Rassían í Ríó: Saka lögregluna um aftökur utan dóms og laga Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 12:31 Vopnaðir lögreglumenn bera burt lík meints glæpamanns í Jacarezinho-hverfinu í Río. Gagnrýnt er að sönnunargögn hafi ekki verið varðveitt en 25 manns féllu í aðgerð lögreglu í gær. Vísir/EPA Íbúar í fátækrahverfi í Río de Janeiro í Brasilíu saka lögregluna í borginni um að hafa myrt fólk sem vildi gefast upp og ráðist inn á heimili án leitarheimildar í blóðugustu rassíu í sögu borgarinnar í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns féllu, þar á meðal einn lögreglumaður. Rassían beindist að fíkniefnagengjum í Jacarezinho, einu stærsta fátækrahverfi Río de Janeiro. Það er sagt á valdi Rauðu hersveitarinnar, einna alræmdustu glæpasamtaka landsins. Um tvö hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni studdir leyniskyttu í brynvarinni þyrlu. Yfirlýst markmið aðgerðarinnar var að fylgja eftir 21 handtökuskipun í tengslum við rannsókn á samtökunum. Til ákafra skotbardaga kom á milli lögreglumannanna og grunaðra glæpamanna á meðan óttaslegnir íbúar reyndu að koma sér í var. Íbúarnir saka lögregluna um að fara fram með offorsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Maria Júlia Miranda, skipaður verjandi, hefur eftir íbúum í Jacarezinho að lögreglumenn hafi króað mann af í svefnherbergi átta ára gamallar stúlku og tekið hann af lífi. Fjölskyldan hafi orðið vitni að morðinu. Hún gagnrýnir að sönnunargögn á vettvangi hafi ekki verið varðveitt og að lík hafi verið fjarlægð. „Í þessum tilfellum var líklega um aftökur að ræða,“ fullyrðir hún. Mannréttindasamtök eins og Amnesty International segist hafa fengið kvartanir frá íbúum sem segja að lögreglumenn hafi ruðst inn til þeirra án þess að hafa til þess heimild. Þeir hafi jafnframt drepið fólk sem ógnaði þeim ekki. Lögregluyfirvöld í Ríó fullyrða aftur á móti að þau hafi farið að lögum í einu og öllu. Sá eini sem hafi verið tekinn af lífi hafi verið lögreglumaður sem féll í aðgerðunum í gær. Engu að síður hvetur mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna til þess að óháð rannsókn fari fram á rassíunni. Rupert Colville, talsmaður hennar, segir að hún sé hluti af langvarandi sögu óhóflegrar og ónauðsynlegrar valdbeitingar gegn fátækum íbúum borgarinnar. Brasilía Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Rassían beindist að fíkniefnagengjum í Jacarezinho, einu stærsta fátækrahverfi Río de Janeiro. Það er sagt á valdi Rauðu hersveitarinnar, einna alræmdustu glæpasamtaka landsins. Um tvö hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni studdir leyniskyttu í brynvarinni þyrlu. Yfirlýst markmið aðgerðarinnar var að fylgja eftir 21 handtökuskipun í tengslum við rannsókn á samtökunum. Til ákafra skotbardaga kom á milli lögreglumannanna og grunaðra glæpamanna á meðan óttaslegnir íbúar reyndu að koma sér í var. Íbúarnir saka lögregluna um að fara fram með offorsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Maria Júlia Miranda, skipaður verjandi, hefur eftir íbúum í Jacarezinho að lögreglumenn hafi króað mann af í svefnherbergi átta ára gamallar stúlku og tekið hann af lífi. Fjölskyldan hafi orðið vitni að morðinu. Hún gagnrýnir að sönnunargögn á vettvangi hafi ekki verið varðveitt og að lík hafi verið fjarlægð. „Í þessum tilfellum var líklega um aftökur að ræða,“ fullyrðir hún. Mannréttindasamtök eins og Amnesty International segist hafa fengið kvartanir frá íbúum sem segja að lögreglumenn hafi ruðst inn til þeirra án þess að hafa til þess heimild. Þeir hafi jafnframt drepið fólk sem ógnaði þeim ekki. Lögregluyfirvöld í Ríó fullyrða aftur á móti að þau hafi farið að lögum í einu og öllu. Sá eini sem hafi verið tekinn af lífi hafi verið lögreglumaður sem féll í aðgerðunum í gær. Engu að síður hvetur mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna til þess að óháð rannsókn fari fram á rassíunni. Rupert Colville, talsmaður hennar, segir að hún sé hluti af langvarandi sögu óhóflegrar og ónauðsynlegrar valdbeitingar gegn fátækum íbúum borgarinnar.
Brasilía Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira