Ofbeldi, áreitni og einelti – að virða mörk í samskiptum Guðný Hildur Magnúsdóttir skrifar 12. maí 2021 16:00 Ofbeldi, áreitni og einelti snýst í grunninn um það að einhver er ekki að virða mörk annarra í samskiptum. Auðvitað getur ofbeldi og áreitni verið mjög mismunandi gróft og mismunandi ásetningur þar að baki. Þau sem virða ekki mörk annarra er fólk af margvíslegu tagi: Sum hafa upphafnar hugmyndir um eigið ágæti. Sum búa yfir innri vanmætti og vanlíðan. Sum upplifa að þau séu beitt óréttlæti. Sum geta ekki tekist á við neitun eða höfnun. Sum glíma við allt þetta. Margt getur komið til: Persónuleikaraskanir (s.s. narcissistic-, borderline-, og antisocial personality disorders). Ofbeldi, vanræksla eða ofdekur í æsku. Valdastaða. Viðhorf og gildi samfélagsins og nánasta umhverfis. Áfallasaga. Notkun áfengis, lyfja og fíkniefna. Taugaþroskaraskanir (s.s. ADHD). Oftast þarf fleira en eitt af þessu að koma til. Sérstaklega þegar um gróft obeldi er um að ræða. En það sem við getum gert sem samfélag er að opna umræðu um ofbeldi og mörk í samskiptum. Koma okkur saman um hvað er eðlilegt, heilbrigt og ásættanlegt í samskiptum fólks. Við þurfum að styðja og styrkja fólk í því að setja mörk í samskiptum og sérstaklega þurfum við að kenna fólki að virða mörk annarra. Við sem samfélag þurfum að senda skýr skilaboð. Það þurfa að vera viðurlög og afleiðingar þegar fólk beitir ofbeldi. Og þegar fólk fer yfir mörk annarra þá þarf það að fá skilaboð um að það sé ekki ásættanlegt. Að virða mörk í samskiptum er risastórt málefni sem við öll þurfum að ræða, skilja, læra og kenna. Ég vona að núverandi umræða um ofbeldi og áreitni verði til þess að við eigum auðveldara að tala um mörk og markarleysi í samskiptum og að við lærum eitthvað sem samfélag. Þetta er málefni okkar allra. Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Lögreglumál MeToo Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ofbeldi, áreitni og einelti snýst í grunninn um það að einhver er ekki að virða mörk annarra í samskiptum. Auðvitað getur ofbeldi og áreitni verið mjög mismunandi gróft og mismunandi ásetningur þar að baki. Þau sem virða ekki mörk annarra er fólk af margvíslegu tagi: Sum hafa upphafnar hugmyndir um eigið ágæti. Sum búa yfir innri vanmætti og vanlíðan. Sum upplifa að þau séu beitt óréttlæti. Sum geta ekki tekist á við neitun eða höfnun. Sum glíma við allt þetta. Margt getur komið til: Persónuleikaraskanir (s.s. narcissistic-, borderline-, og antisocial personality disorders). Ofbeldi, vanræksla eða ofdekur í æsku. Valdastaða. Viðhorf og gildi samfélagsins og nánasta umhverfis. Áfallasaga. Notkun áfengis, lyfja og fíkniefna. Taugaþroskaraskanir (s.s. ADHD). Oftast þarf fleira en eitt af þessu að koma til. Sérstaklega þegar um gróft obeldi er um að ræða. En það sem við getum gert sem samfélag er að opna umræðu um ofbeldi og mörk í samskiptum. Koma okkur saman um hvað er eðlilegt, heilbrigt og ásættanlegt í samskiptum fólks. Við þurfum að styðja og styrkja fólk í því að setja mörk í samskiptum og sérstaklega þurfum við að kenna fólki að virða mörk annarra. Við sem samfélag þurfum að senda skýr skilaboð. Það þurfa að vera viðurlög og afleiðingar þegar fólk beitir ofbeldi. Og þegar fólk fer yfir mörk annarra þá þarf það að fá skilaboð um að það sé ekki ásættanlegt. Að virða mörk í samskiptum er risastórt málefni sem við öll þurfum að ræða, skilja, læra og kenna. Ég vona að núverandi umræða um ofbeldi og áreitni verði til þess að við eigum auðveldara að tala um mörk og markarleysi í samskiptum og að við lærum eitthvað sem samfélag. Þetta er málefni okkar allra. Höfundur er félagsráðgjafi.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar