Það er í góðu lagi, annars væri það bannað Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. maí 2021 07:30 Ég hef löngum velt fyrir mér að byrja vera ofboðslega dónalegur við alla sem ég hitti. Láta fólk heyra það ef það þvælist fyrir mér eða bara ef ég get fundið einhvern höggstað á því. Jafnvel að fara sjálfur að halda fram hjá og hvetja aðra til þess. Það er nefnilega allt í lagi að gera alla hluti sem eru ekki ólöglegir, við vitum það öll. Allt sem ríkið setur ekki sektir og refsingar á er það beinlínis að mæla með og gúddera. Mörgum þykir þetta kannski óeðlileg nálgun, en hún er þó í fullu samræmi við orð Diljár Mistar í nýlegum pistli. Þar bendir hún nefnilega á það að ef ríkið hættir að refsa fyrir vörslu neysluskammta vímuefna þá sé ríkið að senda þau skilaboð að neysla allra þeirra vímuefna sé í lagi. Ég held að Diljá þurfi að hafa hraðar hendur áður en ungdómur þessa lands áttar sig á að það er ekkert sem bannar þeim að skutla sér fram af svölum háhýsa. Það væri bannað ef það væri ekki í lagi og normal að gera. Svo það er vissara að fara sekta fyrir slíkt áður en við missum heilu árgangana. Nei það er mikill misskilningur að halda það að refsingar séu að fara leysa nokkurn vanda sem kann að fylgja neyslu ólöglegra vímuefna. Tilgangur slíkra refsinga er líka svo öfugsnúinn. Hann refsar eingöngu þeim sem er í besta falli að njóta lífsins á þann hátt sem hann kýs og í versta falli að skaða sjálfan sig. Það er gerólíkt öðrum brotum þar sem viðkomandi brýtur á öðrum. Refsing fyrir vörslu neysluskammta vímuefna þjónar aðeins þeim tilgangi að auka á neyð þeirra sem eru háðir vímuefnum og að draga úr ákvörðunarrétti fullorðins fólks yfir eigin lífi (sem er kaldhæðnislegt komandi frá Sjálfstæðisflokknum). Fyrir utan hvað það er vita gagnslaust að refsa fyrir vörslu slíkra efna, annars værum við búin að ná tökum á neyslunni en ekki að sjá stigmögnun neyslu yfir áratugalangt skeið samhliða bannstefnunni. Við viljum öll þeim sem eiga við fíknivanda vel og við viljum forða öðrum frá að þróa með sér fíknivanda. En það er ekki nóg að vilja vel heldur þurfum við að vera raunsæ. Við þurfum af skaðaminnkunar, persónufrelsis og efnahagslegum ástæðum að hverfa frá bannstefnunni. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Fíkn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég hef löngum velt fyrir mér að byrja vera ofboðslega dónalegur við alla sem ég hitti. Láta fólk heyra það ef það þvælist fyrir mér eða bara ef ég get fundið einhvern höggstað á því. Jafnvel að fara sjálfur að halda fram hjá og hvetja aðra til þess. Það er nefnilega allt í lagi að gera alla hluti sem eru ekki ólöglegir, við vitum það öll. Allt sem ríkið setur ekki sektir og refsingar á er það beinlínis að mæla með og gúddera. Mörgum þykir þetta kannski óeðlileg nálgun, en hún er þó í fullu samræmi við orð Diljár Mistar í nýlegum pistli. Þar bendir hún nefnilega á það að ef ríkið hættir að refsa fyrir vörslu neysluskammta vímuefna þá sé ríkið að senda þau skilaboð að neysla allra þeirra vímuefna sé í lagi. Ég held að Diljá þurfi að hafa hraðar hendur áður en ungdómur þessa lands áttar sig á að það er ekkert sem bannar þeim að skutla sér fram af svölum háhýsa. Það væri bannað ef það væri ekki í lagi og normal að gera. Svo það er vissara að fara sekta fyrir slíkt áður en við missum heilu árgangana. Nei það er mikill misskilningur að halda það að refsingar séu að fara leysa nokkurn vanda sem kann að fylgja neyslu ólöglegra vímuefna. Tilgangur slíkra refsinga er líka svo öfugsnúinn. Hann refsar eingöngu þeim sem er í besta falli að njóta lífsins á þann hátt sem hann kýs og í versta falli að skaða sjálfan sig. Það er gerólíkt öðrum brotum þar sem viðkomandi brýtur á öðrum. Refsing fyrir vörslu neysluskammta vímuefna þjónar aðeins þeim tilgangi að auka á neyð þeirra sem eru háðir vímuefnum og að draga úr ákvörðunarrétti fullorðins fólks yfir eigin lífi (sem er kaldhæðnislegt komandi frá Sjálfstæðisflokknum). Fyrir utan hvað það er vita gagnslaust að refsa fyrir vörslu slíkra efna, annars værum við búin að ná tökum á neyslunni en ekki að sjá stigmögnun neyslu yfir áratugalangt skeið samhliða bannstefnunni. Við viljum öll þeim sem eiga við fíknivanda vel og við viljum forða öðrum frá að þróa með sér fíknivanda. En það er ekki nóg að vilja vel heldur þurfum við að vera raunsæ. Við þurfum af skaðaminnkunar, persónufrelsis og efnahagslegum ástæðum að hverfa frá bannstefnunni. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar