Leggja fram 57 tillögur í norðurslóðamálum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2021 22:31 Boðað var til blaðamannafundar í dag þar sem skýrslan var kynnt. Utanríkisráðuneytið Umfangsmikil skýrsla með fimmtíu og sjö tillögum um efnahagstækifæri á norðurslóðum var kynnt og afhent utanríkisráðherra í dag. Hann segir Ísland í lykilstöðu sem norðurslóðaríki og því þurfi að huga vel að því hvernig hægt sé að nýta sérstöðu landsins sem best. Tillögurnar eru í tíu köflum og kveða meðal annars á um nýjan loftferðasamning milli Íslands og Grænlands, uppfærðan loftferðasamning milli Íslands og Kína og að viðræðum verði haldið áfram um yfirflugsheimild yfir Rússland, auk þess sem beinu reglulegu flugi verði komið á til Rússlands og Kína, svo dæmi séu tekin. Þá verði Ísland samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða og að farið verði í uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og í heilbrigðiskerfinu. „Það sem ég er að vonast til að sé að gerast og ég finn að er að gerast, er að ég finn að áhugi okkar allra er að aukast á þessu og þeir aðilar sem þurfa að málum að koma eru farnir að líta meira á það að við erum norðurslóðaþjóð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór skipaði starfshópinn í október 2019. Verkefnið var að greina heildstætt þann efnahagsuppgang sem fyrirséð er að verði á norðurslóðum og meta á þeim grundvelli hvernig best verði staðið að vörslu og eflingu íslenskra hagsmuna á svæðinu. „Ástæðan fyrir því að ég setti þessa hópa af stað er sú að orð eru til alls fyrst og við þurfum að fara að fara, og við höfum unnið að því, að búa okkur undir framtíðina. Loftslagsbreytingar hafa hlutfallslega meiri áhrif á norðurslóðum en annars staðar og það er eitthvað sem við þurfum að vera mjög meðvituð um.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt Árna Sigfússyni formanni starfshópsins, Sigþrúði Ármann, fulltrúa í starfshópnum (t.h.), og Nínu Björk Jónsdóttur, starfsmanni hópsins (t.v.)Utanríkisráðuneytið Árni Sigfússon, formaður starfshópsins, tekur undir það a bregðast þurfi við þeim breytingum sem séu að eiga sér stað. „Með hlýnun jarðar þá er heimsmyndin að færast norðar. Við erum að sjá fiskistofnana færast norðar, við erum að sjá opnast ný tækifæri, nýja auðlindastrauma í kringum Grænland, við erum að sjá jafnvel nýjar samgönguleiðir inn á norðurslóðir. Við erum við hlið þessara breytinga,” segir hann. „Við þurfum að byggja upp okkar áætlun, okkar stefnu, okkar aðgerðaáætlun til þess að mæta þessu en ekki síður hafa áhrif á það að við erum að vernda hér hreinleikann, tærleikann og sjálfbærnina.“ Utanríkisráðherra segir áhuga umheimsins stöðugt að aukast og slík tækifæri þurfi að nýta. „Áherslur okkar eru þær að við erum norðurskautsþjóð og við þurfum að taka það hlutverk alvarlega. Bæði þegar kemur að áskorunum en síðan eru líka ákveðin tækifæri, viðskiptatækifæri sem er verið að draga hér upp,“ segir Guðlaugur. Skýrsluna má nálgast hér. Norðurslóðir Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Tillögurnar eru í tíu köflum og kveða meðal annars á um nýjan loftferðasamning milli Íslands og Grænlands, uppfærðan loftferðasamning milli Íslands og Kína og að viðræðum verði haldið áfram um yfirflugsheimild yfir Rússland, auk þess sem beinu reglulegu flugi verði komið á til Rússlands og Kína, svo dæmi séu tekin. Þá verði Ísland samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða og að farið verði í uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og í heilbrigðiskerfinu. „Það sem ég er að vonast til að sé að gerast og ég finn að er að gerast, er að ég finn að áhugi okkar allra er að aukast á þessu og þeir aðilar sem þurfa að málum að koma eru farnir að líta meira á það að við erum norðurslóðaþjóð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór skipaði starfshópinn í október 2019. Verkefnið var að greina heildstætt þann efnahagsuppgang sem fyrirséð er að verði á norðurslóðum og meta á þeim grundvelli hvernig best verði staðið að vörslu og eflingu íslenskra hagsmuna á svæðinu. „Ástæðan fyrir því að ég setti þessa hópa af stað er sú að orð eru til alls fyrst og við þurfum að fara að fara, og við höfum unnið að því, að búa okkur undir framtíðina. Loftslagsbreytingar hafa hlutfallslega meiri áhrif á norðurslóðum en annars staðar og það er eitthvað sem við þurfum að vera mjög meðvituð um.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt Árna Sigfússyni formanni starfshópsins, Sigþrúði Ármann, fulltrúa í starfshópnum (t.h.), og Nínu Björk Jónsdóttur, starfsmanni hópsins (t.v.)Utanríkisráðuneytið Árni Sigfússon, formaður starfshópsins, tekur undir það a bregðast þurfi við þeim breytingum sem séu að eiga sér stað. „Með hlýnun jarðar þá er heimsmyndin að færast norðar. Við erum að sjá fiskistofnana færast norðar, við erum að sjá opnast ný tækifæri, nýja auðlindastrauma í kringum Grænland, við erum að sjá jafnvel nýjar samgönguleiðir inn á norðurslóðir. Við erum við hlið þessara breytinga,” segir hann. „Við þurfum að byggja upp okkar áætlun, okkar stefnu, okkar aðgerðaáætlun til þess að mæta þessu en ekki síður hafa áhrif á það að við erum að vernda hér hreinleikann, tærleikann og sjálfbærnina.“ Utanríkisráðherra segir áhuga umheimsins stöðugt að aukast og slík tækifæri þurfi að nýta. „Áherslur okkar eru þær að við erum norðurskautsþjóð og við þurfum að taka það hlutverk alvarlega. Bæði þegar kemur að áskorunum en síðan eru líka ákveðin tækifæri, viðskiptatækifæri sem er verið að draga hér upp,“ segir Guðlaugur. Skýrsluna má nálgast hér.
Norðurslóðir Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira