Indverska afbrigðið lúti sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2021 12:06 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er vongóður um að Íslendingum muni takast vel við að hemja indverska afbrigði kórónuveirunnar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á árangur Íslendinga við að hemja breska afbrigði veirunnar sem hefur greinst víða hér á landi. Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en allir voru í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum í gær. Sóttvarnalæknir sagði frá því í gær að tveir ferðalangar hefðu greinst með indverska afbrigði veirunnar á landamærum Íslands og væru nú í einangrun á farsóttarhúsi. Áhyggjur eru af því að indverska afbrigðið eigi auðveldara með að breiðast um samfélög en Kári segir það lúta sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar. „Ég held að þetta indverska afbrigði eigi það sameiginlegt með öllum öðrum afbrigðum að við getum haldið því í skefjum bara með þeim sóttvarnaaðgerðum sem við erum með í gangi núna. Það hafa greinst ansi mörg tilfelli með breska afbrigðinu á síðustu vikum og okkur hefur tekist að koma í veg fyrir að það afbrigði breiðist um þjóðina á leifturhraða. Hún lítur sömu stjórn og önnur afbrigði. Þetta er að mestu leyti hegðunarsjúkdómur. Það er að segja, hvernig við högum okkur hefur úrslita áhrif á hvort að veiran breiðist út.“ Erfiðara að hemja veiruna á Indlandi Hann segist eðlilega hafa svolitlar áhyggjur af faraldrinum í sjálfum sér og að spurningar vakni vegna nýrra afbrigða. „Og þetta indverska gerir það svo sannarlega en þú verður að horfa til þess að möguleiki Indverja á því að hemja hegðun fólks í sínu samfélagi er svo miklu minna en okkar. Þetta er allt annarskonar umhverfi.“ Hann segir ekkert benda til að bóluefni virki ekki gegn indverska afbrigðinu. „Markmiðið með bólusetningunni er tvennskonar og stundum nást bæði markmiðin en stundum bara annað. Þessi markmið eru annars vegar að koma í veg fyrir að fólk sýkist og hins vegar að fólk verði lasið þegar það sýkist. Ef að veiran kemst fram hjá þessu bóluefni sem við erum með þá myndi það sjálfsagt gera hvort tveggja, sýkja fólk og gera það lasið. En við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að þetta indverska afbrigðið sé líklegra að sleppa fram hjá vörnum líkamans sem byggjast upp með bólusetningu.“ Stjórnvöld sitji á sér Hann vonar að stjórnvöld sitji á sér næstu fjórar til sex vikurnar þegar kemur að því að slaka á sóttvarnaaðgerðum. „Sérstaklega ef maður hefur hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga. Ég er voða hræddur um að ef við slökum á núna þá myndi blossa upp ný bylgja sem myndi bitna mest á ferðaþjónustunni. Ef heldur fram sem horfir þá eru allar líkur á að við fáum viðbótarbóluefni, AstraZeneca og Jansen, sem Norðmenn og Danir vilja ekki. Ef við nýtum það skynsamlega þá getum við að öllum líkindum byrjað að opna fyrr en ella.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Indland Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en allir voru í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum í gær. Sóttvarnalæknir sagði frá því í gær að tveir ferðalangar hefðu greinst með indverska afbrigði veirunnar á landamærum Íslands og væru nú í einangrun á farsóttarhúsi. Áhyggjur eru af því að indverska afbrigðið eigi auðveldara með að breiðast um samfélög en Kári segir það lúta sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar. „Ég held að þetta indverska afbrigði eigi það sameiginlegt með öllum öðrum afbrigðum að við getum haldið því í skefjum bara með þeim sóttvarnaaðgerðum sem við erum með í gangi núna. Það hafa greinst ansi mörg tilfelli með breska afbrigðinu á síðustu vikum og okkur hefur tekist að koma í veg fyrir að það afbrigði breiðist um þjóðina á leifturhraða. Hún lítur sömu stjórn og önnur afbrigði. Þetta er að mestu leyti hegðunarsjúkdómur. Það er að segja, hvernig við högum okkur hefur úrslita áhrif á hvort að veiran breiðist út.“ Erfiðara að hemja veiruna á Indlandi Hann segist eðlilega hafa svolitlar áhyggjur af faraldrinum í sjálfum sér og að spurningar vakni vegna nýrra afbrigða. „Og þetta indverska gerir það svo sannarlega en þú verður að horfa til þess að möguleiki Indverja á því að hemja hegðun fólks í sínu samfélagi er svo miklu minna en okkar. Þetta er allt annarskonar umhverfi.“ Hann segir ekkert benda til að bóluefni virki ekki gegn indverska afbrigðinu. „Markmiðið með bólusetningunni er tvennskonar og stundum nást bæði markmiðin en stundum bara annað. Þessi markmið eru annars vegar að koma í veg fyrir að fólk sýkist og hins vegar að fólk verði lasið þegar það sýkist. Ef að veiran kemst fram hjá þessu bóluefni sem við erum með þá myndi það sjálfsagt gera hvort tveggja, sýkja fólk og gera það lasið. En við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að þetta indverska afbrigðið sé líklegra að sleppa fram hjá vörnum líkamans sem byggjast upp með bólusetningu.“ Stjórnvöld sitji á sér Hann vonar að stjórnvöld sitji á sér næstu fjórar til sex vikurnar þegar kemur að því að slaka á sóttvarnaaðgerðum. „Sérstaklega ef maður hefur hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga. Ég er voða hræddur um að ef við slökum á núna þá myndi blossa upp ný bylgja sem myndi bitna mest á ferðaþjónustunni. Ef heldur fram sem horfir þá eru allar líkur á að við fáum viðbótarbóluefni, AstraZeneca og Jansen, sem Norðmenn og Danir vilja ekki. Ef við nýtum það skynsamlega þá getum við að öllum líkindum byrjað að opna fyrr en ella.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Indland Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira