Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. maí 2021 10:00 Sigrún Hildur Jónsdóttir. Vísir/Vilhelm Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Á hverju kvöldi lifi ég í voninni um að ég muni vakna svaka hress klukkan sjö morguninn eftir þannig ég stilli klukkuna á þeim tíma. Ég snúsa svo undantekningalaust í allavega hálftíma og fer á fætur um hálf átta til átta. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég fer að kaffivélinni og skelli í mig um það bil þremur kaffibollum. Ég einbeiti mér líka að því á morgnanna að gíra mig rétt inn í daginn. Það hefur svo mikil áhrif að mæta rétt innstilltur í vinnuna, sérstaklega ef maður er að vinna með öðru fólki. Jákvæðni og gleði smita út frá sér og neikvæðni og leiðindi draga alla niður. Ég hef rosa gaman af uppistandi þannig það virkar vel fyrir mig að setja eitthvað skemmtilegt svoleiðis á sem ég hlusta á meðan ég fer yfir verkefni dagsins og gíra mig inn á þá bylgjulengd sem ég vil vera á áður en ég mæti í vinnuna. Stundum spila ég smá á píanó, tengt við heyrnartól svo ég æri ekki nágrannana.“ Þegar að þú rifjar upp skemmtilega leiki, eða dót, frá æskuárunum, hvaða minningar koma upp í hugann? „Að tálga örvar með pabba og skjóta af bogum sem við bjuggum til saman úr plaströrum og böndum. Ég las mikið Prins Valíant og lifði mig mikið inn í sverð, boga og örvar.“ Sigrún Hildur segir það mikilvægt verkefni alla morgna að gíra sig inn á jákvæðni og gleði og á morgnana býr hún sér líka til tékklista fyrir helstu verkefni dagsins.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur við að þróa stafrænu sjálfbærnilausnirnar okkar sem miða að því að lágmarka vistspor. Á síðasta ári fjölgaði notendum hugbúnaðarins okkar um 72% og eru nú rúmlega fjögur þúsund í yfir tuttugu löndum. Þessi stækkun hefur haft það í för með sér að við vildum endurhugsa uppsetningu teymisins míns til að tryggja að viðskiptavinirnir okkar héldu áfram í gleðina. Teymið mitt er nú að hanna og innleiða nýja ferla með það að markmiði að viðskiptavinir okkar fái þjónustu sem fer fram úr þeirra væntingum. Ég hef líka unnið töluvert í markaðsmálum og var að klára „rebranding“ verkefni fyrir Klappir í síðasta mánuði. Það var svaka skemmtileg vinna sem snerti í raun allt í fyrirtækinu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Það fer svolítið eftir því hvað ég er að gera hverju sinni. Mér finnst rosalega óþægilegt að mæta „köld“ í vinnuna og bý þess vegna til tékklista á morgnanna þar sem ég lista verkefni dagsins. Ég reyni að halda mig við það sem á honum er en oft kemur svo eitthvað upp sem ruglar í því skipulagi og maður þarf að færa eitthvað til. Það er líka eðli vinnunnar, viðskiptavinir hringja og maður vill mæta þeim þar sem þeir eru. Það krefst þess stundum að maður leggi annað til hliðar og sinni þeim og það er líka bara í góðu lagi.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég myndi segja að ég reyni að fara að sofa á milli ellefu og klukkan eitt. Ég verð alltaf að hlusta á eitthvað þegar ég sofna svo svefntíminn ræðst yfirleitt af því hversu fyndið eða skemmtilegt efnið er sem ég er að hlusta á er. Ef það er skemmtilegt þá sofna ég seinna en á móti þá sofna ég hlægjandi og í rosa góðu skapi sem er alltaf gott.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01 Sálin hans Jóns míns vinsælust og stjórnaði sjálf diskótekunum Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Sölusviðs Öryggismiðstöðvarinnar, myndi treysta sér til þess að keppa á stórmóti í skipulagningu, svo skipulögð er hún. Á morgnana stýrist fatavalið meðal annars af því hvað ljúfa röddin í símaappi eiginmannsins segir en frá unglingsárunum er það Sálin hans Jóns míns sem stendur upp úr. 1. maí 2021 10:00 Íþróttanördinn í Landsbjörg viðurkennir stríðni barna sinna Nýr framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjörg, Kristján Harðarson, viðurkennir að hann sé algjör alæta á íþróttir. Svo mikill íþróttanörd er hann reyndar, að börnin gera að honum smá grín. Kristján skipuleggur verkefnin sín í lok hverrar vinnuviku en þessa dagana er annasamt í vinnunni; Ekki síst vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. 24. apríl 2021 10:01 Getur ekki lengur vaknað í rólegheitum á morgnana Hera Grímsdóttir, forseti Iðn- og tæknifræðideildar við Háskólann í Reykjavík (HR), segir nýjasta fjölskyldumeðliminn, tíu vikna Bichon tík, vera að hrófla við allri hefðbundinni morgunrútínu. Heru finnst best að skipuleggja verkefni vikunnar á mánudögum og þar sem iðn- og tæknifræðideild HR hefur stækkað svo mikið frá því að hún var stofnuð fyrir tveimur árum, eru verkefni vikunnar æði mörg. 17. apríl 2021 10:01 Öðruvísi prógram í grísavikum og vonlaus í hárgreiðslu dótturinnar Reynir Örn Þrastarson, matreiðslumaður, sölufulltrúi hjá Heildsölu Ásbjörns Ólafssonar og lottókynnir, segir oft í gríni að vinnan hans felist í að trufla aðra kokka í sinni vinnu. Því starfið kallar á heimsóknir til viðskiptavina víðs vegar um landið. Í grísavikum er prógramið nokkuð frábrugðið því þá býr dóttir hans hjá honum. Sem segir hann algerlega vonlausan hárgreiðslumann. 27. mars 2021 10:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Á hverju kvöldi lifi ég í voninni um að ég muni vakna svaka hress klukkan sjö morguninn eftir þannig ég stilli klukkuna á þeim tíma. Ég snúsa svo undantekningalaust í allavega hálftíma og fer á fætur um hálf átta til átta. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég fer að kaffivélinni og skelli í mig um það bil þremur kaffibollum. Ég einbeiti mér líka að því á morgnanna að gíra mig rétt inn í daginn. Það hefur svo mikil áhrif að mæta rétt innstilltur í vinnuna, sérstaklega ef maður er að vinna með öðru fólki. Jákvæðni og gleði smita út frá sér og neikvæðni og leiðindi draga alla niður. Ég hef rosa gaman af uppistandi þannig það virkar vel fyrir mig að setja eitthvað skemmtilegt svoleiðis á sem ég hlusta á meðan ég fer yfir verkefni dagsins og gíra mig inn á þá bylgjulengd sem ég vil vera á áður en ég mæti í vinnuna. Stundum spila ég smá á píanó, tengt við heyrnartól svo ég æri ekki nágrannana.“ Þegar að þú rifjar upp skemmtilega leiki, eða dót, frá æskuárunum, hvaða minningar koma upp í hugann? „Að tálga örvar með pabba og skjóta af bogum sem við bjuggum til saman úr plaströrum og böndum. Ég las mikið Prins Valíant og lifði mig mikið inn í sverð, boga og örvar.“ Sigrún Hildur segir það mikilvægt verkefni alla morgna að gíra sig inn á jákvæðni og gleði og á morgnana býr hún sér líka til tékklista fyrir helstu verkefni dagsins.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur við að þróa stafrænu sjálfbærnilausnirnar okkar sem miða að því að lágmarka vistspor. Á síðasta ári fjölgaði notendum hugbúnaðarins okkar um 72% og eru nú rúmlega fjögur þúsund í yfir tuttugu löndum. Þessi stækkun hefur haft það í för með sér að við vildum endurhugsa uppsetningu teymisins míns til að tryggja að viðskiptavinirnir okkar héldu áfram í gleðina. Teymið mitt er nú að hanna og innleiða nýja ferla með það að markmiði að viðskiptavinir okkar fái þjónustu sem fer fram úr þeirra væntingum. Ég hef líka unnið töluvert í markaðsmálum og var að klára „rebranding“ verkefni fyrir Klappir í síðasta mánuði. Það var svaka skemmtileg vinna sem snerti í raun allt í fyrirtækinu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Það fer svolítið eftir því hvað ég er að gera hverju sinni. Mér finnst rosalega óþægilegt að mæta „köld“ í vinnuna og bý þess vegna til tékklista á morgnanna þar sem ég lista verkefni dagsins. Ég reyni að halda mig við það sem á honum er en oft kemur svo eitthvað upp sem ruglar í því skipulagi og maður þarf að færa eitthvað til. Það er líka eðli vinnunnar, viðskiptavinir hringja og maður vill mæta þeim þar sem þeir eru. Það krefst þess stundum að maður leggi annað til hliðar og sinni þeim og það er líka bara í góðu lagi.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég myndi segja að ég reyni að fara að sofa á milli ellefu og klukkan eitt. Ég verð alltaf að hlusta á eitthvað þegar ég sofna svo svefntíminn ræðst yfirleitt af því hversu fyndið eða skemmtilegt efnið er sem ég er að hlusta á er. Ef það er skemmtilegt þá sofna ég seinna en á móti þá sofna ég hlægjandi og í rosa góðu skapi sem er alltaf gott.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01 Sálin hans Jóns míns vinsælust og stjórnaði sjálf diskótekunum Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Sölusviðs Öryggismiðstöðvarinnar, myndi treysta sér til þess að keppa á stórmóti í skipulagningu, svo skipulögð er hún. Á morgnana stýrist fatavalið meðal annars af því hvað ljúfa röddin í símaappi eiginmannsins segir en frá unglingsárunum er það Sálin hans Jóns míns sem stendur upp úr. 1. maí 2021 10:00 Íþróttanördinn í Landsbjörg viðurkennir stríðni barna sinna Nýr framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjörg, Kristján Harðarson, viðurkennir að hann sé algjör alæta á íþróttir. Svo mikill íþróttanörd er hann reyndar, að börnin gera að honum smá grín. Kristján skipuleggur verkefnin sín í lok hverrar vinnuviku en þessa dagana er annasamt í vinnunni; Ekki síst vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. 24. apríl 2021 10:01 Getur ekki lengur vaknað í rólegheitum á morgnana Hera Grímsdóttir, forseti Iðn- og tæknifræðideildar við Háskólann í Reykjavík (HR), segir nýjasta fjölskyldumeðliminn, tíu vikna Bichon tík, vera að hrófla við allri hefðbundinni morgunrútínu. Heru finnst best að skipuleggja verkefni vikunnar á mánudögum og þar sem iðn- og tæknifræðideild HR hefur stækkað svo mikið frá því að hún var stofnuð fyrir tveimur árum, eru verkefni vikunnar æði mörg. 17. apríl 2021 10:01 Öðruvísi prógram í grísavikum og vonlaus í hárgreiðslu dótturinnar Reynir Örn Þrastarson, matreiðslumaður, sölufulltrúi hjá Heildsölu Ásbjörns Ólafssonar og lottókynnir, segir oft í gríni að vinnan hans felist í að trufla aðra kokka í sinni vinnu. Því starfið kallar á heimsóknir til viðskiptavina víðs vegar um landið. Í grísavikum er prógramið nokkuð frábrugðið því þá býr dóttir hans hjá honum. Sem segir hann algerlega vonlausan hárgreiðslumann. 27. mars 2021 10:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01
Sálin hans Jóns míns vinsælust og stjórnaði sjálf diskótekunum Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Sölusviðs Öryggismiðstöðvarinnar, myndi treysta sér til þess að keppa á stórmóti í skipulagningu, svo skipulögð er hún. Á morgnana stýrist fatavalið meðal annars af því hvað ljúfa röddin í símaappi eiginmannsins segir en frá unglingsárunum er það Sálin hans Jóns míns sem stendur upp úr. 1. maí 2021 10:00
Íþróttanördinn í Landsbjörg viðurkennir stríðni barna sinna Nýr framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjörg, Kristján Harðarson, viðurkennir að hann sé algjör alæta á íþróttir. Svo mikill íþróttanörd er hann reyndar, að börnin gera að honum smá grín. Kristján skipuleggur verkefnin sín í lok hverrar vinnuviku en þessa dagana er annasamt í vinnunni; Ekki síst vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. 24. apríl 2021 10:01
Getur ekki lengur vaknað í rólegheitum á morgnana Hera Grímsdóttir, forseti Iðn- og tæknifræðideildar við Háskólann í Reykjavík (HR), segir nýjasta fjölskyldumeðliminn, tíu vikna Bichon tík, vera að hrófla við allri hefðbundinni morgunrútínu. Heru finnst best að skipuleggja verkefni vikunnar á mánudögum og þar sem iðn- og tæknifræðideild HR hefur stækkað svo mikið frá því að hún var stofnuð fyrir tveimur árum, eru verkefni vikunnar æði mörg. 17. apríl 2021 10:01
Öðruvísi prógram í grísavikum og vonlaus í hárgreiðslu dótturinnar Reynir Örn Þrastarson, matreiðslumaður, sölufulltrúi hjá Heildsölu Ásbjörns Ólafssonar og lottókynnir, segir oft í gríni að vinnan hans felist í að trufla aðra kokka í sinni vinnu. Því starfið kallar á heimsóknir til viðskiptavina víðs vegar um landið. Í grísavikum er prógramið nokkuð frábrugðið því þá býr dóttir hans hjá honum. Sem segir hann algerlega vonlausan hárgreiðslumann. 27. mars 2021 10:01