágúst Eðvald lykillinn að sigri FH FH kom sér upp í fyrsta sæti deildarinnar eftir sigur á HK á útivelli 3-1. Þeir eru alls komnir með 10 stig eftir fjórar umferðir en HK hefur ekki ennþá náð að sigra leik á tímabilinu. 17. maí 2021 21:07 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KA 1-4 | KA tyllti sér á toppinn KA menn eru í toppsæti Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu þegar fjórum umferðum er lokið. Þeir unnu góðan 4-1 útisigur í Keflavík í kvöld og eru jafnir Víkingi, FH og Val að stigum á toppnum. 17. maí 2021 21:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
KR vann stórleikinn við Val 3-2 þar sem fyrsta mark leiksins var afskaplega slysalegt. Guðjón Baldvinsson fékk boltann í höfuðið af stuttu færi og náði einhvern veginn að stýra honum á markið, þar sem hann fór á milli fóta Hannesar Þórs Halldórssonar. Klippa: Mörkin úr sigri Vals á KR Sebastian Hedlund jafnaði metin fyrir Val eftir hornspyrnu og Haukur Páll Sigurðsson kom Val yfir með fallegu skoti. Sigurður Egill Lárusson skoraði þriðja mark Vals, auðveldlega, eftir undirbúning Kristins Freys Sigurðssonar en KR minnkaði muninn úr vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmarssonar sem Stefán Árni Geirsson fiskaði. Ásgeir Sigurgeirsson var í stuði í Keflavík og skoraði tvö marka KA, og var það fyrra sérlega fallegt. Ástbjörn Þórðarson jafnaði metin í 1-1 fyrir Keflavík á milli marka Ásgeirs. Klippa: Mörkin úr sigri KA á Keflavík Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þriðja mark KA og Elfar Árni Aðalsteinsson, sem er að komast í gang eftir krossbandsslit, innsiglaði sigurinn. Í Kórnum kom Birnir Snær Ingason HK yfir en Ágúst Eðvald Hlynsson svaraði því með tveimur mörkum fyrir FH. Steven Lennon skoraði svo þriðja mark FH-inga þegar skammt var eftir. Mörkin úr þeim leik og öll önnur mörk úr 4. umferðinni má sjá í markasyrpunni hér að neðan. Klippa: Öll mörkin í 4. umferð Pepsi Max-deildar karla Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:53 Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 1-3 | Ágúst Eðvald lykillinn að sigri FH FH kom sér upp í fyrsta sæti deildarinnar eftir sigur á HK á útivelli 3-1. Þeir eru alls komnir með 10 stig eftir fjórar umferðir en HK hefur ekki ennþá náð að sigra leik á tímabilinu. 17. maí 2021 21:07 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KA 1-4 | KA tyllti sér á toppinn KA menn eru í toppsæti Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu þegar fjórum umferðum er lokið. Þeir unnu góðan 4-1 útisigur í Keflavík í kvöld og eru jafnir Víkingi, FH og Val að stigum á toppnum. 17. maí 2021 21:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:53
Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 1-3 | Ágúst Eðvald lykillinn að sigri FH FH kom sér upp í fyrsta sæti deildarinnar eftir sigur á HK á útivelli 3-1. Þeir eru alls komnir með 10 stig eftir fjórar umferðir en HK hefur ekki ennþá náð að sigra leik á tímabilinu. 17. maí 2021 21:07
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KA 1-4 | KA tyllti sér á toppinn KA menn eru í toppsæti Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu þegar fjórum umferðum er lokið. Þeir unnu góðan 4-1 útisigur í Keflavík í kvöld og eru jafnir Víkingi, FH og Val að stigum á toppnum. 17. maí 2021 21:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti