Í Álaborg eru samgöngur fyrir alla Þórarinn Hjaltason skrifar 17. maí 2021 08:01 Samgönguyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu halda því fram að óhjákvæmilegt sé að byggja Borgarlínu til þess að bregðast við fjölgun íbúa og þar með fjölgun einkabíla, m.a. vegna þess að reynslan erlendis sýni að breikkun vega og nýir vegir geri ekkert annað en auka bílaumferð. Um sé að ræða svokallaða aukna ferðamyndun sem hefur einnig verið nefnd framboðsstýrð eftirspurn (e. Induced Demand). Þess vegna þurfi hágæða almenningssamgöngur til að bjarga málum og ekki dugi neitt minna en 58 km hraðvagnakerfi (Bus Rapid Transit, BRT) með gullstandard (BRT-Gold) til þess að hér verði ekki enn meira umferðaröngþveiti. Jafnframt er því haldið á lofti að borgarsvæði af svipaðri stærð séu yfirleitt annað hvort komin með hágæða almenningssamgöngur eða með þær á stefnuskrá og nánast hættar að breikka vegi eða leggja nýja vegi. Þegar málin eru skoðuð nánar stendur ekki steinn yfir steini í þessum áróðri. Framboðsstýrð eftirspurn er aðallega vandamál í milljónaborgum með mun meira umferðaröngþveiti en hér. Á höfuðborgarsvæðinu eru umferðartafir þó óeðlilega miklar miðað við borgarsvæði af svipaðri stærð, einfaldlega vegna þess að frá aldamótum hefur uppbygging þjóðvegakerfisins ekki fylgt mikilli umferðaraukningu. Það er fjarri sanni að borgarsvæði af svipaðri stærð séu yfirleitt með BRT sambærilegt við Borgarlínu eða léttlestir (Light Rail Transit, LRT) á dagskrá og láti vegagerð mæta afgangi. Það gildir sérstaklega um BNA og Kanada, en einnig að töluverðu leyti um evrópsk borgarsvæði af þessari stærð. Á heimasíðu Borgarlínunnar má finna kynningarglærur, þar sem m.a. er listi yfir borgir sem sagt er að séu af svipaðri stærð og höfuðborgarsvæðið og með hágæða almenningssamgöngur á dagskrá. Í meirihluta tilvika er aðeins greint frá íbúafjölda viðkomandi borgar. Grófasta dæmið er Albany, höfuðborg New York ríkis, með um 100 þúsund íbúa. Íbúafjöldi Albanysvæðisins er um ein milljón! Nálægt helmingur borgarsvæðanna er ekki með BRT eða LRT á dagskrá. Eitt af borgarsvæðunum á listanum er Álaborgarsvæðið í Danmörku og er íbúafjöldi Álaborgar sagður vera 120.000. Íbúafjöldi Álaborgar er í raun um 219.000 og því er það sambærilegt við höfuðborgarsvæðið. Meginbyggðin, Ålborg by, telur um 119.000 íbúa, skv. Wikipedia: Í aðalskipulagi Álaborgar er eitt af markmiðum að gera meira aðlaðandi að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur til þess að umferð einkabíla verði minni en ella. Hjá samgönguyfirvöldum Álaborgar er hins vegar ekki á dagskrá að þrengja að einkabílnum til þess að ná markmiði um breyttar ferðavenjur. Þvert á móti er áætlað að útvíkka mótorvegakerfið í Álaborg með því að leggja um 20 km langan mótorveg, sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörðinn, sbr. þessa frétt. Mótorvegurinn verður lagður við vesturjaðar meginbyggðar Álaborgar. Framkvæmdir munu hefjast árið 2024. Áætlaður kostnaður er 6,6 milljarðar DK, eða um 120 milljarðar ISK. Markmiðið er að létta á núverandi vegtengingum, þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum, og minnka gegnumakstur um miðborgina. Framkvæmdir eru hafnar við hraðvagnaleið (Plusbus), 12 km langa leið þvert í gegnum borgina frá vestri til austurs. Áætlaður stofnkostnaður er um 500 milljón DKR, eða 10 milljarðar ISK, og áætluð verklok 2023. Jafnframt hefur verið samþykkt að skoða tæknilegar og fjárhagslegar forsendur fyrir hraðvagnaleið milli suður- og norðurhluta borgarinnar, +Bus 2. Borgaryfirvöld Álaborgar telja að Plusbus sé hágæða almenningssamgöngur og flokka sem BRT. Leiðin stenst væntanlega gæðakröfur Vejdirektoratet (danska Vegagerðin) um BRT, en til þess að fá vottun ITDP (Institute for Transportation and Development Policy) um að hraðvagnaleið sé BRT eru gerðar ítarlegar kröfur. ITDP flokkar gæði hraðvagnaleiða í BRT-Gold, BRT-Silver, BRT-Bronze og BRT-Basic. Það er mat greinarhöfundar að þessi fyrsta Plusbusleið muni varla ná háu mati hjá ITDP og verði BRT-Lite. Fyrir áhugasama má sjá deiliskipulag fyrir leiðina hér: Lokalplan 1-1-134 BRT-tracé, Aalborg, med miljørapport (plandata.dk) Við hjá Áhugafólki um samgöngur fyrir alla (sjá vefsíðu ÁS www.samgongurfyriralla.com) leggjum til BRT-Lite, eða það sem við köllum létta Borgarlínu sem verði hágæða almenningssamgöngur líkt og við teljum Álaborg stefna að. Þessi leið komi í stað þungu Borgarlínunnar sem áætlað er að uppfylli gullstaðal (BRT-Gold) ITDP og er margfalt dýrari. Að öllu samanlögðu er deginum ljósara að borgaryfirvöld í Álaborg stefna að betri samgöngum fyrir alla ferðamáta. Þar er ekki á stefnuskrá að fjölga sem mest farþegum í almenningssamgöngum með því að setja sem minnst fjármagn í uppbyggingu vega og auka þannig verulega umferðartafir með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Borgarlína Þórarinn Hjaltason Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Samgönguyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu halda því fram að óhjákvæmilegt sé að byggja Borgarlínu til þess að bregðast við fjölgun íbúa og þar með fjölgun einkabíla, m.a. vegna þess að reynslan erlendis sýni að breikkun vega og nýir vegir geri ekkert annað en auka bílaumferð. Um sé að ræða svokallaða aukna ferðamyndun sem hefur einnig verið nefnd framboðsstýrð eftirspurn (e. Induced Demand). Þess vegna þurfi hágæða almenningssamgöngur til að bjarga málum og ekki dugi neitt minna en 58 km hraðvagnakerfi (Bus Rapid Transit, BRT) með gullstandard (BRT-Gold) til þess að hér verði ekki enn meira umferðaröngþveiti. Jafnframt er því haldið á lofti að borgarsvæði af svipaðri stærð séu yfirleitt annað hvort komin með hágæða almenningssamgöngur eða með þær á stefnuskrá og nánast hættar að breikka vegi eða leggja nýja vegi. Þegar málin eru skoðuð nánar stendur ekki steinn yfir steini í þessum áróðri. Framboðsstýrð eftirspurn er aðallega vandamál í milljónaborgum með mun meira umferðaröngþveiti en hér. Á höfuðborgarsvæðinu eru umferðartafir þó óeðlilega miklar miðað við borgarsvæði af svipaðri stærð, einfaldlega vegna þess að frá aldamótum hefur uppbygging þjóðvegakerfisins ekki fylgt mikilli umferðaraukningu. Það er fjarri sanni að borgarsvæði af svipaðri stærð séu yfirleitt með BRT sambærilegt við Borgarlínu eða léttlestir (Light Rail Transit, LRT) á dagskrá og láti vegagerð mæta afgangi. Það gildir sérstaklega um BNA og Kanada, en einnig að töluverðu leyti um evrópsk borgarsvæði af þessari stærð. Á heimasíðu Borgarlínunnar má finna kynningarglærur, þar sem m.a. er listi yfir borgir sem sagt er að séu af svipaðri stærð og höfuðborgarsvæðið og með hágæða almenningssamgöngur á dagskrá. Í meirihluta tilvika er aðeins greint frá íbúafjölda viðkomandi borgar. Grófasta dæmið er Albany, höfuðborg New York ríkis, með um 100 þúsund íbúa. Íbúafjöldi Albanysvæðisins er um ein milljón! Nálægt helmingur borgarsvæðanna er ekki með BRT eða LRT á dagskrá. Eitt af borgarsvæðunum á listanum er Álaborgarsvæðið í Danmörku og er íbúafjöldi Álaborgar sagður vera 120.000. Íbúafjöldi Álaborgar er í raun um 219.000 og því er það sambærilegt við höfuðborgarsvæðið. Meginbyggðin, Ålborg by, telur um 119.000 íbúa, skv. Wikipedia: Í aðalskipulagi Álaborgar er eitt af markmiðum að gera meira aðlaðandi að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur til þess að umferð einkabíla verði minni en ella. Hjá samgönguyfirvöldum Álaborgar er hins vegar ekki á dagskrá að þrengja að einkabílnum til þess að ná markmiði um breyttar ferðavenjur. Þvert á móti er áætlað að útvíkka mótorvegakerfið í Álaborg með því að leggja um 20 km langan mótorveg, sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörðinn, sbr. þessa frétt. Mótorvegurinn verður lagður við vesturjaðar meginbyggðar Álaborgar. Framkvæmdir munu hefjast árið 2024. Áætlaður kostnaður er 6,6 milljarðar DK, eða um 120 milljarðar ISK. Markmiðið er að létta á núverandi vegtengingum, þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum, og minnka gegnumakstur um miðborgina. Framkvæmdir eru hafnar við hraðvagnaleið (Plusbus), 12 km langa leið þvert í gegnum borgina frá vestri til austurs. Áætlaður stofnkostnaður er um 500 milljón DKR, eða 10 milljarðar ISK, og áætluð verklok 2023. Jafnframt hefur verið samþykkt að skoða tæknilegar og fjárhagslegar forsendur fyrir hraðvagnaleið milli suður- og norðurhluta borgarinnar, +Bus 2. Borgaryfirvöld Álaborgar telja að Plusbus sé hágæða almenningssamgöngur og flokka sem BRT. Leiðin stenst væntanlega gæðakröfur Vejdirektoratet (danska Vegagerðin) um BRT, en til þess að fá vottun ITDP (Institute for Transportation and Development Policy) um að hraðvagnaleið sé BRT eru gerðar ítarlegar kröfur. ITDP flokkar gæði hraðvagnaleiða í BRT-Gold, BRT-Silver, BRT-Bronze og BRT-Basic. Það er mat greinarhöfundar að þessi fyrsta Plusbusleið muni varla ná háu mati hjá ITDP og verði BRT-Lite. Fyrir áhugasama má sjá deiliskipulag fyrir leiðina hér: Lokalplan 1-1-134 BRT-tracé, Aalborg, med miljørapport (plandata.dk) Við hjá Áhugafólki um samgöngur fyrir alla (sjá vefsíðu ÁS www.samgongurfyriralla.com) leggjum til BRT-Lite, eða það sem við köllum létta Borgarlínu sem verði hágæða almenningssamgöngur líkt og við teljum Álaborg stefna að. Þessi leið komi í stað þungu Borgarlínunnar sem áætlað er að uppfylli gullstaðal (BRT-Gold) ITDP og er margfalt dýrari. Að öllu samanlögðu er deginum ljósara að borgaryfirvöld í Álaborg stefna að betri samgöngum fyrir alla ferðamáta. Þar er ekki á stefnuskrá að fjölga sem mest farþegum í almenningssamgöngum með því að setja sem minnst fjármagn í uppbyggingu vega og auka þannig verulega umferðartafir með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Höfundur er samgönguverkfræðingur.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun