Betri byrjun Víkinga í ár en í tveimur síðustu Íslandsmeistaratitlum félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 10:30 Kári Árnason og félagar í Víkingsliðinu eru að byrja Pepsi Max deildina frábærlega í sumar. Vísir/Hulda Margrét Víkingar hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum en það gerðist síðast hjá félaginu fyrir þrjátíu árum síðan. Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar unnu 3-0 sigur á meistarefnum Blika í Víkinni í gærkvöldi og höfðu einnig unnið Keflavík og Stjörnuna í fyrstu umferðunum auk jafnteflis á móti Skagamönnum þar sem Víkingsliðið fékk á sig jöfnunarmark á lokamínútu leiksins. Víkingar sitja í toppsæti Pepsi Max deildar karla með 10 stig en FH, KA og Valur spila öll í kvöld og geta náð þeim að stigum. Sögubækurnar sýna að svona byrjun er allt annað en daglegt brauð í Fossvoginum. Síðustu Íslandsmeistaratitlar Víkinga voru sumurin 1991 og 1982. Á þessum tímabilum byrjuðu Víkingar þó ekki eins vel og þeir hafa gert í ár. Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1991: 4-2 sigur á FH (20. maí) 0-1 tap á móti Val (30. maí) 1-4 tap á móti KR (9. júní) 3-1 sigur á ÍBV (12. júní) [6 stig og 8-8 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1982: 1-1 jafntefli við Fram (16. maí) 1-0 sigur á Keflavík (19. maí) 2-3 tap fyrir ÍBÍ (23. maí) 2-2 jafntefli við ÍBV (29. maí) [4 stig og 6-6 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1981: 2-1 sigur á FH (14. maí) 0-0 jafntefli við Fram (20. maí) 3-2 sigur á Val (31. maí) 3-0 sigur á Þór Ak. (5. júní) [7 stig og 8-3 í markatölu] Víkingar unnu „bara“ tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum 1991 og aðeins einn af fjórum fyrstu þegar Íslandsmeistaratitilinn vannst sumarið 1982. Við þurfum því að fara alla leið aftur til ársins 1981 til að finna aðra eins byrjun hjá Víkingum í efstu deild og þá hafði félagið aðsetur í Hæðargarðinum en ekki niðri í Vík. Víkingar voru nefnilega líka taplausir og með þrjár sigra eftir fjóra fyrstu leiki sína sumarið 1981. Markatala liðsins var þá 8-3. Markatala Víkinga í sumar er sú sama. Víkingar enduðu á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn um haustið 1981 sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í 57 ár eða síðan 1924. Þetta er líka stigamet hjá Víkingsliðinu í fyrstu fjórum leikjunum. Þeir fengu aðeins sjö stig í fyrstu fjórum leikjunum sumarið 1981 því þá var ekki búið að taka upp þriggja stiga regluna. Flest stig Víkinga eftir fjóra leiki í nútímafótbolta (1977-2021): 10 stig - 2021 7 stig (9*) - 1981 7 stig - 2007 6 stig - 2015 6 stig - 2006 6 stig - 1992 6 stig - 1991 6 stig - 1984 * Hefðu verið með 9 stig í þriggja stiga reglu Flestir sigurleikir Víkinga í fyrstu fjórum leikjunum í nútímafótbolta (1977-2021): 3 sigurleikir - 2021 3 - 1981 2 - 2007 2 - 2006 2 - 1992 2 - 1991 Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar unnu 3-0 sigur á meistarefnum Blika í Víkinni í gærkvöldi og höfðu einnig unnið Keflavík og Stjörnuna í fyrstu umferðunum auk jafnteflis á móti Skagamönnum þar sem Víkingsliðið fékk á sig jöfnunarmark á lokamínútu leiksins. Víkingar sitja í toppsæti Pepsi Max deildar karla með 10 stig en FH, KA og Valur spila öll í kvöld og geta náð þeim að stigum. Sögubækurnar sýna að svona byrjun er allt annað en daglegt brauð í Fossvoginum. Síðustu Íslandsmeistaratitlar Víkinga voru sumurin 1991 og 1982. Á þessum tímabilum byrjuðu Víkingar þó ekki eins vel og þeir hafa gert í ár. Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1991: 4-2 sigur á FH (20. maí) 0-1 tap á móti Val (30. maí) 1-4 tap á móti KR (9. júní) 3-1 sigur á ÍBV (12. júní) [6 stig og 8-8 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1982: 1-1 jafntefli við Fram (16. maí) 1-0 sigur á Keflavík (19. maí) 2-3 tap fyrir ÍBÍ (23. maí) 2-2 jafntefli við ÍBV (29. maí) [4 stig og 6-6 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1981: 2-1 sigur á FH (14. maí) 0-0 jafntefli við Fram (20. maí) 3-2 sigur á Val (31. maí) 3-0 sigur á Þór Ak. (5. júní) [7 stig og 8-3 í markatölu] Víkingar unnu „bara“ tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum 1991 og aðeins einn af fjórum fyrstu þegar Íslandsmeistaratitilinn vannst sumarið 1982. Við þurfum því að fara alla leið aftur til ársins 1981 til að finna aðra eins byrjun hjá Víkingum í efstu deild og þá hafði félagið aðsetur í Hæðargarðinum en ekki niðri í Vík. Víkingar voru nefnilega líka taplausir og með þrjár sigra eftir fjóra fyrstu leiki sína sumarið 1981. Markatala liðsins var þá 8-3. Markatala Víkinga í sumar er sú sama. Víkingar enduðu á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn um haustið 1981 sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í 57 ár eða síðan 1924. Þetta er líka stigamet hjá Víkingsliðinu í fyrstu fjórum leikjunum. Þeir fengu aðeins sjö stig í fyrstu fjórum leikjunum sumarið 1981 því þá var ekki búið að taka upp þriggja stiga regluna. Flest stig Víkinga eftir fjóra leiki í nútímafótbolta (1977-2021): 10 stig - 2021 7 stig (9*) - 1981 7 stig - 2007 6 stig - 2015 6 stig - 2006 6 stig - 1992 6 stig - 1991 6 stig - 1984 * Hefðu verið með 9 stig í þriggja stiga reglu Flestir sigurleikir Víkinga í fyrstu fjórum leikjunum í nútímafótbolta (1977-2021): 3 sigurleikir - 2021 3 - 1981 2 - 2007 2 - 2006 2 - 1992 2 - 1991
Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1991: 4-2 sigur á FH (20. maí) 0-1 tap á móti Val (30. maí) 1-4 tap á móti KR (9. júní) 3-1 sigur á ÍBV (12. júní) [6 stig og 8-8 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1982: 1-1 jafntefli við Fram (16. maí) 1-0 sigur á Keflavík (19. maí) 2-3 tap fyrir ÍBÍ (23. maí) 2-2 jafntefli við ÍBV (29. maí) [4 stig og 6-6 í markatölu] Byrjun Víkinga á Íslandsmeistarasumrinu 1981: 2-1 sigur á FH (14. maí) 0-0 jafntefli við Fram (20. maí) 3-2 sigur á Val (31. maí) 3-0 sigur á Þór Ak. (5. júní) [7 stig og 8-3 í markatölu]
Flest stig Víkinga eftir fjóra leiki í nútímafótbolta (1977-2021): 10 stig - 2021 7 stig (9*) - 1981 7 stig - 2007 6 stig - 2015 6 stig - 2006 6 stig - 1992 6 stig - 1991 6 stig - 1984 * Hefðu verið með 9 stig í þriggja stiga reglu Flestir sigurleikir Víkinga í fyrstu fjórum leikjunum í nútímafótbolta (1977-2021): 3 sigurleikir - 2021 3 - 1981 2 - 2007 2 - 2006 2 - 1992 2 - 1991
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira