Hótar að sniðganga Ólympíuleikana eftir alhvíta kynningarmynd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2021 12:31 Liz Cambage og myndin sem hún er ósátt við. getty/ethan miller/jockey Liz Cambage, leikmaður átralska körfuboltalandsliðsins, hefur hótað að sniðganga Ólympíuleikana í Tókýó í sumar vegna skorts á fjölbreytileika á kynningarmynd fyrir leikana. Á myndinni, sem er frá styrktaraðilanum Jockey, sjást átta fulltrúar Ástralíu á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra, fjórir menn og fjórar konur, öll hvít á hörund. Cambage vakti athygli á því á Instagram að enginn íþróttamaður sem er dökkur á hörund væri á kynningarmyndinni. „Ef ég hef sagt það einu sinni hef ég sagt það milljón sinnum. Hvernig á ég að standa fyrir land sem stendur ekki fyrir mig,“ skrifaði Cambage við myndina. Hún gagnrýndi einnig aðra mynd af Ólympíuförum sem ruðningskappinn Maurice Longbottom, sem er af ætt frumbyggja, var meðal annars á. „Gervibrúnka er ekki fjölbreytni,“ skrifaði Cambage og sagði svo að ástralska ólympíusambandið gerði í því að fela svart íþróttafólk. Í kjölfar ummæla Cambages sendi ástralska ólympíusambandið frá sér yfirlýsingu þar sem það tók undir gagnrýni körfuboltakonunnar og lofaði fleiri myndum af svörtu íþróttafólki. Það sagðist þó hafa gert ýmislegt til að hampa því og hafa það sýnilegt. watch on YouTube Fyrrverandi þjálfari Cambages í ástralska landsliðinu, Tom Maher, gagnrýndi ummæli hennar. „Var samkynhneigður Ólympíufari á myndinni? Var einhver af asískum uppruna? Ég meina, hvar endar þetta?“ sagði Maher. „Ef ég væri þjálfari gæfi ég ekki mikið fyrir þessar hótanir. Ef hún vill vera með, getur hún verið með. En ef hún ætlar að sniðganga leikana óska ég henni bara góðs gengis.“ Cambage vann brons með ástralska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London 2012. Hún keppti einnig á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Cambage leikur með Las Vegas Aces í WNBA-deildinni í Bandaríkjunum. Hún á metið yfir flest stig í einum leik í deildinni. Hún skoraði 53 stig gegn New York Liberty fyrir þremur árum. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Sjá meira
Á myndinni, sem er frá styrktaraðilanum Jockey, sjást átta fulltrúar Ástralíu á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra, fjórir menn og fjórar konur, öll hvít á hörund. Cambage vakti athygli á því á Instagram að enginn íþróttamaður sem er dökkur á hörund væri á kynningarmyndinni. „Ef ég hef sagt það einu sinni hef ég sagt það milljón sinnum. Hvernig á ég að standa fyrir land sem stendur ekki fyrir mig,“ skrifaði Cambage við myndina. Hún gagnrýndi einnig aðra mynd af Ólympíuförum sem ruðningskappinn Maurice Longbottom, sem er af ætt frumbyggja, var meðal annars á. „Gervibrúnka er ekki fjölbreytni,“ skrifaði Cambage og sagði svo að ástralska ólympíusambandið gerði í því að fela svart íþróttafólk. Í kjölfar ummæla Cambages sendi ástralska ólympíusambandið frá sér yfirlýsingu þar sem það tók undir gagnrýni körfuboltakonunnar og lofaði fleiri myndum af svörtu íþróttafólki. Það sagðist þó hafa gert ýmislegt til að hampa því og hafa það sýnilegt. watch on YouTube Fyrrverandi þjálfari Cambages í ástralska landsliðinu, Tom Maher, gagnrýndi ummæli hennar. „Var samkynhneigður Ólympíufari á myndinni? Var einhver af asískum uppruna? Ég meina, hvar endar þetta?“ sagði Maher. „Ef ég væri þjálfari gæfi ég ekki mikið fyrir þessar hótanir. Ef hún vill vera með, getur hún verið með. En ef hún ætlar að sniðganga leikana óska ég henni bara góðs gengis.“ Cambage vann brons með ástralska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London 2012. Hún keppti einnig á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Cambage leikur með Las Vegas Aces í WNBA-deildinni í Bandaríkjunum. Hún á metið yfir flest stig í einum leik í deildinni. Hún skoraði 53 stig gegn New York Liberty fyrir þremur árum.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Sjá meira