Fólk komi til landsins í þeim eina tilgangi að stela eggjum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. maí 2021 20:01 Fálkinn er einstakur og fágætur fugl, og því eftirsóttur víða. Getty Áhyggjur eru um að einstaklingar komi hingað til lands í þeim eina tilgangi að stela fágætum eggjum. Stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands segir óvenju algengt þessi misserin að fálkaegg hverfi en vonar að eftirlitsmyndavélar við helstu fálkahreiður landsins fæli þjófana frá. Lítið hefur borið á eggjaþjófum hér á landi undanfarin ár og jafnvel áratugi, ekki síst vegna aukinna ráðstafana til að sporna við slíkum þjófnaði. Heimildir fréttastofu herma að hingað til lands hafi nýverið komið tveir menn sem eiga að baki sögu um þjófnað á fálkaeggjum sem vakið hefur áhyggjur um að eggjaþjófnaður sé að færast aftur í aukana. „Við höfum haft áhyggjur af því að það geti verið að það sé verið að stela úr fálkahreiðrum, allavega hér á Norðausturlandi. Við höfum ekki neinar sannanir fyrir því en það hefur verið tekið eftir því að fálkapör á ákveðnum svæðum sem verpa ár eftir ár að þau koma ekki upp ungum og það er ekkert vitað af hverju,” segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Hann segir íslenska fálkann eftirsóttan veiðifálka. „Góðir slíkir fálkar fara á mjög háar upphæðir þannig að það er eftirsókn í þessa fugla . Vissulega eru svona fálkabúgarðar sem rækta fálka upp frá grunni en það er alltaf eftirspurn eftir nýju blóði inn í svona stofna og íslenski fálkinn þykir eftirsóttur þar sem þetta er stærsta fálkategund heims og þykir öflugur við veiðar. Þannig að vissulega eru það peningarnir sem eru íþessu sem fólk er væntanlega að sækjast eftir.” Fálkasetrið fékk heimild frá Umhverfisstofnun árið 2018 til þess að setja upp eftirlitsmyndavélar til að koma í veg fyrir að þjófarnir sæki að fálkanum og spilli varpi hans, þá sérstaklega á Húsavík og annars staðar á Norðausturlandi. Dæmi eru um að ungar hafi komist á legg í fyrsta sinn í áraraðir, eftir að myndavélarnar voru settar upp. Fálkaegg eru þó ekki þau einu sem eru eftirsótt hér, til dæmis hafa smyrilsegg átt undir högg að sækja. „Á ákveðnum stöðum er þetta óvenju algengt,” segir Aðalsteinn. Fuglar Dýr Norðurþing Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Lítið hefur borið á eggjaþjófum hér á landi undanfarin ár og jafnvel áratugi, ekki síst vegna aukinna ráðstafana til að sporna við slíkum þjófnaði. Heimildir fréttastofu herma að hingað til lands hafi nýverið komið tveir menn sem eiga að baki sögu um þjófnað á fálkaeggjum sem vakið hefur áhyggjur um að eggjaþjófnaður sé að færast aftur í aukana. „Við höfum haft áhyggjur af því að það geti verið að það sé verið að stela úr fálkahreiðrum, allavega hér á Norðausturlandi. Við höfum ekki neinar sannanir fyrir því en það hefur verið tekið eftir því að fálkapör á ákveðnum svæðum sem verpa ár eftir ár að þau koma ekki upp ungum og það er ekkert vitað af hverju,” segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Hann segir íslenska fálkann eftirsóttan veiðifálka. „Góðir slíkir fálkar fara á mjög háar upphæðir þannig að það er eftirsókn í þessa fugla . Vissulega eru svona fálkabúgarðar sem rækta fálka upp frá grunni en það er alltaf eftirspurn eftir nýju blóði inn í svona stofna og íslenski fálkinn þykir eftirsóttur þar sem þetta er stærsta fálkategund heims og þykir öflugur við veiðar. Þannig að vissulega eru það peningarnir sem eru íþessu sem fólk er væntanlega að sækjast eftir.” Fálkasetrið fékk heimild frá Umhverfisstofnun árið 2018 til þess að setja upp eftirlitsmyndavélar til að koma í veg fyrir að þjófarnir sæki að fálkanum og spilli varpi hans, þá sérstaklega á Húsavík og annars staðar á Norðausturlandi. Dæmi eru um að ungar hafi komist á legg í fyrsta sinn í áraraðir, eftir að myndavélarnar voru settar upp. Fálkaegg eru þó ekki þau einu sem eru eftirsótt hér, til dæmis hafa smyrilsegg átt undir högg að sækja. „Á ákveðnum stöðum er þetta óvenju algengt,” segir Aðalsteinn.
Fuglar Dýr Norðurþing Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira