Hvað hefur þú að fela strákur? Gunnar Dan Wiium skrifar 10. maí 2021 11:20 Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að „einhverjum“ hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. Ég hef átt erfitt með að staðsetja mig í þessu öllu saman með #metoo, eins og það sé innprentað í dna’ið mitt einhverskonar geranda meðvirknis strengur. Kannski er strengurinn afleiða eða karma ofbeldis karlmanna í garð kvenna í gegnum árþúsundir. Kannski er ég þjakaður af erfðasynd sem hefur skert sýn mína eða aftrað mér hvað varðar hreina afstöðu. Einhverskonar innprentuð skömm eða sekt fyrir brot minna meðbræðra, forfeðra. Kannski hefur þessi erfðasynd skert sýn mína á möguleg eigin brot gegn konum í þessu lífi. Þetta eru spurningar sem mér þykir vert að spyrja. Ég þarf greinilega að breytast, þroskast. Hvenær var það normið eiginlega að ég ætti ekki að breytast, „þetta hefur alltaf verið svona“ hugarfar. Ég þarf að breytast og vaxa sem manneskja og með því axla ég ábyrgð og raunverulega skila skömminni sem situr á mér eins og mara. Metoo byltingin er hér svo ég geti skoðað og rýnt, rýnt í eigin hugsanir, skúmaskot, samskipti og svo framvegis. Í stóra salnum í Laugarásbíó í kvöld voru skítnar 12 hræður. Miðað við hvað allir geta haft skoðanir og þóst vita allan fokking skít um sekt og sakleysi, ábyrgð og heiðarleika, finnst mér að salurinn hefði átt að vera fullur í kvöld. Það komin tími til breytinga, heilunar. Það er komin tími samruna og kærleiks en til þess þarf sannleikurinn að stíga fram. Hvernig komum við fram strákar? Hvernig hefur þú hagað þér strákur? Hvað hefur þú að fela strákur? Sannleikurinn gerir mig frjálsan og megi ég finna hann nú. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Jafnréttismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að „einhverjum“ hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. Ég hef átt erfitt með að staðsetja mig í þessu öllu saman með #metoo, eins og það sé innprentað í dna’ið mitt einhverskonar geranda meðvirknis strengur. Kannski er strengurinn afleiða eða karma ofbeldis karlmanna í garð kvenna í gegnum árþúsundir. Kannski er ég þjakaður af erfðasynd sem hefur skert sýn mína eða aftrað mér hvað varðar hreina afstöðu. Einhverskonar innprentuð skömm eða sekt fyrir brot minna meðbræðra, forfeðra. Kannski hefur þessi erfðasynd skert sýn mína á möguleg eigin brot gegn konum í þessu lífi. Þetta eru spurningar sem mér þykir vert að spyrja. Ég þarf greinilega að breytast, þroskast. Hvenær var það normið eiginlega að ég ætti ekki að breytast, „þetta hefur alltaf verið svona“ hugarfar. Ég þarf að breytast og vaxa sem manneskja og með því axla ég ábyrgð og raunverulega skila skömminni sem situr á mér eins og mara. Metoo byltingin er hér svo ég geti skoðað og rýnt, rýnt í eigin hugsanir, skúmaskot, samskipti og svo framvegis. Í stóra salnum í Laugarásbíó í kvöld voru skítnar 12 hræður. Miðað við hvað allir geta haft skoðanir og þóst vita allan fokking skít um sekt og sakleysi, ábyrgð og heiðarleika, finnst mér að salurinn hefði átt að vera fullur í kvöld. Það komin tími til breytinga, heilunar. Það er komin tími samruna og kærleiks en til þess þarf sannleikurinn að stíga fram. Hvernig komum við fram strákar? Hvernig hefur þú hagað þér strákur? Hvað hefur þú að fela strákur? Sannleikurinn gerir mig frjálsan og megi ég finna hann nú. Höfundur er smíðakennari.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun