Átta sig á andlegu, fjárhagslegu og kynferðislegu ofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2021 22:00 Mjöll Jónsdóttir hefur verið sálfræðingur hjá Heimilisfriði í tvö ár. Vísir/Egill Heimilisfriður, úrræði fyrir gerendur ofbeldis, sinnir nú næstum þrefalt fleiri viðtölum í hverjum mánuði en árið 2019. Allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis, að sögn sálfræðings Heimilisfriðar. Árið 2019 komu skjólstæðingar Heimilisfriðar í um fjörutíu viðtöl á mánuði, samkvæmt tölum frá úrræðinu. Aðsókn jókst í kórónuveirufaraldrinum en fyrri hluta árs 2020 var fjöldi viðtala kominn upp í sextíu í mánuði. Nú, í maí 2021, eru viðtölin orðin hundrað í mánuði - og fjöldi viðtala því nær þrefaldast á tæpum tveimur árum. Um tvö til fjögur mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar í hverri viku og ný mál á ári orðin um hundrað og fimmtíu. Sálfræðingur hjá Heimilisfriði segir að MeToo-bylgjan sem hófst í síðustu viku hafi einkum hjálpað við meðferð þeirra skjólstæðinga sem þegar sækja hjálp til úrræðisins. Síðustu mánuði hafi málin mikið til snúið að líkamlegu ofbeldi. „En fólk er líka að átta sig á andlegu ofbeldi, fjárhagslegu og kynferðislegu. Við erum að sjá allt. Þetta er aukin vakning í öllum tegundum sýnist okkur,“ segir Mjöll Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Gerendur sem leita til Heimilisfriðar eru langflestir karlar - og allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis. „Það eru öll kyn, allur aldur, í öllum stéttum samfélagsins. Og það er eiginlega ekkert sem einkennir [gerendur ]annað heldur en að þeir hafa beitt ofbeldi og flestir upplifað hörmungar í eigin lífi líka,“ segir Mjöll. Búist þið við því þegar lengra líður frá þessari MeToo-bylgu, að fólk leiti sér hjálpar í auknum mæli? „Ég vona það. Ég ætla svo sannarlega að vona að umræðan skili því að fólk leiti sér hjálpar.“ MeToo Kynferðisofbeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Metoo umræða á þingi: Réttarkerfið brugðist og sönnunarbyrðin erfið Þingmenn fordæmdu nauðgunarmenningu og sögðu réttarkerfið hafa brugðist þolendum kynferðisbofbeldis í umræðum um störf þingsins í dag. 11. maí 2021 14:19 Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 „Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Árið 2019 komu skjólstæðingar Heimilisfriðar í um fjörutíu viðtöl á mánuði, samkvæmt tölum frá úrræðinu. Aðsókn jókst í kórónuveirufaraldrinum en fyrri hluta árs 2020 var fjöldi viðtala kominn upp í sextíu í mánuði. Nú, í maí 2021, eru viðtölin orðin hundrað í mánuði - og fjöldi viðtala því nær þrefaldast á tæpum tveimur árum. Um tvö til fjögur mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar í hverri viku og ný mál á ári orðin um hundrað og fimmtíu. Sálfræðingur hjá Heimilisfriði segir að MeToo-bylgjan sem hófst í síðustu viku hafi einkum hjálpað við meðferð þeirra skjólstæðinga sem þegar sækja hjálp til úrræðisins. Síðustu mánuði hafi málin mikið til snúið að líkamlegu ofbeldi. „En fólk er líka að átta sig á andlegu ofbeldi, fjárhagslegu og kynferðislegu. Við erum að sjá allt. Þetta er aukin vakning í öllum tegundum sýnist okkur,“ segir Mjöll Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Gerendur sem leita til Heimilisfriðar eru langflestir karlar - og allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis. „Það eru öll kyn, allur aldur, í öllum stéttum samfélagsins. Og það er eiginlega ekkert sem einkennir [gerendur ]annað heldur en að þeir hafa beitt ofbeldi og flestir upplifað hörmungar í eigin lífi líka,“ segir Mjöll. Búist þið við því þegar lengra líður frá þessari MeToo-bylgu, að fólk leiti sér hjálpar í auknum mæli? „Ég vona það. Ég ætla svo sannarlega að vona að umræðan skili því að fólk leiti sér hjálpar.“
MeToo Kynferðisofbeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Metoo umræða á þingi: Réttarkerfið brugðist og sönnunarbyrðin erfið Þingmenn fordæmdu nauðgunarmenningu og sögðu réttarkerfið hafa brugðist þolendum kynferðisbofbeldis í umræðum um störf þingsins í dag. 11. maí 2021 14:19 Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 „Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Metoo umræða á þingi: Réttarkerfið brugðist og sönnunarbyrðin erfið Þingmenn fordæmdu nauðgunarmenningu og sögðu réttarkerfið hafa brugðist þolendum kynferðisbofbeldis í umræðum um störf þingsins í dag. 11. maí 2021 14:19
Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15
„Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32