Palestína/Ísrael - er þetta flókið? Hlédís Sveinsdóttir skrifar 18. maí 2021 08:32 Þetta snýst í grunninn um eitt: Landrán. Rán á landi, húsum og jörðum íbúa Palestínu. Birtingarmyndir þess erum við að sjá í fjölmiðlum. Má þar nefna ofbeldi, dráp, landtökubyggðir, hernám og fl. Því fleiri hús og jarðir sem Ísraelar sölsa undir sig með landtökubyggðum, því fleiri íbúar Palestínu þurfa að vera á flótta eða hafast við í flóttamannabúðum. Ef þér finnst erfitt að treysta þessum orðum þá er hægt að skoða tölur. Ferkílómetrar lands sem Ísraelar hafa tekið ófrjálsri hendi síðustu ár. Fjöldi látinna í Ísrael annarsvegar og Palestínu hinsvegar. Upphafið: Ísraelsríki var stofnað á u.þ.b. helming landsvæði Palestínu árið 1948. Það voru Sameinuðu þjóðirnar (UNSCOP) sem stóðu að því og þar áttum við Íslendingar sendiherra sem fyrstur tók til máls og lagði til að stofnað yrði þjóðríki gyðinga í Palestínu (bókun 181). Sagan nær auðvitað lengra aftur og má þar nefna Balfour samninginn (1917) og fleiri atburði. En eftir seinni heimsstyrjöld (helförina) færist aukin áhersla á að finna gyðingum stað. Skiljanlega. En það er líka skiljanlegt að íbúar Palestínu hafi ekki sætt sig við það. Framhald: Ísraelsríki lýsti yfir sjálfstæði. Íbúar Palestínu gerðu það hins vegar ekki því þannig hefðu þeir jafnframt samþykkt þessa skiptingu lands sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til. Í framhaldinu hófust átök. Átök sem enduðumeð því að Ísraelar náðu undir sig meira landsvæði af Palestínu. Þannig hefur það haldiðáfram í gegnum árin. Sem dæmi má nefna að í júlí 1948 ráku hersveitir Ísraels um 70 þúsund Palestínumenn á flótta frá heimilum sínum og drápu nokkur hundruð, þetta er bara einn mánuður í einu ári fyrir meira en hálfri öld síðan. Það er hægt að minnast á 6 daga stríðið árið 1967 og fleiri hernaðaraðgerðir Ísraela sem sífellt ræna meira landsvæði. Fermetra tölurnar tala sínu máli, allt þetta landsvæði sem komið er undir landtökubyggð Ísraela. Það segir sig líka sjálft að það þarf ofbeldi og dauða til að öðlast land frá þeim sem er ekki tilbúinnað láta það af hendi. Staðan í dag: Íbúar Palestínu lýstu sem fyrr segir ekki yfir sjálfstæði og geta þess vegna ekki rekið opinberan her í landinu. Í dag er þess vegna staðan þannig að fjölmiðlar og opinberir aðilar fjalla um „aðgerðir“ Ísraelshers en „hryðjuverk“ Palestínumanna. Samt eru mun fleiri drepnir í „aðgerðum“ Ísraela en í „hryðjuverkum“ Palestínumanna. Þá eru líka notuð orð eins „átök“, „stríðandi fylkingar“ og „deilur“. Það finnast mér ekki lýsandi orð fyrir þá stöðu sem tölur um stolna fermetra lands og tölur látinna í Palestínu opinbera okkur. Kemur þetta okkur við? Já. Framkoma Ísraela er ólögleg. Landtökubyggðirnar eru ólöglegar. Hernámið er ólöglegt. Aðskilnaðarmúrinn er ólöglegur. Þetta brýtur gegn alþjóðalögum. Framkoma Ísraela við íbúa Palestínu er hryllingur. Það sem átti að verða friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna snerist upp í andhverfu sína. Við tókum beinan þátt í að koma íbúum Palestínu í þennan hrylling og okkur ber að taka beinan þátt í að stöðva þennan hrylling t.d. með viðskiptaþvingunum. