Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2021 08:38 Í heildina hafa rúmlega 270 þúsund manns dáið vegna Covid-19 á Indlandi, svo vitað sé, og tæplega 25 milljónir hafa smitast. AP/Anupam Nath Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. Í heildina hafa rúmlega 270 þúsund manns dáið vegna Covid-19 á Indlandi, svo vitað sé, og tæplega 25 milljónir hafa smitast. Á síðastliðinni viku hefur smituðum fjölgað um rúmar tvær milljónir og dauðsföllum um nærri því 28 þúsund. Sérfræðingar segja tölurnar líklegast vera mun hærri í rauninni. Reuters fréttaveitan segir að tilfellum hafi farið fækkandi víða á Indlandi samhliða hertum sóttvarnaraðgerðum. Þeim hafi þó fjölgað á nokkrum strjálbýlum svæðum og vegna þess hafi Narendra Modi, forsætisráðherra, kallað eftir því í gær að aukin áhersla yrði lögð á þau svæði. Í frétt Times of India segir að öndunarvélar víðsvegar um landið séu ekki notaðar vegna skorts á þjálfun og nauðsynlegum varahlutum. Þá hafi embættismenn sagt öndunarvélar í boði en hvergi sé pláss fyrir þær. Læknar hafi þar að auki sagst hræddir við að nota öndunarvélar af ótta við að þær bili og ógni þannig lífi sjúklinga. Rannsókn miðilsins leiddi í ljóst að einung 83 af 320 öndunarvélum sem bárust til þriggja sjúkrahúsa í Punjab væru í notkun. Í öðru héraði sé nærri því helmingur 109 öndunarvéla ekki í notkun og tuttugu prósent í öðru. Í Rajssthan eru einungis 500 af 1.900 öndunarvélum í notkun. Haft er eftir heilbrigðisráðherra héraðsins að læknar óttist bilanir. Um þrjú hundruð öndunarvélanna hafi bilað í notkun. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Í heildina hafa rúmlega 270 þúsund manns dáið vegna Covid-19 á Indlandi, svo vitað sé, og tæplega 25 milljónir hafa smitast. Á síðastliðinni viku hefur smituðum fjölgað um rúmar tvær milljónir og dauðsföllum um nærri því 28 þúsund. Sérfræðingar segja tölurnar líklegast vera mun hærri í rauninni. Reuters fréttaveitan segir að tilfellum hafi farið fækkandi víða á Indlandi samhliða hertum sóttvarnaraðgerðum. Þeim hafi þó fjölgað á nokkrum strjálbýlum svæðum og vegna þess hafi Narendra Modi, forsætisráðherra, kallað eftir því í gær að aukin áhersla yrði lögð á þau svæði. Í frétt Times of India segir að öndunarvélar víðsvegar um landið séu ekki notaðar vegna skorts á þjálfun og nauðsynlegum varahlutum. Þá hafi embættismenn sagt öndunarvélar í boði en hvergi sé pláss fyrir þær. Læknar hafi þar að auki sagst hræddir við að nota öndunarvélar af ótta við að þær bili og ógni þannig lífi sjúklinga. Rannsókn miðilsins leiddi í ljóst að einung 83 af 320 öndunarvélum sem bárust til þriggja sjúkrahúsa í Punjab væru í notkun. Í öðru héraði sé nærri því helmingur 109 öndunarvéla ekki í notkun og tuttugu prósent í öðru. Í Rajssthan eru einungis 500 af 1.900 öndunarvélum í notkun. Haft er eftir heilbrigðisráðherra héraðsins að læknar óttist bilanir. Um þrjú hundruð öndunarvélanna hafi bilað í notkun.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira