United-menn hæstánægðir með lífvarðatilburði Cavanis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2021 15:31 Edinson Cavani var ekki tilbúinn að leyfa Rómverjum að vaða yfir Mason Greenwood. getty/Matthew Peters Edinson Cavani skoraði bæði mörk Manchester United gegn Roma í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Stuðningsmenn United voru ekki bara ánægðir með mörkin tvö heldur einnig þegar Cavani varði hinn unga samherja sinn, Mason Greenwood. United tapaði leiknum í Róm í gær, 3-2, en það kom ekki að sök. Enska liðið vann fyrri leikinn, 6-2, og einvígið 8-5 samanlagt. Cavani fór mikinn í leikjunum tveimur. Hann skoraði tvö mörk í þeim báðum og lagði auk þess upp þrjú mörk í fyrri leiknum. Úrúgvæinn kom því með beinum hætti að sjö af átta mörkum United í einvíginu. Það gladdi stuðningsmenn United líka að sjá þegar Cavani tók til varna fyrir Greenwood þegar tveir leikmenn Roma, þeir Rick Karsdorp og Gianluca Mancini, létu strákinn heyra það. Cavani var fljótur að bregðast við þegar Rómverjarnir sóttu að Greenwood, ýtti við Karsdorp og skammaði Mancini. Cavani fékk gult spjald fyrir en stuðningsmönnum United var slétt sama um það og hrósuðu honum í hástert á samfélagsmiðlum. Atvikið og mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Roma 3-2 Man. Utd. Enn er ekki ljóst hvort Cavani verður áfram hjá United en hann hefur verið orðaður við Boca Juniors í Argentínu. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, vill ólmur halda Úrúgvæanum sem hefur leikið sérlega vel að undanförnu. United sækir Aston Villa heim í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er í 2. sæti deildarinnar. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta var smá eins og körfuboltaleikur Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 21:30 Manchester United komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 20:55 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
United tapaði leiknum í Róm í gær, 3-2, en það kom ekki að sök. Enska liðið vann fyrri leikinn, 6-2, og einvígið 8-5 samanlagt. Cavani fór mikinn í leikjunum tveimur. Hann skoraði tvö mörk í þeim báðum og lagði auk þess upp þrjú mörk í fyrri leiknum. Úrúgvæinn kom því með beinum hætti að sjö af átta mörkum United í einvíginu. Það gladdi stuðningsmenn United líka að sjá þegar Cavani tók til varna fyrir Greenwood þegar tveir leikmenn Roma, þeir Rick Karsdorp og Gianluca Mancini, létu strákinn heyra það. Cavani var fljótur að bregðast við þegar Rómverjarnir sóttu að Greenwood, ýtti við Karsdorp og skammaði Mancini. Cavani fékk gult spjald fyrir en stuðningsmönnum United var slétt sama um það og hrósuðu honum í hástert á samfélagsmiðlum. Atvikið og mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Roma 3-2 Man. Utd. Enn er ekki ljóst hvort Cavani verður áfram hjá United en hann hefur verið orðaður við Boca Juniors í Argentínu. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, vill ólmur halda Úrúgvæanum sem hefur leikið sérlega vel að undanförnu. United sækir Aston Villa heim í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er í 2. sæti deildarinnar. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta var smá eins og körfuboltaleikur Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 21:30 Manchester United komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 20:55 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
Þetta var smá eins og körfuboltaleikur Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 21:30
Manchester United komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 20:55