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Þetta snýst í grunninn um eitt: Landrán. Rán á landi, húsum og jörðum íbúa Palestínu. Birtingarmyndir þess erum við að sjá í fjölmiðlum. Má þar nefna ofbeldi, dráp, landtökubyggðir, hernám og fl. Því fleiri hús og jarðir sem Ísraelar sölsa undir sig með landtökubyggðum, því fleiri íbúar Palestínu þurfa að vera á flótta eða hafast við í flóttamannabúðum. Ef þér finnst erfitt að treysta þessum orðum þá er hægt að skoða tölur. Ferkílómetrar lands sem Ísraelar hafa tekið ófrjálsri hendi síðustu ár. Fjöldi látinna í Ísrael annarsvegar og Palestínu hinsvegar. Upphafið: Ísraelsríki var stofnað á u.þ.b. helming landsvæði Palestínu árið 1948. Það voru Sameinuðu þjóðirnar (UNSCOP) sem stóðu að því og þar áttum við Íslendingar sendiherra sem fyrstur tók til máls og lagði til að stofnað yrði þjóðríki gyðinga í Palestínu (bókun 181). Sagan nær auðvitað lengra aftur og má þar nefna Balfour samninginn (1917) og fleiri atburði. En eftir seinni heimsstyrjöld (helförina) færist aukin áhersla á að finna gyðingum stað. Skiljanlega. En það er líka skiljanlegt að íbúar Palestínu hafi ekki sætt sig við það. Framhald: Ísraelsríki lýsti yfir sjálfstæði. Íbúar Palestínu gerðu það hins vegar ekki því þannig hefðu þeir jafnframt samþykkt þessa skiptingu lands sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til. Í framhaldinu hófust átök. Átök sem enduðumeð því að Ísraelar náðu undir sig meira landsvæði af Palestínu. Þannig hefur það haldiðáfram í gegnum árin. Sem dæmi má nefna að í júlí 1948 ráku hersveitir Ísraels um 70 þúsund Palestínumenn á flótta frá heimilum sínum og drápu nokkur hundruð, þetta er bara einn mánuður í einu ári fyrir meira en hálfri öld síðan. Það er hægt að minnast á 6 daga stríðið árið 1967 og fleiri hernaðaraðgerðir Ísraela sem sífellt ræna meira landsvæði. Fermetra tölurnar tala sínu máli, allt þetta landsvæði sem komið er undir landtökubyggð Ísraela. Það segir sig líka sjálft að það þarf ofbeldi og dauða til að öðlast land frá þeim sem er ekki tilbúinnað láta það af hendi. Staðan í dag: Íbúar Palestínu lýstu sem fyrr segir ekki yfir sjálfstæði og geta þess vegna ekki rekið opinberan her í landinu. Í dag er þess vegna staðan þannig að fjölmiðlar og opinberir aðilar fjalla um „aðgerðir“ Ísraelshers en „hryðjuverk“ Palestínumanna. Samt eru mun fleiri drepnir í „aðgerðum“ Ísraela en í „hryðjuverkum“ Palestínumanna. Þá eru líka notuð orð eins „átök“, „stríðandi fylkingar“ og „deilur“. Það finnast mér ekki lýsandi orð fyrir þá stöðu sem tölur um stolna fermetra lands og tölur látinna í Palestínu opinbera okkur. Kemur þetta okkur við? Já. Framkoma Ísraela er ólögleg. Landtökubyggðirnar eru ólöglegar. Hernámið er ólöglegt. Aðskilnaðarmúrinn er ólöglegur. Þetta brýtur gegn alþjóðalögum. Framkoma Ísraela við íbúa Palestínu er hryllingur. Það sem átti að verða friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna snerist upp í andhverfu sína. Við tókum beinan þátt í að koma íbúum Palestínu í þennan hrylling og okkur ber að taka beinan þátt í að stöðva þennan hrylling t.d. með viðskiptaþvingunum. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun