Minnisblað væntanlegt: Mun meiri áhugi á landinu nú en við gerðum ráð fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. maí 2021 12:07 Frá upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Sóttvarnarlæknir segir að mun fleiri komi nú til landsins en gert hafi verið ráð fyrir. Hann skilar heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum á næstunni. Best væri ef hægt væri að taka á móti öllum án þess að slaka á sóttvarnarkröfum. Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og voru báðir í sóttkví. Annað smitið kom upp á Sauðárkróki og eru nú14 manns í einangrun í Skagafirði . Samkvæmt flugáætlun Isavía er von á á 18 farþegavélum á Keflavíkurflugvöll um helgina sem er meira en síðustu helgi þegar met var slegið á þessu ári. Þá er Ísland nú aftur skilgreint sem grænt á korti á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Þórólfur Guðnason segist ætla að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum á næstunni. „Ég held að áhugi á landinu sé að gerast miklu fyrr en við gerðum ráð fyrir. Það var ekki gert ráð fyrir þessu fyrr en í júní júlí,“ segir Þórólfur. Eitt af því sem Þórólfur hefur bent á er að leitað verði til Íslenskrar erfðagreiningar vegna skimunar á landamærum. „Það er verið að skoða útfærslu á þessu. Best er að reyna að taka á móti öllum þessum farþegum án þess að slaka á sóttvarnarkröfum,“ segir hann. Norska ríkisstjórnin ákvað í gær að hætta skuli alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 í Noregi og hefur það verið fjarlægt úr bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Þórólfur segir að það hafi ekki áhrif á bólusetningaráform hér á landi. „Þeir eru með ansi marga sem veiktust alvarlega og það litar þeirra ákvörðun. En það eru langflestar þjóðir í Evrópu sem nota enn þá bóluefnið. Við höfum farið mjög varlega nú síðast fengu karlar á fertugsaldri bóluefnið. Við erum að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þegar Bandaríkin opnast fyrir ferðamönnum frá Schengen sé ekki sé víst að fólk bólusett með bóluefni AstraZeneca fái að ferðast þangað. Aðspurður um hvort fólk sem þarf nauðsynlega að fara til Bandaríkjanna og hefur verið bólusett með AstraZeneca hér á landi gæti fengið annað bóluefni ef þessi ákvörðun stendur þegar opnað verður þar segir Þórólfur. „Nei, við erum að bólusetja hér með bóluefnum sem eru samþykkt í Evrópu. Það að Bandaríkjamenn samþykki ekki bólusetningarvottorð bóluefna er erfitt fyrir okkur að ráða við. Við getum ekki breytt út af okkar áætlunum varðandi það. Það væri vonlaust. Það er nógu erfitt fyrir með þessa mismunandi aldurskiptingu og mismunandi magn og flokka bóluefna að taka það inn í líka,“. Þórólfur segir stöðuna nú vekja bjartsýni. „Nú er bara að tryggja það að við fáum ekki smit inn frá landamærunum. Sérstaklega þegar við erum að aflétta aðgerðum hér innanlands,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur orðið grænt Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit. 14. maí 2021 10:16 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og voru báðir í sóttkví. Annað smitið kom upp á Sauðárkróki og eru nú14 manns í einangrun í Skagafirði . Samkvæmt flugáætlun Isavía er von á á 18 farþegavélum á Keflavíkurflugvöll um helgina sem er meira en síðustu helgi þegar met var slegið á þessu ári. Þá er Ísland nú aftur skilgreint sem grænt á korti á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Þórólfur Guðnason segist ætla að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum á næstunni. „Ég held að áhugi á landinu sé að gerast miklu fyrr en við gerðum ráð fyrir. Það var ekki gert ráð fyrir þessu fyrr en í júní júlí,“ segir Þórólfur. Eitt af því sem Þórólfur hefur bent á er að leitað verði til Íslenskrar erfðagreiningar vegna skimunar á landamærum. „Það er verið að skoða útfærslu á þessu. Best er að reyna að taka á móti öllum þessum farþegum án þess að slaka á sóttvarnarkröfum,“ segir hann. Norska ríkisstjórnin ákvað í gær að hætta skuli alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 í Noregi og hefur það verið fjarlægt úr bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Þórólfur segir að það hafi ekki áhrif á bólusetningaráform hér á landi. „Þeir eru með ansi marga sem veiktust alvarlega og það litar þeirra ákvörðun. En það eru langflestar þjóðir í Evrópu sem nota enn þá bóluefnið. Við höfum farið mjög varlega nú síðast fengu karlar á fertugsaldri bóluefnið. Við erum að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þegar Bandaríkin opnast fyrir ferðamönnum frá Schengen sé ekki sé víst að fólk bólusett með bóluefni AstraZeneca fái að ferðast þangað. Aðspurður um hvort fólk sem þarf nauðsynlega að fara til Bandaríkjanna og hefur verið bólusett með AstraZeneca hér á landi gæti fengið annað bóluefni ef þessi ákvörðun stendur þegar opnað verður þar segir Þórólfur. „Nei, við erum að bólusetja hér með bóluefnum sem eru samþykkt í Evrópu. Það að Bandaríkjamenn samþykki ekki bólusetningarvottorð bóluefna er erfitt fyrir okkur að ráða við. Við getum ekki breytt út af okkar áætlunum varðandi það. Það væri vonlaust. Það er nógu erfitt fyrir með þessa mismunandi aldurskiptingu og mismunandi magn og flokka bóluefna að taka það inn í líka,“. Þórólfur segir stöðuna nú vekja bjartsýni. „Nú er bara að tryggja það að við fáum ekki smit inn frá landamærunum. Sérstaklega þegar við erum að aflétta aðgerðum hér innanlands,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur orðið grænt Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit. 14. maí 2021 10:16 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Ísland aftur orðið grænt Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit. 14. maí 2021 10:16