Líkti Zvonko við remúlaði í bragðaref Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2021 12:01 Zvonko með boltann í leik gegn Keflavík fyrr á leiktíðinni. Benedikt Guðmundsson, körfuboltaspekingur, er ekki hrifinn af Zvonko Buljan leikmanni ÍR. Þetta kom fram í Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá í gærkvöldi. ÍR tapaði fyrir Njarðvík í miklum fallbaráttuslag á fimmtudagskvöldið en Breiðhyltingar geta enn fallið eftir tapið. Rætt var um frammistöðu Zvonko í þættinum í gær en hann gekk í raðir liðsins í lok janúar. Hann hefur ekki hrifið Benedikt. „Þetta er ekta Zvonko. Hann vill bara stela boltanum til að setja tvö stig hinu megin. Ég verð bara að segja: Ég get hann ekki. Þetta er orðið of mikið af hinu góða,“ sagði Benedikt. „Hann gerir bara hluti sem koma fram á tölfræðiblaðinu. Hann er til í að eltast við einhver fráköst, ekki öll. Hann er alltaf til í að skora. Hann er til í að gefa hann ef hann fær stoðsendingu en hann gerir ekkert fyrir varnarleikinn nema að þeir eru fjórir í vörn.“ Sævar Sævarsson tók í sama streng og hrífst ekki af varnarleik ÍR-liðsins. „Það er einn leikmaður í liðinu sem nennir að spila vörn af fullum krafti. Það er Colin Pryor og hann var ekki með í þessum leik,“ en Colin var ekki með vegna veikinda eftir bólusetningu vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég hef talað um að Milka og Deane séu eins og skinka og ostur, því þeir passi svo vel saman. Fyrir mér er Zvonko eins og að setja remúlaði í bragðarefinn.“ „Þú ert með góðan ís og ert kominn með kökudeigið, jarðarberið og kókósbolluna en svo mátti Borce bæta við einu nammi; hann setti remúlaði. Eftir það finnst mér liðið orðið ónýtt. Þetta er kannski ýkt en þetta passar ekki í þennan bragðaref.“ Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Zvonko og ÍR Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla ÍR Körfuboltakvöld Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
ÍR tapaði fyrir Njarðvík í miklum fallbaráttuslag á fimmtudagskvöldið en Breiðhyltingar geta enn fallið eftir tapið. Rætt var um frammistöðu Zvonko í þættinum í gær en hann gekk í raðir liðsins í lok janúar. Hann hefur ekki hrifið Benedikt. „Þetta er ekta Zvonko. Hann vill bara stela boltanum til að setja tvö stig hinu megin. Ég verð bara að segja: Ég get hann ekki. Þetta er orðið of mikið af hinu góða,“ sagði Benedikt. „Hann gerir bara hluti sem koma fram á tölfræðiblaðinu. Hann er til í að eltast við einhver fráköst, ekki öll. Hann er alltaf til í að skora. Hann er til í að gefa hann ef hann fær stoðsendingu en hann gerir ekkert fyrir varnarleikinn nema að þeir eru fjórir í vörn.“ Sævar Sævarsson tók í sama streng og hrífst ekki af varnarleik ÍR-liðsins. „Það er einn leikmaður í liðinu sem nennir að spila vörn af fullum krafti. Það er Colin Pryor og hann var ekki með í þessum leik,“ en Colin var ekki með vegna veikinda eftir bólusetningu vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég hef talað um að Milka og Deane séu eins og skinka og ostur, því þeir passi svo vel saman. Fyrir mér er Zvonko eins og að setja remúlaði í bragðarefinn.“ „Þú ert með góðan ís og ert kominn með kökudeigið, jarðarberið og kókósbolluna en svo mátti Borce bæta við einu nammi; hann setti remúlaði. Eftir það finnst mér liðið orðið ónýtt. Þetta er kannski ýkt en þetta passar ekki í þennan bragðaref.“ Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Zvonko og ÍR Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla ÍR Körfuboltakvöld Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti