Úr króatískum handboltabæ í íslenskan fótboltabæ: Dino í marki ÍA í kvöld eftir að Svenni „pabbi“ breytti ferlinum Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2021 14:31 Dino Hodzic er nú orðinn aðalmarkvörður ÍA en hann kom fyrst til félagsins sumarið 2019. kfia.is Skagamenn tefla fram nýjum markverði í kvöld eftir að fyrirliðinn Árni Snær Ólafsson sleit hásin í leik við FH á fimmtudaginn. Sá heitir Dino Hodzic og er 25 ára Króati sem er hæstánægður með lífið á Akranesi. Dino fær sitt fyrsta tækifæri í Pepsi Max-deildinni í fótbolta þegar ÍA tekur á móti Stjörnunni í kvöld. Hann kom fyrst til Akraness á miðju sumri 2019 og var þá varamarkvörður hjá ÍA, en stóð sig svo afar vel með hinu Akranesfélaginu, Kára, í 2. deild í fyrra áður en hann sneri aftur til ÍA. „Ég kann mjög, mjög vel við Akranes og fólkið hér í bænum. Það er eitthvað einstakt við Akranes, og við fólkið hér með sína persónutöfra og hugarfar. Það er þrælauðvelt að aðlagast þegar fólkið er svona frábært,“ segir Dino sem er sennilega hávaxnasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar en hann telur 2,05 metra. Dino ætlaði ungur að verða handboltamaður, enda frá handboltabænum Metkovic sem séð hefur króatíska landsliðinu fyrir fjölda leikmanna í gegnum árin. Þegar hann sneri sér að fótboltanum ákvað hann að halda áfram að kasta og grípa. Sér um Norðurálsvöll og gefur Jóni Gísla að borða Hann hóf ferilinn með liði í heimabænum, í króatísku þriðju deildinni, en eftir að Dino hafði verið valinn besti markvörður deildarinnar hafði umboðsmaður samband og spurði hvort hann hefði áhuga á að flytja til Danmerkur. Þar var Dino til reynslu hjá Vejle og fékk samning til eins og hálfs árs. Dino var svo lánsmaður hjá Fredericia í dönsku 1. deildinni veturinn 2017-18 áður en hann sneri aftur til Vejle þar sem hann lék með varaliði félagsins. Frá Danmörku fór hann til Mezokovesd í Ungverjalandi, snemma árs 2019, en staldraði þar stutt við. Svo barst símtal frá Íslandi: „Eftir nokkrar vikur fékk ég skilaboð frá Jóa Kalla um hvort ég vildi koma til Akraness og ég samþykkti það auðvitað svo hér er ég,“ segir Dino, sæll og glaður á Skipaskaga. View this post on Instagram A post shared by Dino Hod i (@trideset_jedan) „Ég vinn hér á leikvanginum við að sjá um völlinn; mála, vökva og laga það sem til þarf. Við Binni félagi minn erum saman hérna á hverjum degi þar til að æfingar hefjast síðdegis. Besti vinur minn hér er Jón Gísli [Eyland Gíslason] liðsfélagi minn sem býr einmitt í sömu byggingu og ég, svo við erum mikið saman eftir æfingar,“ segir Dino og bætir því við að hann sé ansi laginn við að elda mat fyrir þá félaga. Ekki ánægður með að koma inn í þessari stöðu Eins og fyrr segir kemur Dino inn í lið ÍA vegna meiðsla Árna Snæs. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki ánægður með að koma inn í þessari stöðu, vegna meiðsla liðsfélaga míns, en ég veit að þetta er mitt tækifæri og svona er fótboltinn. En þetta er ekki eitthvað sem að maður óskar sér. Árni var sennilega í sínu allra besta formi miðað við síðustu leiktíðir, byrjaði tímabilið frábærlega, og hefði örugglega verið maður leiksins gegn FH en svo gerist eitthvað svona. Við erum búnir að æfa af krafti saman í þessum mánuði með Skarphéðni [Magnússyni] markmannsþjálfara, tilbúnir að leggja allt í sölurnar. Við Árni erum vinir og grínumst saman á æfingum eins og menn gera. Það er frábært andrúmsloft í klefanum hjá okkur Skagamönnum og við erum frábær fjölskylda,“ segir Dino. View this post on Instagram A post shared by Dino Hod i (@trideset_jedan) Íhugaði að hætta en Kári breytti ferlinum Dino varði mark Kára í fyrra þegar liðið endaði í 7. sæti í 2. deild. Hann var valinn í leikmannahóp ársins í deildinni af Fótbolta.net: „Kári breytti ferlinum mínum. Eftir að Covid skall á þá var ég hreinlega að hugsa um að hætta í fótbolta. Þá hafði félagi minn úr ÍA, Einar Logi [Einarsson], samband og spurði hvort ég vildi spila með Kára. Ég var í sambandi við tvö félög en eftir að samningur við þau datt upp fyrir ákvað ég að semja við Sveinbjörn [Geir Hlöðversson, formann] og félaga í Kára. Núna eru þeir Einar og Sveinbjörn kærir vinir mínir og við höngum mikið saman, og ég er bara farinn að kalla Svenna „pabba“,“ segir Dino léttur. Hann gat sér orð sem mikill vítabani og mega vítaskyttur Pepsi Max-deildarinnar þá ekki gæta sín? „Ég var ánægður með mína frammistöðu í fyrra og jú, ég varði fjórar vítaspyrnur og tel mig færan á því sviði. Vonandi get ég sýnt það ef til þess kemur í Pepsi Max-deildinni og hjálpað liðinu mínu,“ segir Dino. View this post on Instagram A post shared by Dino Hod i (@trideset_jedan) Leikur ÍA og Stjörnunnar hefst kl. 19.15 og er í beinni útsendingu í vefsjónvarpinu á stod2.is. Liðin eru aðeins með eitt stig hvort eftir fyrstu þrjá leikina og sitja í neðstu sætum deildarinnar: „Mér finnst að við eigum meira skilið eftir þessa þrjá leiki. Við erum með ungt lið, en nokkra reynda leikmenn, frábært þjálfarateymi og sterkt hugarfar. Sigrarnir okkar munu koma og við munum sýna hvað við getum, um það efast ég ekki hið minnsta. Við leggjum allt í sölurnar gegn Stjörnunni eins og í alla aðra leiki,“ segir Dino. Pepsi Max-deild karla ÍA Akranes Tengdar fréttir „Hélt að einhver hefði stigið á hælinn á mér“ Fyrirliði og markvörður ÍA í fótbolta, Árni Snær Ólafsson, spilar ekki meira með liðinu í sumar eftir að hafa slitið hásin í leiknum við FH í Pepsi Max-deildinni í gær. 14. maí 2021 17:02 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfa dundi yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Dino fær sitt fyrsta tækifæri í Pepsi Max-deildinni í fótbolta þegar ÍA tekur á móti Stjörnunni í kvöld. Hann kom fyrst til Akraness á miðju sumri 2019 og var þá varamarkvörður hjá ÍA, en stóð sig svo afar vel með hinu Akranesfélaginu, Kára, í 2. deild í fyrra áður en hann sneri aftur til ÍA. „Ég kann mjög, mjög vel við Akranes og fólkið hér í bænum. Það er eitthvað einstakt við Akranes, og við fólkið hér með sína persónutöfra og hugarfar. Það er þrælauðvelt að aðlagast þegar fólkið er svona frábært,“ segir Dino sem er sennilega hávaxnasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar en hann telur 2,05 metra. Dino ætlaði ungur að verða handboltamaður, enda frá handboltabænum Metkovic sem séð hefur króatíska landsliðinu fyrir fjölda leikmanna í gegnum árin. Þegar hann sneri sér að fótboltanum ákvað hann að halda áfram að kasta og grípa. Sér um Norðurálsvöll og gefur Jóni Gísla að borða Hann hóf ferilinn með liði í heimabænum, í króatísku þriðju deildinni, en eftir að Dino hafði verið valinn besti markvörður deildarinnar hafði umboðsmaður samband og spurði hvort hann hefði áhuga á að flytja til Danmerkur. Þar var Dino til reynslu hjá Vejle og fékk samning til eins og hálfs árs. Dino var svo lánsmaður hjá Fredericia í dönsku 1. deildinni veturinn 2017-18 áður en hann sneri aftur til Vejle þar sem hann lék með varaliði félagsins. Frá Danmörku fór hann til Mezokovesd í Ungverjalandi, snemma árs 2019, en staldraði þar stutt við. Svo barst símtal frá Íslandi: „Eftir nokkrar vikur fékk ég skilaboð frá Jóa Kalla um hvort ég vildi koma til Akraness og ég samþykkti það auðvitað svo hér er ég,“ segir Dino, sæll og glaður á Skipaskaga. View this post on Instagram A post shared by Dino Hod i (@trideset_jedan) „Ég vinn hér á leikvanginum við að sjá um völlinn; mála, vökva og laga það sem til þarf. Við Binni félagi minn erum saman hérna á hverjum degi þar til að æfingar hefjast síðdegis. Besti vinur minn hér er Jón Gísli [Eyland Gíslason] liðsfélagi minn sem býr einmitt í sömu byggingu og ég, svo við erum mikið saman eftir æfingar,“ segir Dino og bætir því við að hann sé ansi laginn við að elda mat fyrir þá félaga. Ekki ánægður með að koma inn í þessari stöðu Eins og fyrr segir kemur Dino inn í lið ÍA vegna meiðsla Árna Snæs. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki ánægður með að koma inn í þessari stöðu, vegna meiðsla liðsfélaga míns, en ég veit að þetta er mitt tækifæri og svona er fótboltinn. En þetta er ekki eitthvað sem að maður óskar sér. Árni var sennilega í sínu allra besta formi miðað við síðustu leiktíðir, byrjaði tímabilið frábærlega, og hefði örugglega verið maður leiksins gegn FH en svo gerist eitthvað svona. Við erum búnir að æfa af krafti saman í þessum mánuði með Skarphéðni [Magnússyni] markmannsþjálfara, tilbúnir að leggja allt í sölurnar. Við Árni erum vinir og grínumst saman á æfingum eins og menn gera. Það er frábært andrúmsloft í klefanum hjá okkur Skagamönnum og við erum frábær fjölskylda,“ segir Dino. View this post on Instagram A post shared by Dino Hod i (@trideset_jedan) Íhugaði að hætta en Kári breytti ferlinum Dino varði mark Kára í fyrra þegar liðið endaði í 7. sæti í 2. deild. Hann var valinn í leikmannahóp ársins í deildinni af Fótbolta.net: „Kári breytti ferlinum mínum. Eftir að Covid skall á þá var ég hreinlega að hugsa um að hætta í fótbolta. Þá hafði félagi minn úr ÍA, Einar Logi [Einarsson], samband og spurði hvort ég vildi spila með Kára. Ég var í sambandi við tvö félög en eftir að samningur við þau datt upp fyrir ákvað ég að semja við Sveinbjörn [Geir Hlöðversson, formann] og félaga í Kára. Núna eru þeir Einar og Sveinbjörn kærir vinir mínir og við höngum mikið saman, og ég er bara farinn að kalla Svenna „pabba“,“ segir Dino léttur. Hann gat sér orð sem mikill vítabani og mega vítaskyttur Pepsi Max-deildarinnar þá ekki gæta sín? „Ég var ánægður með mína frammistöðu í fyrra og jú, ég varði fjórar vítaspyrnur og tel mig færan á því sviði. Vonandi get ég sýnt það ef til þess kemur í Pepsi Max-deildinni og hjálpað liðinu mínu,“ segir Dino. View this post on Instagram A post shared by Dino Hod i (@trideset_jedan) Leikur ÍA og Stjörnunnar hefst kl. 19.15 og er í beinni útsendingu í vefsjónvarpinu á stod2.is. Liðin eru aðeins með eitt stig hvort eftir fyrstu þrjá leikina og sitja í neðstu sætum deildarinnar: „Mér finnst að við eigum meira skilið eftir þessa þrjá leiki. Við erum með ungt lið, en nokkra reynda leikmenn, frábært þjálfarateymi og sterkt hugarfar. Sigrarnir okkar munu koma og við munum sýna hvað við getum, um það efast ég ekki hið minnsta. Við leggjum allt í sölurnar gegn Stjörnunni eins og í alla aðra leiki,“ segir Dino.
Pepsi Max-deild karla ÍA Akranes Tengdar fréttir „Hélt að einhver hefði stigið á hælinn á mér“ Fyrirliði og markvörður ÍA í fótbolta, Árni Snær Ólafsson, spilar ekki meira með liðinu í sumar eftir að hafa slitið hásin í leiknum við FH í Pepsi Max-deildinni í gær. 14. maí 2021 17:02 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfa dundi yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
„Hélt að einhver hefði stigið á hælinn á mér“ Fyrirliði og markvörður ÍA í fótbolta, Árni Snær Ólafsson, spilar ekki meira með liðinu í sumar eftir að hafa slitið hásin í leiknum við FH í Pepsi Max-deildinni í gær. 14. maí 2021 17:02
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfa dundi yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20