Líkum skolar upp á árbakka Ganges Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. maí 2021 16:42 Talið er að líkin megi rekja til tilraunar til líkbrennslu við árbakka Ganges. Getty/Ritesh Shukla Minnst fjörutíu líkum hefur skolað upp á árbakka Ganges-árinnar í norðurhluta Indlands. Ekki er vitað hvaðan líkin koma en indverskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að um fórnarlömb kórónuveirufaraldursins sé að ræða. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir að staðarmiðlar hafi sumir greint frá því að allt að hundrað lík hafi fundist við árbakkann. Ástand líkanna gefi einnig til kynna að þau hafi verið í vatninu í marga daga. Þau fundust stuttu frá skilum Bihar og Uttar Pradesh héraðanna. „Það er líklegt að þessar líkamsleifar hafi komið úr Uttar Pradesh héraði,“ sagði Ashok Kumar talsmaður héraðsstjórnar á blaðamannafundi. Hann sagði að líkamsleifarnar yrðu annaðhvort grafnar eða brenndar. Þá segir í tilkynningu að líkin hafi verið útþembd og að hluta brennd. Líklegt er talið að líkin hafi endað í ánni eftir að tilraun hafi verið gerð til að brenna líkin við árbakkann. Lík látinna eru alla jafnan brennd á Indlandi, en ekki grafin, og er því talið líklegt að tilraun hafi verið gerð til að brenna líkin í útför. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir Indland og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri en á síðustu vikum. Flestar útfararstofur landsins eru yfirfullar og hafa hvorki mannsskap né pláss til að halda í við að brenna líkin sem hrannast upp. Meira en 22,6 milljón hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni á Indlandi og 246.116 hafa dáið af völdum veirunnar frá upphafi faraldursins svo vitað sé um. Sérfræðingar telja hins vegar að dauðsföllin séu talsvert fleiri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 8. maí 2021 15:01 Mikil fjölgun smitaðra þrátt fyrir methlutfall bólusettra Yfirvöld í eyríkinu og ferðamannaparadísinni Seychelleseyjum í Indlandshafi hafa komið aftur á ströngum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins eftir að smituðum fjölgaði meir en nokkru sinni áður í vikunni. Þetta gerðist þrátt fyrir að hvergi sé hærra hlutfall íbúa bólusett fyrir veirunni í heiminum. 7. maí 2021 10:52 Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. 4. maí 2021 08:57 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir að staðarmiðlar hafi sumir greint frá því að allt að hundrað lík hafi fundist við árbakkann. Ástand líkanna gefi einnig til kynna að þau hafi verið í vatninu í marga daga. Þau fundust stuttu frá skilum Bihar og Uttar Pradesh héraðanna. „Það er líklegt að þessar líkamsleifar hafi komið úr Uttar Pradesh héraði,“ sagði Ashok Kumar talsmaður héraðsstjórnar á blaðamannafundi. Hann sagði að líkamsleifarnar yrðu annaðhvort grafnar eða brenndar. Þá segir í tilkynningu að líkin hafi verið útþembd og að hluta brennd. Líklegt er talið að líkin hafi endað í ánni eftir að tilraun hafi verið gerð til að brenna líkin við árbakkann. Lík látinna eru alla jafnan brennd á Indlandi, en ekki grafin, og er því talið líklegt að tilraun hafi verið gerð til að brenna líkin í útför. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir Indland og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri en á síðustu vikum. Flestar útfararstofur landsins eru yfirfullar og hafa hvorki mannsskap né pláss til að halda í við að brenna líkin sem hrannast upp. Meira en 22,6 milljón hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni á Indlandi og 246.116 hafa dáið af völdum veirunnar frá upphafi faraldursins svo vitað sé um. Sérfræðingar telja hins vegar að dauðsföllin séu talsvert fleiri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 8. maí 2021 15:01 Mikil fjölgun smitaðra þrátt fyrir methlutfall bólusettra Yfirvöld í eyríkinu og ferðamannaparadísinni Seychelleseyjum í Indlandshafi hafa komið aftur á ströngum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins eftir að smituðum fjölgaði meir en nokkru sinni áður í vikunni. Þetta gerðist þrátt fyrir að hvergi sé hærra hlutfall íbúa bólusett fyrir veirunni í heiminum. 7. maí 2021 10:52 Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. 4. maí 2021 08:57 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 8. maí 2021 15:01
Mikil fjölgun smitaðra þrátt fyrir methlutfall bólusettra Yfirvöld í eyríkinu og ferðamannaparadísinni Seychelleseyjum í Indlandshafi hafa komið aftur á ströngum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins eftir að smituðum fjölgaði meir en nokkru sinni áður í vikunni. Þetta gerðist þrátt fyrir að hvergi sé hærra hlutfall íbúa bólusett fyrir veirunni í heiminum. 7. maí 2021 10:52
Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. 4. maí 2021 08:57