Blikar ekki fengið á sig jafn mörg mörk í leik síðan 2013 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2021 14:01 ÍBV sýndi Íslandsmeisturum Breiðabliks enga virðingu í gær og vann 4-2 sigur. vísir/elín björg Átta ár eru síðan lið skoraði jafn mörg mörk gegn Breiðabliki í einum leik og ÍBV í gær. Eyjakonur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum Blika á Hásteinsvelli í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í gær, 4-2. Sigurinn var óvæntur endaði tapaði ÍBV fyrir Þór/KA, 1-2, í 1. umferðinni á meðan Breiðablik sigraði Fylki, 9-0. ÍBV lenti 0-1 undir í leiknum í gær en var 4-1 yfir í hálfleik eftir ótrúlegar lokamínútur í fyrri hálfleik. Eyjakonur héldu svo út þrátt fyrir að vera manni færri allan seinni hálfleikinn. Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍBV en Kristín Dís Árnadóttir og Agla María Albertsdóttir mörk Breiðabliks. Breiðablik hefur ekki fengið á sig jafn mörg mörk í leik síðan liðið tapaði 6-0 fyrir Stjörnunni 15. september 2013. Tveir leikmenn sem léku með Blikum í gær spiluðu þann leik; Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. Tímabilið 2013 endaði Breiðablik í 5. sæti Pepsi-deildarinnar á meðan Stjarnan varð Íslandsmeistari með fullu húsi stiga. Fengu á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil Undanfarin ár hefur vörn Blika verið afar öflug og á sex tímabilum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar fékk liðið aldrei meira en fimmtán mörk á sig. Í fyrra fékk Breiðablik aðeins þrjú mörk á sig í fimmtán deildarleikjum. Í gær fékk liðið því á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil. Fyrsta tapið í tæp tvö ár Tapið í Eyjum í gær var fyrsta tap Breiðabliks í deildarleik síðan í lokaumferðinni 2018. Blikar töpuðu þá 3-2 fyrir Valskonum 22. september en voru þegar búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik tapaði ekki leik tímabilin 2019 og 2020 og rústaði svo Fylki í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Blikar höfðu því leikið 34 deildarleiki í röð án þess að tapa áður en að leiknum í Eyjum kom. Blikar geta þó huggað sig við það að Valskonur, sem flestir búast við að berjist um Íslandsmeistaratitilinn við þær, gerðu markalaust jafntefli við Þróttara í gær. Tveir leikir í 2. umferð Pepsi Max-deildinni fara fram í kvöld og verður viðureign Þórs/KA og Selfoss sýnd beint á Stöð 2 Sport. Hún hefst klukkan 18:00. Í hinum leik kvöldsins eigast Stjarnan og nýliðar Keflavíkur við. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta horft á leikinn í gegnum vefsjónvarp á stod2.is. Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. 11. maí 2021 10:30 Andri: Hjálpaði gríðarlega að koma inn síðasta markinu „Þetta var sætt. Góður leikur hjá okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-2 sigur ÍBV á Breiðabliks. 10. maí 2021 20:45 Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Breiðablik 4-2 | ÍBV kom til baka gegn Breiðablik ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. 10. maí 2021 20:01 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Eyjakonur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum Blika á Hásteinsvelli í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í gær, 4-2. Sigurinn var óvæntur endaði tapaði ÍBV fyrir Þór/KA, 1-2, í 1. umferðinni á meðan Breiðablik sigraði Fylki, 9-0. ÍBV lenti 0-1 undir í leiknum í gær en var 4-1 yfir í hálfleik eftir ótrúlegar lokamínútur í fyrri hálfleik. Eyjakonur héldu svo út þrátt fyrir að vera manni færri allan seinni hálfleikinn. Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍBV en Kristín Dís Árnadóttir og Agla María Albertsdóttir mörk Breiðabliks. Breiðablik hefur ekki fengið á sig jafn mörg mörk í leik síðan liðið tapaði 6-0 fyrir Stjörnunni 15. september 2013. Tveir leikmenn sem léku með Blikum í gær spiluðu þann leik; Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. Tímabilið 2013 endaði Breiðablik í 5. sæti Pepsi-deildarinnar á meðan Stjarnan varð Íslandsmeistari með fullu húsi stiga. Fengu á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil Undanfarin ár hefur vörn Blika verið afar öflug og á sex tímabilum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar fékk liðið aldrei meira en fimmtán mörk á sig. Í fyrra fékk Breiðablik aðeins þrjú mörk á sig í fimmtán deildarleikjum. Í gær fékk liðið því á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil. Fyrsta tapið í tæp tvö ár Tapið í Eyjum í gær var fyrsta tap Breiðabliks í deildarleik síðan í lokaumferðinni 2018. Blikar töpuðu þá 3-2 fyrir Valskonum 22. september en voru þegar búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik tapaði ekki leik tímabilin 2019 og 2020 og rústaði svo Fylki í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Blikar höfðu því leikið 34 deildarleiki í röð án þess að tapa áður en að leiknum í Eyjum kom. Blikar geta þó huggað sig við það að Valskonur, sem flestir búast við að berjist um Íslandsmeistaratitilinn við þær, gerðu markalaust jafntefli við Þróttara í gær. Tveir leikir í 2. umferð Pepsi Max-deildinni fara fram í kvöld og verður viðureign Þórs/KA og Selfoss sýnd beint á Stöð 2 Sport. Hún hefst klukkan 18:00. Í hinum leik kvöldsins eigast Stjarnan og nýliðar Keflavíkur við. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta horft á leikinn í gegnum vefsjónvarp á stod2.is.
Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. 11. maí 2021 10:30 Andri: Hjálpaði gríðarlega að koma inn síðasta markinu „Þetta var sætt. Góður leikur hjá okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-2 sigur ÍBV á Breiðabliks. 10. maí 2021 20:45 Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Breiðablik 4-2 | ÍBV kom til baka gegn Breiðablik ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. 10. maí 2021 20:01 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. 11. maí 2021 10:30
Andri: Hjálpaði gríðarlega að koma inn síðasta markinu „Þetta var sætt. Góður leikur hjá okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-2 sigur ÍBV á Breiðabliks. 10. maí 2021 20:45
Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Breiðablik 4-2 | ÍBV kom til baka gegn Breiðablik ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. 10. maí 2021 20:01