Þrjátíu gráir skuggar... Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 14. maí 2021 07:01 Umræða um afglæpavæðingu neysluskammta og breytingar á fíkniefnalögum er jákvæð. Eins og oft þá hafa allir nokkuð til síns máls. Enda er málefnið ekki svart og hvítt. Það getur þó verið varhugavert að bera Ísland í blindni saman við aðrar þjóðir. Menningin getur verið frábrugðin allt eins og „neyslusaga“, hefðir og meðferðarúrræði. Alþjóðleg viðhorfsbreyting skiptir máli en við megum ekki missa sjónar á mikilvægi þess að lög um ávana- og fíkniefni séu sniðin að íslenskum aðstæðum – allt eins og áfengislögin. Þá er miður að heildstæð stefna liggi ekki fyrir í málaflokknum þegar þetta mikilvægt frumvarp er lagt fram. Í raun er það með ólíkindum að stefnan sé ekki mótuð áður en frumvarpið er lagt fram. Það kemur fram í frumvarpinu að:„Vonir standa til þess að hægt verði að leggja fram heildstæða stefnu í málaflokknum á komandi árum með aukinni áherslu á forvarnir, meðferðarúrræði og skaðaminnkandi verkefni[...]“ (1) Af hverju liggur okkur á áður en heildstæð stefna í málaflokknum liggur fyrir? Mikið hefur verið fjallað um portúgölsku leiðina, árangurinn sem hefur náðst í Portúgal með afglæpavæðingu fíkniefna árið 2001. Það er þó erfitt að bera löndin saman. Á þessum tíma var gríðarlegt eiturlyfjavandamál í Portúgal (4). Íslenska frumvarpið er einskorðað við afglæpavæðingu neysluskammta. Áherslan í portúgölsku löggjöfinni var að miklu leyti á skaðaminnkun og meðferðarúrræði. (2) „Sett voru á laggirnar fleiri úrræði og meðferðarstofnanir til að hjálpa notendum háðum fíkniefnum. Jafnframt var komið á fót sérstökum dómstól sem ætlað er að styðja við bakið á þeim notendum vímuefna sem staðnir eru að verki við notkun fíkniefna með því að fræða þá um skaðleg áhrif vímuefna, hvetja þá til að hætta notkun á slíkum efnum og leita sér hjálpar.“(1) Það hefur orðið mikil fjölgun einstaklinga sem leita sér hjálpar í Portúgal og er það talin ein aðal ástæðan fyrir árangri Portúgala í þessum efnum. (3) Af ofangreindu má sjá að það er ekki hægt að vísa í rannsóknir frá Portúgal. Staðreyndir eru einfaldlega ekki þær sömu. Að endingu má nefna í tengslum við breytingar á fíkniefnalöggjöf hvort lögin þyrftu ekki að ná yfir „New Psychoactive Substance (NPS)“ eins og til dæmis Spice. (5) Svissneska leiðin í því samhengi er athyglisverð. (6) Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknifræði við King´s College. Heimildir: 1. https://www.althingi.is/altext/151/s/1193.html 2. https://www.mic.com/articles/110344/14-years-after-portugal-decriminalized-all-drugs-here-s-what-s-happening 3. https://drugpolicy.org/sites/default/files/DPA_Fact_Sheet_Portugal_Decriminalization_Feb2015.pdf 4. https://www.theguardian.com/news/2017/dec/05/portugals-radical-drugs-policy-is-working-why-hasnt-the-world-copied-it 5. https://www.unodc.org/documents/scientific/NPS_Report.pdf 6. https://www.swissmedic.ch/swissmedic/en/home/news/mitteilungen/narcotics-list-extended-2019.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Portúgal Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Umræða um afglæpavæðingu neysluskammta og breytingar á fíkniefnalögum er jákvæð. Eins og oft þá hafa allir nokkuð til síns máls. Enda er málefnið ekki svart og hvítt. Það getur þó verið varhugavert að bera Ísland í blindni saman við aðrar þjóðir. Menningin getur verið frábrugðin allt eins og „neyslusaga“, hefðir og meðferðarúrræði. Alþjóðleg viðhorfsbreyting skiptir máli en við megum ekki missa sjónar á mikilvægi þess að lög um ávana- og fíkniefni séu sniðin að íslenskum aðstæðum – allt eins og áfengislögin. Þá er miður að heildstæð stefna liggi ekki fyrir í málaflokknum þegar þetta mikilvægt frumvarp er lagt fram. Í raun er það með ólíkindum að stefnan sé ekki mótuð áður en frumvarpið er lagt fram. Það kemur fram í frumvarpinu að:„Vonir standa til þess að hægt verði að leggja fram heildstæða stefnu í málaflokknum á komandi árum með aukinni áherslu á forvarnir, meðferðarúrræði og skaðaminnkandi verkefni[...]“ (1) Af hverju liggur okkur á áður en heildstæð stefna í málaflokknum liggur fyrir? Mikið hefur verið fjallað um portúgölsku leiðina, árangurinn sem hefur náðst í Portúgal með afglæpavæðingu fíkniefna árið 2001. Það er þó erfitt að bera löndin saman. Á þessum tíma var gríðarlegt eiturlyfjavandamál í Portúgal (4). Íslenska frumvarpið er einskorðað við afglæpavæðingu neysluskammta. Áherslan í portúgölsku löggjöfinni var að miklu leyti á skaðaminnkun og meðferðarúrræði. (2) „Sett voru á laggirnar fleiri úrræði og meðferðarstofnanir til að hjálpa notendum háðum fíkniefnum. Jafnframt var komið á fót sérstökum dómstól sem ætlað er að styðja við bakið á þeim notendum vímuefna sem staðnir eru að verki við notkun fíkniefna með því að fræða þá um skaðleg áhrif vímuefna, hvetja þá til að hætta notkun á slíkum efnum og leita sér hjálpar.“(1) Það hefur orðið mikil fjölgun einstaklinga sem leita sér hjálpar í Portúgal og er það talin ein aðal ástæðan fyrir árangri Portúgala í þessum efnum. (3) Af ofangreindu má sjá að það er ekki hægt að vísa í rannsóknir frá Portúgal. Staðreyndir eru einfaldlega ekki þær sömu. Að endingu má nefna í tengslum við breytingar á fíkniefnalöggjöf hvort lögin þyrftu ekki að ná yfir „New Psychoactive Substance (NPS)“ eins og til dæmis Spice. (5) Svissneska leiðin í því samhengi er athyglisverð. (6) Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknifræði við King´s College. Heimildir: 1. https://www.althingi.is/altext/151/s/1193.html 2. https://www.mic.com/articles/110344/14-years-after-portugal-decriminalized-all-drugs-here-s-what-s-happening 3. https://drugpolicy.org/sites/default/files/DPA_Fact_Sheet_Portugal_Decriminalization_Feb2015.pdf 4. https://www.theguardian.com/news/2017/dec/05/portugals-radical-drugs-policy-is-working-why-hasnt-the-world-copied-it 5. https://www.unodc.org/documents/scientific/NPS_Report.pdf 6. https://www.swissmedic.ch/swissmedic/en/home/news/mitteilungen/narcotics-list-extended-2019.html
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar