NBA dagsins: Young hafði betur gegn Westbrook, Dame sökkti Utah og Lakers marði slakt lið Rockets Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 15:31 Kyle Kuzma tryggði Lakers sigurinn í nótt. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Fyrr í dag fórum við yfir hvað úrslit næturinnar þýða fyrir ríkjandi meistara Los Angeles Lakers en það virðist sem þeir séu á leið í umspil. Í spilaranum hér að neðan má sjá það helsta úr sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, Portland Trail Blazers á Utah Jazz og Los Angeles Lakers á Houston Rockets. Sem og helstu tilþrif næturinnar auðvitað. Hawks og Wizards mættust í hörkuleik. Trae Young fór fyrir sínum mönnum í Hawks og var nálægt þrefaldri tvennu en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þar á eftir kom Bogdan Bogdanović með 20 stig. Clint Capela var svo með tvöfalda tvennu en hann tók 11 fráköst ásamt því að skora 17 stig. Á hinum enda vallarins endaði Russell Westbrook ekki með þrefalda tvennu eins ótrúlega og það hljómar. Hann skoraði samt sem áður 34 stig og af 15 stoðsendingar. Hann náði þó aðeins fimm fráköstum. Utah Jazz eru enn besta lið deildarinnar þó svo að liðið sakni augljóslega Donovan Mitchell. Til að mynda skoraði liðið aðeins 98 stig í nótt í tapinu gegn Portland. Rudy Gobert var stigahæstur í liði Jazz með 15 stig en hann tók einnig 20 fráköst. Hjá Portland var Damian Lillard sjóðandi heitur en hann gerði 30 stig, þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig. Klippa: NBA dagsins Kyle Kuzma tryggði Lakers sigur á löskuðu liði Houston Rockets, 124-122. Meistararnir voru án LeBron James, Anthony Davis, Marc Gasol og Alex Caruso, það munar um minna. Liðið átti í stökustu vandræðum með arfaslakt lið Houston og marði á endanum sigur í lokin. Talen Horton-Tucker fór fyrir Lakers en hann skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar. Kuzma fór einnig mikinn en hann skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þá var Andre Drummond með 20 stig og 10 fráköst rifin niður. Hjá Rockets voru Armoni Brooks og Kelly Olnyk með 24 stig hvor. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Fyrr í dag fórum við yfir hvað úrslit næturinnar þýða fyrir ríkjandi meistara Los Angeles Lakers en það virðist sem þeir séu á leið í umspil. Í spilaranum hér að neðan má sjá það helsta úr sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, Portland Trail Blazers á Utah Jazz og Los Angeles Lakers á Houston Rockets. Sem og helstu tilþrif næturinnar auðvitað. Hawks og Wizards mættust í hörkuleik. Trae Young fór fyrir sínum mönnum í Hawks og var nálægt þrefaldri tvennu en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þar á eftir kom Bogdan Bogdanović með 20 stig. Clint Capela var svo með tvöfalda tvennu en hann tók 11 fráköst ásamt því að skora 17 stig. Á hinum enda vallarins endaði Russell Westbrook ekki með þrefalda tvennu eins ótrúlega og það hljómar. Hann skoraði samt sem áður 34 stig og af 15 stoðsendingar. Hann náði þó aðeins fimm fráköstum. Utah Jazz eru enn besta lið deildarinnar þó svo að liðið sakni augljóslega Donovan Mitchell. Til að mynda skoraði liðið aðeins 98 stig í nótt í tapinu gegn Portland. Rudy Gobert var stigahæstur í liði Jazz með 15 stig en hann tók einnig 20 fráköst. Hjá Portland var Damian Lillard sjóðandi heitur en hann gerði 30 stig, þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig. Klippa: NBA dagsins Kyle Kuzma tryggði Lakers sigur á löskuðu liði Houston Rockets, 124-122. Meistararnir voru án LeBron James, Anthony Davis, Marc Gasol og Alex Caruso, það munar um minna. Liðið átti í stökustu vandræðum með arfaslakt lið Houston og marði á endanum sigur í lokin. Talen Horton-Tucker fór fyrir Lakers en hann skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar. Kuzma fór einnig mikinn en hann skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þá var Andre Drummond með 20 stig og 10 fráköst rifin niður. Hjá Rockets voru Armoni Brooks og Kelly Olnyk með 24 stig hvor. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira