Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 101-82 | Deildarmeistararnir í góðum gír Andri Már Eggertsson skrifar 7. maí 2021 22:50 Keflavík hefur nú unnið öll liðin í deildinni. Vísir/Vilhelm Keflavík vann sannfærandi sigur á Val er liðin mættust í Domino´s deild karla í kvöld. Lokatölur 101-82 deildarmeisturum Keflavíkur í vil. Valur byrjaði leikinn á að gera 8 fyrstu stig leiksins. Calvin Burks braut ísinn fyrir Keflavík sem virtist opna flóðgáttir fyrir deildarmeistarana. Við tók rosalegur kafli Keflavíkur sem endaði með 23 - 3 áhlaupi. Sóknarleikur Keflavíkur var mjög góður í fyrsta leikhluta, þeir skoruðu 31 stig og skilaði Hörður Axel 13 stig í þessum leikhluta. Annar leikhluti var talsvert jafnari og kom mikil orka í lið Vals þegar Finnur Atli Magnússon kom inná og skilaði hann 7 stig á snörpum kafla. Keflavík leiddi með 11 stigum þegar haldið var til hálfleiks 56 - 45. Finnur Atli Magnússon var einn af ljósu punktunum í liði Vals í kvöld. Finnur kom með góða innkomu í þriðja leikhluta, hann og Jordan Roland virtust vera einu tveir leikmenn Vals sem áttu svör við varnarleik Keflavíkur. Keflavík spilaði vel út allan leikinn, þeir gátu notað hópinn sinn töluvert og lönduðu að lokum góðum 19 stiga sigri 101 - 82. Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar voru alveg meðvitaðir um það hvernig fór þegar liðin mættust í Origo höllinni og vildu sanna það fyrir sjálfum sér og stuðningsfólki sínu að þeir geta unnið öll lið í deildinni. Sóknarleikur Keflavíkur var mjög góður. Keflavík vinnur alla leikhlutana og eru að fara vel með skotin sín þar sem þeir hittu vel í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Dominykas Milka var illviðráðanlegur inn í teignum í kvöld. Hann skilaði 26 stigum og tók 7 fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson setti tóninn í fyrsta leikhluta þar var stórkostlegur. Hörður Axel gerði 13 stig í fyrsta leikhluta. Alls skilaði hann 17 stigum og gaf 6 stoðsendingar. Finnur Atli Magnússon var ljósi punkturinn í liði Vals í kvöld, hann kom inn á af bekknum og skilaði 14 stigum. Hvað gekk illa? Varnarlega voru Valsmenn ekki á deginum sínum, það munar mikið um Pavel Ermolinskij í Vals liðinu sem á alltaf góðan leik á móti Keflavík. Keflavík skoraði 31 stig í fyrsta leikhluta sem setti Valsarana strax ofan í holu. Hvað gerist næst? Lokaumferð deildarkeppnarinnar er á mánudaginn næsta. Deildarmeistarar Keflavíkur fara á Egilsstaði og mæta Hetti klukkan 19:15. Á sama tíma í Origo höllinni mætast Valur og Grindavík. Fórum hægt af stað en fórum síðan að gera það sem við gerum best Finnur talaði um að aðal markmið Keflavíkur væri ólokið.Vísir/Bára „Varnarleikurinn í kvöld var það sem stóð upp úr hjá okkar liði. Við vorum sofandi í byrjun leiks sem er ekki venjan í okkar liði, en við fórum síðan bara í það sem við gerum best," sagði Finnur aðstoða þjálfari Keflavíkur. Jordan Roland gerði 23 stig í leiknum og var einn af fáum leikmönnum Vals sem gátu skorað á sterka vörn Keflavíkur. „Það er mjög erfitt að eiga við Jordan Roland, hann er góður leikmaður algjör stiga maskína en ég var ánægður með Hörð Axel sem tók aldrei augun af honum," sagði Finnur sem var þokkalega sáttur með vörnina á Jordan Roland. Finnur var fyrst og fremst ánægður með liðið í kvöld, þó hans menn voru seinir í gang þá kveiknaði á vélinni sem slökkti ekki á sér fyrr en eftir leik. „Við erum í okkar vegferð, Valur var liðið sem við áttu eftir að vinna, eitt af markmiðum okkar er að toppa á réttum tíma, við eigum það markmið eftir." Finnur var meðvitaður um að það vann með Keflavíkur liðinu að Pavel gat ekki spilað með Val í kvöld. Næsti leikur Keflavíkur er á Egilsstöðum á móti Hetti, það er stutt í úrslitakeppnina en Finnur þvertók fyrir það að leikmenn myndu fá hvíld í þeim leik. „Við ætlum alls ekki að fara hvíla í þeim leik, við förum í alla leiki til að vinna þá og á mánudaginn veðrur enginn breyting þar á," sagði Finnur að lokum. Við spiluðum aldrei góða vörn í leiknum Finnur Freyr þungur á brún eftir tap gegn Keflavík.Vísir/Hulda Margrét „Keflavík spiluðu mjög vel í kvöld, við vorum lélegir varnarlega frá 4 mínútu, sem gerir það að verkum að þú vinnur ekki Keflavík," sagði Finnur Freyr þjálfari Vals Valur gerði fyrstu 8 stigin í leiknum en við tók þá rosalegt áhlaup Keflavíkur sem varð til þess að Valur fór að elta strax í byrjun leiks. „Við mættum ákveðnir til leiks, Keflavík er svo vel skipulagt lið að þeir fara aldrei á taugum við að lenda nokkrum stigum undir snemma leiks, við vorum sjálfum okkur verstir í þessum kafla og þegar Keflavík kemst í gírinn er erfitt að eiga við þá." Sóknarleikur Keflavíkur hefur verið til fyrirmyndar allt tímabilið og játaði Finnur það að það er mjög erfitt að eiga við þá. „Það er mjög erfitt að eiga við sóknarleikinn hjá þeim, þeir spila góða vagg og veltu en það er bara lítil hluti af þeirra leik. Milka var góður í kvöld og þegar þriggja stiga skotin þeirra detta líka þá er mjög erfitt að eiga við þá." Sinisa Bilic byrjaði leikinn fyrir Val en meiddist í 1. leikhluta þar sem hann snéri sig á ökla og kom ekki meira við sögu. „Hann snéri sig á ökla strax í upphafi leik, hann reyndi að harka það af sér í nokkrar mínútur en við tókum enga sénsa þegar það er stutt í úrslitakeppnina og því hvíldum við hann," sagði Finnur að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Valur Íslenski körfuboltinn
Keflavík vann sannfærandi sigur á Val er liðin mættust í Domino´s deild karla í kvöld. Lokatölur 101-82 deildarmeisturum Keflavíkur í vil. Valur byrjaði leikinn á að gera 8 fyrstu stig leiksins. Calvin Burks braut ísinn fyrir Keflavík sem virtist opna flóðgáttir fyrir deildarmeistarana. Við tók rosalegur kafli Keflavíkur sem endaði með 23 - 3 áhlaupi. Sóknarleikur Keflavíkur var mjög góður í fyrsta leikhluta, þeir skoruðu 31 stig og skilaði Hörður Axel 13 stig í þessum leikhluta. Annar leikhluti var talsvert jafnari og kom mikil orka í lið Vals þegar Finnur Atli Magnússon kom inná og skilaði hann 7 stig á snörpum kafla. Keflavík leiddi með 11 stigum þegar haldið var til hálfleiks 56 - 45. Finnur Atli Magnússon var einn af ljósu punktunum í liði Vals í kvöld. Finnur kom með góða innkomu í þriðja leikhluta, hann og Jordan Roland virtust vera einu tveir leikmenn Vals sem áttu svör við varnarleik Keflavíkur. Keflavík spilaði vel út allan leikinn, þeir gátu notað hópinn sinn töluvert og lönduðu að lokum góðum 19 stiga sigri 101 - 82. Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar voru alveg meðvitaðir um það hvernig fór þegar liðin mættust í Origo höllinni og vildu sanna það fyrir sjálfum sér og stuðningsfólki sínu að þeir geta unnið öll lið í deildinni. Sóknarleikur Keflavíkur var mjög góður. Keflavík vinnur alla leikhlutana og eru að fara vel með skotin sín þar sem þeir hittu vel í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Dominykas Milka var illviðráðanlegur inn í teignum í kvöld. Hann skilaði 26 stigum og tók 7 fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson setti tóninn í fyrsta leikhluta þar var stórkostlegur. Hörður Axel gerði 13 stig í fyrsta leikhluta. Alls skilaði hann 17 stigum og gaf 6 stoðsendingar. Finnur Atli Magnússon var ljósi punkturinn í liði Vals í kvöld, hann kom inn á af bekknum og skilaði 14 stigum. Hvað gekk illa? Varnarlega voru Valsmenn ekki á deginum sínum, það munar mikið um Pavel Ermolinskij í Vals liðinu sem á alltaf góðan leik á móti Keflavík. Keflavík skoraði 31 stig í fyrsta leikhluta sem setti Valsarana strax ofan í holu. Hvað gerist næst? Lokaumferð deildarkeppnarinnar er á mánudaginn næsta. Deildarmeistarar Keflavíkur fara á Egilsstaði og mæta Hetti klukkan 19:15. Á sama tíma í Origo höllinni mætast Valur og Grindavík. Fórum hægt af stað en fórum síðan að gera það sem við gerum best Finnur talaði um að aðal markmið Keflavíkur væri ólokið.Vísir/Bára „Varnarleikurinn í kvöld var það sem stóð upp úr hjá okkar liði. Við vorum sofandi í byrjun leiks sem er ekki venjan í okkar liði, en við fórum síðan bara í það sem við gerum best," sagði Finnur aðstoða þjálfari Keflavíkur. Jordan Roland gerði 23 stig í leiknum og var einn af fáum leikmönnum Vals sem gátu skorað á sterka vörn Keflavíkur. „Það er mjög erfitt að eiga við Jordan Roland, hann er góður leikmaður algjör stiga maskína en ég var ánægður með Hörð Axel sem tók aldrei augun af honum," sagði Finnur sem var þokkalega sáttur með vörnina á Jordan Roland. Finnur var fyrst og fremst ánægður með liðið í kvöld, þó hans menn voru seinir í gang þá kveiknaði á vélinni sem slökkti ekki á sér fyrr en eftir leik. „Við erum í okkar vegferð, Valur var liðið sem við áttu eftir að vinna, eitt af markmiðum okkar er að toppa á réttum tíma, við eigum það markmið eftir." Finnur var meðvitaður um að það vann með Keflavíkur liðinu að Pavel gat ekki spilað með Val í kvöld. Næsti leikur Keflavíkur er á Egilsstöðum á móti Hetti, það er stutt í úrslitakeppnina en Finnur þvertók fyrir það að leikmenn myndu fá hvíld í þeim leik. „Við ætlum alls ekki að fara hvíla í þeim leik, við förum í alla leiki til að vinna þá og á mánudaginn veðrur enginn breyting þar á," sagði Finnur að lokum. Við spiluðum aldrei góða vörn í leiknum Finnur Freyr þungur á brún eftir tap gegn Keflavík.Vísir/Hulda Margrét „Keflavík spiluðu mjög vel í kvöld, við vorum lélegir varnarlega frá 4 mínútu, sem gerir það að verkum að þú vinnur ekki Keflavík," sagði Finnur Freyr þjálfari Vals Valur gerði fyrstu 8 stigin í leiknum en við tók þá rosalegt áhlaup Keflavíkur sem varð til þess að Valur fór að elta strax í byrjun leiks. „Við mættum ákveðnir til leiks, Keflavík er svo vel skipulagt lið að þeir fara aldrei á taugum við að lenda nokkrum stigum undir snemma leiks, við vorum sjálfum okkur verstir í þessum kafla og þegar Keflavík kemst í gírinn er erfitt að eiga við þá." Sóknarleikur Keflavíkur hefur verið til fyrirmyndar allt tímabilið og játaði Finnur það að það er mjög erfitt að eiga við þá. „Það er mjög erfitt að eiga við sóknarleikinn hjá þeim, þeir spila góða vagg og veltu en það er bara lítil hluti af þeirra leik. Milka var góður í kvöld og þegar þriggja stiga skotin þeirra detta líka þá er mjög erfitt að eiga við þá." Sinisa Bilic byrjaði leikinn fyrir Val en meiddist í 1. leikhluta þar sem hann snéri sig á ökla og kom ekki meira við sögu. „Hann snéri sig á ökla strax í upphafi leik, hann reyndi að harka það af sér í nokkrar mínútur en við tókum enga sénsa þegar það er stutt í úrslitakeppnina og því hvíldum við hann," sagði Finnur að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti