Þessarar endurkomu hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu undanfarin ár en aðalleikarar þáttanna hafa lengi gefið til kynna að hann væri í bígerð. Þátturinn átti að vera sýndur fyrir ári en því var seinkað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Allir aðalleikararnir snúa aftur, en þeir eru Jennifer Anniston, Courtney Cox, Lisa Kudrow, Matthew Perry, Matt LeBlanc og David Schwimmer.
Talið er að hvert þeirra fái að lágmarki 2,5 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut fyrir þennan þátt.
Fjöldi gestaleikara verður í þessum þætti. Þar á meðal David Beckham, Justin Bieber, BTS, James Corden, Cindy Crawford, Cara Delevingne, Lady Gaga, Elliot Gould, Kit Harington, Larry Hankin, Mindy Kaling, Thomas Lennon, Christina Pickles, Tom Selleck, James Michael Tyler, Maggie Wheeler, Reese Witherspoon og Malala Yousafzai.
Árið 2020 glataði Netflix réttinum að öllum tíu þáttaröðum Friends til HBO Max en talið er að kaupverðið hafi verið rúmar 400 milljónir dala.
Stiklu úr þættinum má sjá hér fyrir neðan: