NBA dagsins: Young hafði betur gegn Westbrook, Dame sökkti Utah og Lakers marði slakt lið Rockets Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 15:31 Kyle Kuzma tryggði Lakers sigurinn í nótt. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Fyrr í dag fórum við yfir hvað úrslit næturinnar þýða fyrir ríkjandi meistara Los Angeles Lakers en það virðist sem þeir séu á leið í umspil. Í spilaranum hér að neðan má sjá það helsta úr sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, Portland Trail Blazers á Utah Jazz og Los Angeles Lakers á Houston Rockets. Sem og helstu tilþrif næturinnar auðvitað. Hawks og Wizards mættust í hörkuleik. Trae Young fór fyrir sínum mönnum í Hawks og var nálægt þrefaldri tvennu en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þar á eftir kom Bogdan Bogdanović með 20 stig. Clint Capela var svo með tvöfalda tvennu en hann tók 11 fráköst ásamt því að skora 17 stig. Á hinum enda vallarins endaði Russell Westbrook ekki með þrefalda tvennu eins ótrúlega og það hljómar. Hann skoraði samt sem áður 34 stig og af 15 stoðsendingar. Hann náði þó aðeins fimm fráköstum. Utah Jazz eru enn besta lið deildarinnar þó svo að liðið sakni augljóslega Donovan Mitchell. Til að mynda skoraði liðið aðeins 98 stig í nótt í tapinu gegn Portland. Rudy Gobert var stigahæstur í liði Jazz með 15 stig en hann tók einnig 20 fráköst. Hjá Portland var Damian Lillard sjóðandi heitur en hann gerði 30 stig, þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig. Klippa: NBA dagsins Kyle Kuzma tryggði Lakers sigur á löskuðu liði Houston Rockets, 124-122. Meistararnir voru án LeBron James, Anthony Davis, Marc Gasol og Alex Caruso, það munar um minna. Liðið átti í stökustu vandræðum með arfaslakt lið Houston og marði á endanum sigur í lokin. Talen Horton-Tucker fór fyrir Lakers en hann skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar. Kuzma fór einnig mikinn en hann skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þá var Andre Drummond með 20 stig og 10 fráköst rifin niður. Hjá Rockets voru Armoni Brooks og Kelly Olnyk með 24 stig hvor. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Fyrr í dag fórum við yfir hvað úrslit næturinnar þýða fyrir ríkjandi meistara Los Angeles Lakers en það virðist sem þeir séu á leið í umspil. Í spilaranum hér að neðan má sjá það helsta úr sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, Portland Trail Blazers á Utah Jazz og Los Angeles Lakers á Houston Rockets. Sem og helstu tilþrif næturinnar auðvitað. Hawks og Wizards mættust í hörkuleik. Trae Young fór fyrir sínum mönnum í Hawks og var nálægt þrefaldri tvennu en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þar á eftir kom Bogdan Bogdanović með 20 stig. Clint Capela var svo með tvöfalda tvennu en hann tók 11 fráköst ásamt því að skora 17 stig. Á hinum enda vallarins endaði Russell Westbrook ekki með þrefalda tvennu eins ótrúlega og það hljómar. Hann skoraði samt sem áður 34 stig og af 15 stoðsendingar. Hann náði þó aðeins fimm fráköstum. Utah Jazz eru enn besta lið deildarinnar þó svo að liðið sakni augljóslega Donovan Mitchell. Til að mynda skoraði liðið aðeins 98 stig í nótt í tapinu gegn Portland. Rudy Gobert var stigahæstur í liði Jazz með 15 stig en hann tók einnig 20 fráköst. Hjá Portland var Damian Lillard sjóðandi heitur en hann gerði 30 stig, þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig. Klippa: NBA dagsins Kyle Kuzma tryggði Lakers sigur á löskuðu liði Houston Rockets, 124-122. Meistararnir voru án LeBron James, Anthony Davis, Marc Gasol og Alex Caruso, það munar um minna. Liðið átti í stökustu vandræðum með arfaslakt lið Houston og marði á endanum sigur í lokin. Talen Horton-Tucker fór fyrir Lakers en hann skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar. Kuzma fór einnig mikinn en hann skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þá var Andre Drummond með 20 stig og 10 fráköst rifin niður. Hjá Rockets voru Armoni Brooks og Kelly Olnyk með 24 stig hvor. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga