Hvert er manngildið og grundvöllur mannhelginnar í íslensku samfélagi? Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 13. maí 2021 09:10 Í íslensku samfélagi virðist vera sú hugmynd mjög ríkjandi að einungis ef þú getur unnið fulla vinnu og lagt mikið fram í áþreifanlegum efnahagslegum skilningi til samfélagsins sértu einhvers virði sem manneskja. Þú þarft að vera matvinnungur. Sjálfsagt má rekja þessa hugmynd til gamla bændasamfélagsins þar sem lífsbaráttan var afar hörð. Þar skipti miklu máli að allir ynnu myrkranna á milli og bæði börn og gamlingjar urðu að hjálpa til. Þar var þessi afstaða kannski að einhverju leyti skiljanleg út frá aðstæðunum, þótt hún væri á engan hátt réttlætanleg. Ömurleika þessarar lífsskoðunar lýsir Tryggvi Emilsson vel í bókum sínum um fátækt fólk þar sem hann lýsir hlutskipti niðursetninga í bændasamfélaginu. En hugmyndin um að sumir séu meira virði en aðrir er einnig ríkjandi meðal þeirra manna sem eru sýktir af nýfrjálshyggjuhugmyndafræðinni, en sú hugmyndafræði tengist bæði kalvinisma og nasisma þar sem fáir eru útvaldir og hinir útvöldu eiga allan rétt, en aðrir hreinlega ekki. Hugmyndin um ofurmennið eða Übermensch er ótrúlega lífsseig og birtist enn þann dag í ofuráherslum á greindarpróf og í tilraunum við að “bæta erfðamengi” mannkynsins. Fatlaðir, öryrkjar og aldraðir sem ekki geta lengur lagt fram efnislega skilgreind gæði til samfélagsins verða samkvæmt þessum skoðunum einskis virði sem manneskjur og eiga því engan rétt í raun og veru til tilvistar yfirhöfuð. Þau þurfa að höfða til góðmennsku og hjartahlýju hinna sterku til þess að fá að vera til. Einhverfur einstaklingur er samkvæmt mælikvarða nýfrjálshyggju og Kalvinisma algjörlega gagnslaus einstaklingur. Hann hefur varla tilvistarrétt og það er rétt svo af góðmennsku sem viðkomandi er haldið á lífi. Sama gildir um þá sem eru alvarlega geðsjúkir og eru vistaðir á öryggis- og réttargeðdeildum. Þau eru vart talin vera mennsk. Hundar fá betri meðferð. Hinn einhverfi einstaklingur á Íslandi hefur því ekki jafnt manngildi á við þann sem er matvinnungur og sem tekur fullan þátt í samfélaginu. Litið er á hinn einhverfa sem fatlaðan sem er semsé "gallað eintak af normal einstaklingi" en ekki einstakling sem er fullkomin sköpun og sem á fullkominn tilverurétt í sjálfu sér. Út frá þessum hugmyndum þarf að "lækna og draga úr" einhverfu og það má samkvæmt þessari hugmyndafræði eða ideólógíu eyða fóstrum sem virðast stefna í átt til einhverfu. Sama gildir um þá sem eru að berjast við erfiða geðsjúkdóma. Þeir eru taldir “gallaðir” og ef vitað væri um mögulega geðveiki á fósturskeiði yrði þeim fóstrum eytt. Íslendingar eru samkvæmt þessu ekki mjög kristnir. Kristur sagði alltaf að allir menn væru jafn mikils virði. Hugmynd Krists um manngildið var mjög byltingarkennd í samfélögum fornaldar sem mörg hver byggðu á þrælahaldi. Hugmynd Krists um manngildi er einnig róttæk og byltingarkennd á Íslandi í dag. Á geðdeildum eru ekki allir jafn mikils virði. Í íslenskum skólastofum eru ekki allir jafn mikils virði. Á Alþingi Íslendinga eru ekki allir jafn mikils virði. Nú berast óhugnanlegar fréttir út frá Kleppsspítala um innilokanir og refsingar gagnvart alvarlega geðsjúku fólki. Fólki sem hefur glatað rödd sinni og manngildi í einhverjum skilningi innan íslensks samfélags. Hver ber hag þess fyrir brjósti? Hver gefur því rödd? Afstaða íslensks samfélags til fatlaðra, geðsjúkra og einhverfra er því ekki kristin. Hún er heldur ekki í samræmi við hugmyndir Upplýsingastefnunnar og heimspekingsins Immanúels Kants um að allir menn séu í raun skynsemisverur og beri þekkingu og skynsemi innra með sjálfum sér. Einhverfir hafa samkvæmt þessu innri skynsemi og þekkingu jafnvel þótt þeir búi við skerðingar. Þekking þeirra og MENNING er bara öðruvísi en menning óeinhverfra. Einhverfir, hvort sem þeir tala eða ekki, hvort sem þeir búa við miklar skerðingar eður ei, hafa því sína eigin (intrinsic) skynsemi, sitt eigið hyggjuvit og sína eigin kunnáttu (knowledge) og visku (wisdom). Öll réttindi einhverfra byggja hins vegar á þeirri kristnu sýn sem Immanúel Kant var sammála um að allir menn eru jafn mikils virði. Sama gildir um geðsjúkdóma. Þeir sem eru geðveikir hafa til að bera ákveðna skynsemi og hafa þekkingu innra með sjálfum sér þrátt fyrir veikindin. Þeir eru manneskjur. Það er svo auðvelt að gleyma manngildinu í þessu samhengi. Það eru svo auðvelt að gleyma því að allir eru í raun jafn mikilvægir. Að allir þjóna einhverjum tilgangi. Tek það fram að ég er sjálf einhverf/ADHD og glími við geðraskanir. Þegar ég gekk með son minn á meðgöngu, hafði ég þegar misst tvö fóstur og fætt eitt andvana barn. Mér var boðin legvatnsástunga og erfðaráðgjöf ef kæmi í ljós að barnið væri DOWNS eða eitthvað annað. Við Valgeir, maðurinn minn sögðum læknunum að við vildum EKKI legvatnsástungu. Að við myndum taka við því barni sem við fengjum. Við sögðum að við myndum fagna barni með DOWNS og við sögðum að við myndum fagna hvaða barni sem væri. Síðan eignuðumst við okkar yndislega dreng sem er einstakur og sérstakur eins og öll börn. Það á ekki að breyta fólki, beita það ofbeldi eða reyna að stjórna því með hörðu. Það verður að reyna að leysa hlutina og virða manngildið um leið. Við erum öll allskonar og eigum öll okkar tilvistarrétt, hvernig sem við erum af Guði gjörð. Í vissum skilningi erum við öll fullkomin eins og við erum. Við sem erum einhverf/ADHD og geðsjúk erum kannski komin í þennan heim til að vera kennarar ykkar hinna. Kannski eigið þið hreinlega að læra eitthvað af okkur. Lifi taugafjöbreytileikinn - Neurodiversity! Höfundur er M.Sc. einhverfur umhverfisefnafræðingur á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Í íslensku samfélagi virðist vera sú hugmynd mjög ríkjandi að einungis ef þú getur unnið fulla vinnu og lagt mikið fram í áþreifanlegum efnahagslegum skilningi til samfélagsins sértu einhvers virði sem manneskja. Þú þarft að vera matvinnungur. Sjálfsagt má rekja þessa hugmynd til gamla bændasamfélagsins þar sem lífsbaráttan var afar hörð. Þar skipti miklu máli að allir ynnu myrkranna á milli og bæði börn og gamlingjar urðu að hjálpa til. Þar var þessi afstaða kannski að einhverju leyti skiljanleg út frá aðstæðunum, þótt hún væri á engan hátt réttlætanleg. Ömurleika þessarar lífsskoðunar lýsir Tryggvi Emilsson vel í bókum sínum um fátækt fólk þar sem hann lýsir hlutskipti niðursetninga í bændasamfélaginu. En hugmyndin um að sumir séu meira virði en aðrir er einnig ríkjandi meðal þeirra manna sem eru sýktir af nýfrjálshyggjuhugmyndafræðinni, en sú hugmyndafræði tengist bæði kalvinisma og nasisma þar sem fáir eru útvaldir og hinir útvöldu eiga allan rétt, en aðrir hreinlega ekki. Hugmyndin um ofurmennið eða Übermensch er ótrúlega lífsseig og birtist enn þann dag í ofuráherslum á greindarpróf og í tilraunum við að “bæta erfðamengi” mannkynsins. Fatlaðir, öryrkjar og aldraðir sem ekki geta lengur lagt fram efnislega skilgreind gæði til samfélagsins verða samkvæmt þessum skoðunum einskis virði sem manneskjur og eiga því engan rétt í raun og veru til tilvistar yfirhöfuð. Þau þurfa að höfða til góðmennsku og hjartahlýju hinna sterku til þess að fá að vera til. Einhverfur einstaklingur er samkvæmt mælikvarða nýfrjálshyggju og Kalvinisma algjörlega gagnslaus einstaklingur. Hann hefur varla tilvistarrétt og það er rétt svo af góðmennsku sem viðkomandi er haldið á lífi. Sama gildir um þá sem eru alvarlega geðsjúkir og eru vistaðir á öryggis- og réttargeðdeildum. Þau eru vart talin vera mennsk. Hundar fá betri meðferð. Hinn einhverfi einstaklingur á Íslandi hefur því ekki jafnt manngildi á við þann sem er matvinnungur og sem tekur fullan þátt í samfélaginu. Litið er á hinn einhverfa sem fatlaðan sem er semsé "gallað eintak af normal einstaklingi" en ekki einstakling sem er fullkomin sköpun og sem á fullkominn tilverurétt í sjálfu sér. Út frá þessum hugmyndum þarf að "lækna og draga úr" einhverfu og það má samkvæmt þessari hugmyndafræði eða ideólógíu eyða fóstrum sem virðast stefna í átt til einhverfu. Sama gildir um þá sem eru að berjast við erfiða geðsjúkdóma. Þeir eru taldir “gallaðir” og ef vitað væri um mögulega geðveiki á fósturskeiði yrði þeim fóstrum eytt. Íslendingar eru samkvæmt þessu ekki mjög kristnir. Kristur sagði alltaf að allir menn væru jafn mikils virði. Hugmynd Krists um manngildið var mjög byltingarkennd í samfélögum fornaldar sem mörg hver byggðu á þrælahaldi. Hugmynd Krists um manngildi er einnig róttæk og byltingarkennd á Íslandi í dag. Á geðdeildum eru ekki allir jafn mikils virði. Í íslenskum skólastofum eru ekki allir jafn mikils virði. Á Alþingi Íslendinga eru ekki allir jafn mikils virði. Nú berast óhugnanlegar fréttir út frá Kleppsspítala um innilokanir og refsingar gagnvart alvarlega geðsjúku fólki. Fólki sem hefur glatað rödd sinni og manngildi í einhverjum skilningi innan íslensks samfélags. Hver ber hag þess fyrir brjósti? Hver gefur því rödd? Afstaða íslensks samfélags til fatlaðra, geðsjúkra og einhverfra er því ekki kristin. Hún er heldur ekki í samræmi við hugmyndir Upplýsingastefnunnar og heimspekingsins Immanúels Kants um að allir menn séu í raun skynsemisverur og beri þekkingu og skynsemi innra með sjálfum sér. Einhverfir hafa samkvæmt þessu innri skynsemi og þekkingu jafnvel þótt þeir búi við skerðingar. Þekking þeirra og MENNING er bara öðruvísi en menning óeinhverfra. Einhverfir, hvort sem þeir tala eða ekki, hvort sem þeir búa við miklar skerðingar eður ei, hafa því sína eigin (intrinsic) skynsemi, sitt eigið hyggjuvit og sína eigin kunnáttu (knowledge) og visku (wisdom). Öll réttindi einhverfra byggja hins vegar á þeirri kristnu sýn sem Immanúel Kant var sammála um að allir menn eru jafn mikils virði. Sama gildir um geðsjúkdóma. Þeir sem eru geðveikir hafa til að bera ákveðna skynsemi og hafa þekkingu innra með sjálfum sér þrátt fyrir veikindin. Þeir eru manneskjur. Það er svo auðvelt að gleyma manngildinu í þessu samhengi. Það eru svo auðvelt að gleyma því að allir eru í raun jafn mikilvægir. Að allir þjóna einhverjum tilgangi. Tek það fram að ég er sjálf einhverf/ADHD og glími við geðraskanir. Þegar ég gekk með son minn á meðgöngu, hafði ég þegar misst tvö fóstur og fætt eitt andvana barn. Mér var boðin legvatnsástunga og erfðaráðgjöf ef kæmi í ljós að barnið væri DOWNS eða eitthvað annað. Við Valgeir, maðurinn minn sögðum læknunum að við vildum EKKI legvatnsástungu. Að við myndum taka við því barni sem við fengjum. Við sögðum að við myndum fagna barni með DOWNS og við sögðum að við myndum fagna hvaða barni sem væri. Síðan eignuðumst við okkar yndislega dreng sem er einstakur og sérstakur eins og öll börn. Það á ekki að breyta fólki, beita það ofbeldi eða reyna að stjórna því með hörðu. Það verður að reyna að leysa hlutina og virða manngildið um leið. Við erum öll allskonar og eigum öll okkar tilvistarrétt, hvernig sem við erum af Guði gjörð. Í vissum skilningi erum við öll fullkomin eins og við erum. Við sem erum einhverf/ADHD og geðsjúk erum kannski komin í þennan heim til að vera kennarar ykkar hinna. Kannski eigið þið hreinlega að læra eitthvað af okkur. Lifi taugafjöbreytileikinn - Neurodiversity! Höfundur er M.Sc. einhverfur umhverfisefnafræðingur á Selfossi.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun