United-menn hæstánægðir með lífvarðatilburði Cavanis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2021 15:31 Edinson Cavani var ekki tilbúinn að leyfa Rómverjum að vaða yfir Mason Greenwood. getty/Matthew Peters Edinson Cavani skoraði bæði mörk Manchester United gegn Roma í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Stuðningsmenn United voru ekki bara ánægðir með mörkin tvö heldur einnig þegar Cavani varði hinn unga samherja sinn, Mason Greenwood. United tapaði leiknum í Róm í gær, 3-2, en það kom ekki að sök. Enska liðið vann fyrri leikinn, 6-2, og einvígið 8-5 samanlagt. Cavani fór mikinn í leikjunum tveimur. Hann skoraði tvö mörk í þeim báðum og lagði auk þess upp þrjú mörk í fyrri leiknum. Úrúgvæinn kom því með beinum hætti að sjö af átta mörkum United í einvíginu. Það gladdi stuðningsmenn United líka að sjá þegar Cavani tók til varna fyrir Greenwood þegar tveir leikmenn Roma, þeir Rick Karsdorp og Gianluca Mancini, létu strákinn heyra það. Cavani var fljótur að bregðast við þegar Rómverjarnir sóttu að Greenwood, ýtti við Karsdorp og skammaði Mancini. Cavani fékk gult spjald fyrir en stuðningsmönnum United var slétt sama um það og hrósuðu honum í hástert á samfélagsmiðlum. Atvikið og mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Roma 3-2 Man. Utd. Enn er ekki ljóst hvort Cavani verður áfram hjá United en hann hefur verið orðaður við Boca Juniors í Argentínu. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, vill ólmur halda Úrúgvæanum sem hefur leikið sérlega vel að undanförnu. United sækir Aston Villa heim í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er í 2. sæti deildarinnar. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta var smá eins og körfuboltaleikur Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 21:30 Manchester United komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 20:55 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
United tapaði leiknum í Róm í gær, 3-2, en það kom ekki að sök. Enska liðið vann fyrri leikinn, 6-2, og einvígið 8-5 samanlagt. Cavani fór mikinn í leikjunum tveimur. Hann skoraði tvö mörk í þeim báðum og lagði auk þess upp þrjú mörk í fyrri leiknum. Úrúgvæinn kom því með beinum hætti að sjö af átta mörkum United í einvíginu. Það gladdi stuðningsmenn United líka að sjá þegar Cavani tók til varna fyrir Greenwood þegar tveir leikmenn Roma, þeir Rick Karsdorp og Gianluca Mancini, létu strákinn heyra það. Cavani var fljótur að bregðast við þegar Rómverjarnir sóttu að Greenwood, ýtti við Karsdorp og skammaði Mancini. Cavani fékk gult spjald fyrir en stuðningsmönnum United var slétt sama um það og hrósuðu honum í hástert á samfélagsmiðlum. Atvikið og mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Roma 3-2 Man. Utd. Enn er ekki ljóst hvort Cavani verður áfram hjá United en hann hefur verið orðaður við Boca Juniors í Argentínu. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, vill ólmur halda Úrúgvæanum sem hefur leikið sérlega vel að undanförnu. United sækir Aston Villa heim í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er í 2. sæti deildarinnar. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta var smá eins og körfuboltaleikur Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 21:30 Manchester United komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 20:55 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Þetta var smá eins og körfuboltaleikur Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 21:30
Manchester United komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 20:55