„Skurðlæknirinn“ Logi mun áfram skera upp andstæðingana Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2021 12:00 Logi Gunnarsson leit á leikinn við ÍR sem einn þann mikilvægasta í sögu Njarðvíkur. Með sigri tókst liðinu að hafa örlögin í eigin höndum í lokaumferðinni í gær. vísir/bára „Þetta verður 25. tímabilið mitt í röð í meistaraflokki og það er mikið afrek fyrir íþróttamann. Ég hef lagt mikið á mig til þess,“ segir körfuboltagoðsögnin Logi Gunnarsson sem mun spila 40 ára að aldri í Dominos-deildinni á næstu leiktíð. Það mátti ekki miklu muna að Logi þyrfti að taka ákvörðun um það hvort hann myndi leggja skóna á hilluna eða spila í 1. deild með Njarðvík. Logi og félagar enduðu hins vegar leiktíðina á því að vinna þrjá leiki í röð og bjarga sér frá falli, og segja má að þeir hafi verið aðeins einni körfu frá því að komast í úrslitakeppnina. Þangað stefnir Logi hins vegar nú á næstu leiktíð, staðráðinn í að leggja sitt að mörkum í að koma Njarðvík í átt að fyrri sess sem besta lið landsins. „Ég var búinn að ákveða það fyrir svolitlu síðan að ef ég hefði möguleika á að spila í efstu deild eftir fertugt þá væri það frábært. Það hefur verið smááskorun fyrir mig að halda mér í standi til þess og ég held að ég hafi enn mikið fram að færa í efstu deild, svo ég er ánægður með að taka alla vega eitt ár í viðbót,“ segir Logi sem skoraði að meðaltali 11,5 stig í leik í vetur. Þegar hann hættir þá hverfa svo miklir hæfileikar Logi var landsliðsmaður í 18 ár og lék lengi í atvinnumennsku í Þýskalandi, Finnlandi, Spáni, Frakklandi og Svíþjóð. Hann vill nýta hæfileika sína til hins ítrasta áður en nýr kafli ævinnar tekur við: „Þegar ég hætti er ég búinn og fer aldrei aftur í þetta, og allt sem ég hef lagt á mig hættir að nýtast. Ég hef lagt svo mikla vinnu í þetta alla mína ævi; mekanismann í skotinu, allar hreyfingarnar og driplið, og mér finnst synd að hætta áður en ég er tilbúinn til þess. Þetta er eins og skurðlæknir sem hættir að vinna. Þegar hann hættir þá eru svo miklir hæfileikar horfnir og nýtast aldrei aftur. Á meðan að ég veit að ég hjálpa liðinu mínu þá vil ég halda áfram. Ég átti marga stóra leiki í vetur; sigurkörfur og 20-30 stiga leiki. Stigaskorið mitt var það besta í þrjú ár og á meðan svo er þá vil ég nýta hvern einasta svitadropa í að halda áfram. Ég á ekki að hætta fyrir neinn annan en mig,“ segir Logi en bætir þó við að líklega verði næsta tímabil hans síðasta. Hefði verið rosalegt sjokk fyrir samfélagið Logi dregur ekkert úr því hve miklar afleiðingar það hefði haft ef Njarðvík hefði ekki unnið leikina við Þór Akureyri, ÍR og Þór Þorlákshöfn nú í lok leiktíðar. Fyrir þessa leiki var liðið á botni deildarinnar og öruggt að það þyrfti að vinna að minnsta kosti tvo leikjanna. Logi Gunnarsson skoraði 11,5 stig að meðaltali í leik í vetur.VÍSIR/VILHELM „Það hefði verið rosalegt sjokk fyrir samfélagið í Njarðvík að falla eftir að hafa verið í fremstu röð í öll þessi ár og unnið alla þessa titla. Þetta hefði getað haft áhrif niður í yngri flokka, áhuginn þar og í bæjarfélaginu dvínað. Þess vegna held ég að þetta hafi verið mikilvægustu leikir í sögu félagsins. Það hefði verið mjög erfitt fyrir mig persónulega að kyngja því að hafa fallið. Hefði ég þá aldrei spilað í úrvalsdeild aftur? Hefði ég þurft að spila í 1. deildinni og hætta svo? Ég lét mig ekki hugsa um þessa hluti og ætlaði bara með Njarðvík í úrslitakeppnina,“ segir Logi. Margar nætur þar sem maður svaf ekki eins og maður vildi „Það eru þess vegna blendnar tilfinningar hjá manni. Ég er svo mikill keppnismaður að ég fór inn í síðasta dag tímabilsins gíraður í það að fara að mæta svo einhverju liði á laugardaginn í 8-liða úrslitum. Mér fannst ákveðinn meðbyr með okkur – við gætum unnið þriðja leikinn í röð og ef að það tækist gegn næstbesta liði landsins þá værum við tilbúnir í hvað sem er. Ég sá því ekkert annað en 8-liða úrslitin og er ekkert voðalega sáttur. Ég veit að það voru margir hræddir um að við myndum falla en ég get ekki verið jákvæður eftir að hafa ekki komist í úrslitakeppnina,“ segir Logi. Njarðvík endaði jöfn Tindastóli að stigum í 8.-9. sæti en Tindastóll vann innbyrðis leiki liðanna samtals með tveggja stiga mun. Á meðan að margir í Njarðvík anda eflaust léttar yfir því að liðið skyldi ekki falla er Logi frekar svekktur yfir því að hafa ekki skorað einni körfu meira gegn Tindastóli. Logi Gunnarsson hefur enn mikið fram að færa fyrir Njarðvík og verður með liðinu á næstu leiktíð.vísir/hulda „Auðvitað er þetta samt mikill léttir miðað við það þegar við vorum í neðsta sæti fyrir tíu dögum. Þá var staðan þannig að við þyrftum mögulega að vinna alla þrjá leikina sem við áttum eftir. Það var óvenjulegur fiðringur í maganum þegar við vorum á leið í Seljaskóla (í leikinn við ÍR). Ég hugsaði með mér að þetta væri stærsti leikurinn í sögu félagsins – í þessum hluta sögunnar – öðruvísi en allir Íslandsmeistaratitlarnir sem við höfum unnið og slíkt. Óróleikinn var mikill því maður hugsaði með sér að ef við myndum falla þá tæki við heilt ár, og jafnvel mörg ár, sem færu í súginn bara í 1. deildinni. Töp í þessum síðustu leikjum hefðu haft svo mikil áhrif á félagið og það voru ekki margar nætur þar sem maður svaf eins og maður vildi,“ segir Logi en vill ekki draga dökka mynd af leiktíðinni hjá Njarðvík: „Það er svo stutt á milli í þessu. Við áttum tíu leiki þar sem við töpuðum með fimm stiga mun eða minna. Tímabilið var ekkert hræðilegt. Ef við hefðum unnið 2-3 leiki í viðbót hefðum við náð 4. sæti. Þetta sýnir bara hvert körfuboltinn er kominn hér á Íslandi, þar sem enginn sigur er öruggur.“ Ekki eins slæmt og þetta leit út fyrir Logi er ekki endilega á því að Njarðvíkingar þurfi að fara í mikla naflaskoðun eftir þessa leiktíð, þó að vissulega þurfi að fara vel yfir málin: „Ef ég á að vera alveg raunsær þá finnst mér þetta ekki eins slæmt og þetta leit kannski út fyrir. Tindastóli var spáð titlinum en rétt slefaði í úrslitakeppni. Þetta var bara öðruvísi ár. Samblanda af útlendingum skipti rosalega miklu máli í vetur. Okkar strákar voru samt mjög flottir á tímabili. Ég tel að íslensku leikmennirnir í okkar liði séu ekkert verri en hjá öðrum liðum. Samblandan af útlendingunum var kannski ekki alveg rétt, eins og gerist stundum, og ef maður horfir yfir lækinn til Keflavíkur þá eru þeir með frábæra, erlenda leikmenn. Þá er ég alls ekki að meina að okkar menn hafi verið eitthvað lélegir en það skiptir máli hvernig liðið blandast saman. Við töpuðum mörgum jöfnum leikjum og ég tel stöðuna ekki mikið áhyggjuefni,“ segir Logi og bendir á að byggt sé upp til framtíðar í Njarðvík: „Árið 2019 vorum við með flesta fulltrúa í yngri landsliðum Íslands, yfir 20 leikmenn, svo að við höldum áfram að framleiða leikmenn í hæsta gæðaflokki. Ég hef engar áhyggjur af öðru.“ Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Það mátti ekki miklu muna að Logi þyrfti að taka ákvörðun um það hvort hann myndi leggja skóna á hilluna eða spila í 1. deild með Njarðvík. Logi og félagar enduðu hins vegar leiktíðina á því að vinna þrjá leiki í röð og bjarga sér frá falli, og segja má að þeir hafi verið aðeins einni körfu frá því að komast í úrslitakeppnina. Þangað stefnir Logi hins vegar nú á næstu leiktíð, staðráðinn í að leggja sitt að mörkum í að koma Njarðvík í átt að fyrri sess sem besta lið landsins. „Ég var búinn að ákveða það fyrir svolitlu síðan að ef ég hefði möguleika á að spila í efstu deild eftir fertugt þá væri það frábært. Það hefur verið smááskorun fyrir mig að halda mér í standi til þess og ég held að ég hafi enn mikið fram að færa í efstu deild, svo ég er ánægður með að taka alla vega eitt ár í viðbót,“ segir Logi sem skoraði að meðaltali 11,5 stig í leik í vetur. Þegar hann hættir þá hverfa svo miklir hæfileikar Logi var landsliðsmaður í 18 ár og lék lengi í atvinnumennsku í Þýskalandi, Finnlandi, Spáni, Frakklandi og Svíþjóð. Hann vill nýta hæfileika sína til hins ítrasta áður en nýr kafli ævinnar tekur við: „Þegar ég hætti er ég búinn og fer aldrei aftur í þetta, og allt sem ég hef lagt á mig hættir að nýtast. Ég hef lagt svo mikla vinnu í þetta alla mína ævi; mekanismann í skotinu, allar hreyfingarnar og driplið, og mér finnst synd að hætta áður en ég er tilbúinn til þess. Þetta er eins og skurðlæknir sem hættir að vinna. Þegar hann hættir þá eru svo miklir hæfileikar horfnir og nýtast aldrei aftur. Á meðan að ég veit að ég hjálpa liðinu mínu þá vil ég halda áfram. Ég átti marga stóra leiki í vetur; sigurkörfur og 20-30 stiga leiki. Stigaskorið mitt var það besta í þrjú ár og á meðan svo er þá vil ég nýta hvern einasta svitadropa í að halda áfram. Ég á ekki að hætta fyrir neinn annan en mig,“ segir Logi en bætir þó við að líklega verði næsta tímabil hans síðasta. Hefði verið rosalegt sjokk fyrir samfélagið Logi dregur ekkert úr því hve miklar afleiðingar það hefði haft ef Njarðvík hefði ekki unnið leikina við Þór Akureyri, ÍR og Þór Þorlákshöfn nú í lok leiktíðar. Fyrir þessa leiki var liðið á botni deildarinnar og öruggt að það þyrfti að vinna að minnsta kosti tvo leikjanna. Logi Gunnarsson skoraði 11,5 stig að meðaltali í leik í vetur.VÍSIR/VILHELM „Það hefði verið rosalegt sjokk fyrir samfélagið í Njarðvík að falla eftir að hafa verið í fremstu röð í öll þessi ár og unnið alla þessa titla. Þetta hefði getað haft áhrif niður í yngri flokka, áhuginn þar og í bæjarfélaginu dvínað. Þess vegna held ég að þetta hafi verið mikilvægustu leikir í sögu félagsins. Það hefði verið mjög erfitt fyrir mig persónulega að kyngja því að hafa fallið. Hefði ég þá aldrei spilað í úrvalsdeild aftur? Hefði ég þurft að spila í 1. deildinni og hætta svo? Ég lét mig ekki hugsa um þessa hluti og ætlaði bara með Njarðvík í úrslitakeppnina,“ segir Logi. Margar nætur þar sem maður svaf ekki eins og maður vildi „Það eru þess vegna blendnar tilfinningar hjá manni. Ég er svo mikill keppnismaður að ég fór inn í síðasta dag tímabilsins gíraður í það að fara að mæta svo einhverju liði á laugardaginn í 8-liða úrslitum. Mér fannst ákveðinn meðbyr með okkur – við gætum unnið þriðja leikinn í röð og ef að það tækist gegn næstbesta liði landsins þá værum við tilbúnir í hvað sem er. Ég sá því ekkert annað en 8-liða úrslitin og er ekkert voðalega sáttur. Ég veit að það voru margir hræddir um að við myndum falla en ég get ekki verið jákvæður eftir að hafa ekki komist í úrslitakeppnina,“ segir Logi. Njarðvík endaði jöfn Tindastóli að stigum í 8.-9. sæti en Tindastóll vann innbyrðis leiki liðanna samtals með tveggja stiga mun. Á meðan að margir í Njarðvík anda eflaust léttar yfir því að liðið skyldi ekki falla er Logi frekar svekktur yfir því að hafa ekki skorað einni körfu meira gegn Tindastóli. Logi Gunnarsson hefur enn mikið fram að færa fyrir Njarðvík og verður með liðinu á næstu leiktíð.vísir/hulda „Auðvitað er þetta samt mikill léttir miðað við það þegar við vorum í neðsta sæti fyrir tíu dögum. Þá var staðan þannig að við þyrftum mögulega að vinna alla þrjá leikina sem við áttum eftir. Það var óvenjulegur fiðringur í maganum þegar við vorum á leið í Seljaskóla (í leikinn við ÍR). Ég hugsaði með mér að þetta væri stærsti leikurinn í sögu félagsins – í þessum hluta sögunnar – öðruvísi en allir Íslandsmeistaratitlarnir sem við höfum unnið og slíkt. Óróleikinn var mikill því maður hugsaði með sér að ef við myndum falla þá tæki við heilt ár, og jafnvel mörg ár, sem færu í súginn bara í 1. deildinni. Töp í þessum síðustu leikjum hefðu haft svo mikil áhrif á félagið og það voru ekki margar nætur þar sem maður svaf eins og maður vildi,“ segir Logi en vill ekki draga dökka mynd af leiktíðinni hjá Njarðvík: „Það er svo stutt á milli í þessu. Við áttum tíu leiki þar sem við töpuðum með fimm stiga mun eða minna. Tímabilið var ekkert hræðilegt. Ef við hefðum unnið 2-3 leiki í viðbót hefðum við náð 4. sæti. Þetta sýnir bara hvert körfuboltinn er kominn hér á Íslandi, þar sem enginn sigur er öruggur.“ Ekki eins slæmt og þetta leit út fyrir Logi er ekki endilega á því að Njarðvíkingar þurfi að fara í mikla naflaskoðun eftir þessa leiktíð, þó að vissulega þurfi að fara vel yfir málin: „Ef ég á að vera alveg raunsær þá finnst mér þetta ekki eins slæmt og þetta leit kannski út fyrir. Tindastóli var spáð titlinum en rétt slefaði í úrslitakeppni. Þetta var bara öðruvísi ár. Samblanda af útlendingum skipti rosalega miklu máli í vetur. Okkar strákar voru samt mjög flottir á tímabili. Ég tel að íslensku leikmennirnir í okkar liði séu ekkert verri en hjá öðrum liðum. Samblandan af útlendingunum var kannski ekki alveg rétt, eins og gerist stundum, og ef maður horfir yfir lækinn til Keflavíkur þá eru þeir með frábæra, erlenda leikmenn. Þá er ég alls ekki að meina að okkar menn hafi verið eitthvað lélegir en það skiptir máli hvernig liðið blandast saman. Við töpuðum mörgum jöfnum leikjum og ég tel stöðuna ekki mikið áhyggjuefni,“ segir Logi og bendir á að byggt sé upp til framtíðar í Njarðvík: „Árið 2019 vorum við með flesta fulltrúa í yngri landsliðum Íslands, yfir 20 leikmenn, svo að við höldum áfram að framleiða leikmenn í hæsta gæðaflokki. Ég hef engar áhyggjur af öðru.“
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira