Hvað ertu með í eftirdragi? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 11. maí 2021 09:01 Sumarið er komið, daginn tekur að lengja og fólk hugar að sumarfríinu. Með auknum ferðalögum innanlands hefur sala og leiga á hjólhýsum og tjaldvögnum aukist síðustu misseri. Mikilvægt er að vera með á hreinu hvað þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað. Reglur um eftirvagna Kanna þarf leyfilega hámarksþyngd á eftirvagni fyrir þinn bíl. Eftirvagn sem dreginn er af bíl breytir aksturseiginleikum bílsins og því er nauðsynlegt að huga að þessu. Almenna reglan er að heildarþyngd tengitækis eða eftirvagns sé ekki meiri en helmingur eigin þyngdar bifreiðarinnar sem dregur, ef vagninn er ekki búinn hemlum. Ef ekið er bíl með ABS hemlum og með eftirvagn sem ekki hefur hemla er hætta á að vagninn fari ekki sömu leið og bíllinn ef ökumaður þarf að nauðhemla. Rétt er þó að taka fram að eftirvagnar með heildarþyngd yfir 750 kg eiga að vera búnir hemlum. Þegar búið er að reikna út heildarþyngd vagns og bíls þarf að ganga úr skugga um að ökumaður sé með ökuréttindi til að aka þeirri þyngd og að krókurinn á bílnum passi við festinguna á vagninum. Einnig þarf að athuga að ef eftirvagn er breiðari en ökutækið sjálft þá þarf að framlengja hliðarspegla bílsins báðum megin þannig að ökumaður sjái til beggja hliða. Hægt er að nálgast upplýsingar um hámarksþyngd eftirvagns í skráningarskírteini bílsins eða á „mínu svæði“ á vef Samgöngustofu. Mismunandi ökuréttindi Á bakhlið ökuskírteinis má sjá ökuréttindaflokka og útgáfudag og lokadag hvers flokks fyrir sig. Almenn ökuréttindi kallast B réttindi en viðbótarnám til BE réttinda veitir leyfi til stjórna samtengdum ökutækjum og aka með eftirvagn. Athuga ber að ökumenn sem tóku almenn ökuréttindi fyrir 15. ágúst 1997 fengu skjálfkrafa bæði B og BE réttindi. En þeir sem tóku prófið eftir 15. ágúst 1997 eru eingöngu með B réttindi og þurfa því að sækja fjóra verklega tíma hjá ökukennara og taka verklegt próf til að fá BE réttindi. Þegar um er að ræða B réttindi er leyfð heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 3.500 kg með þeirri undantekningu að ef eftirvagn er 750 kg eða minna af leyfðri heildarþyngd þá má samanlögð heildarþyngd mest fara upp í 4.250 kg. BE réttindi gefa ökumanni leyfi til að aka heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 7.000 kg og eftirvagn má þá mest vera 3.500 kg og sama gildir um bílinn. Búnaður og öryggisatriði Á vefsíðu Samgöngustofu segir að tengibúnaður þurfi að vera traustur, af viðurkenndri gerð og skráður í skráningarskírteini. Alltaf skal nota öryggiskeðju og allir eftirvagnar eiga að vera með ljós sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bílsins. Mikilvægt er að tékka á öllum ljósum og virkni þeirra áður en lagt er af stað og fara yfir hjólabúnað. Skoða má nánar hvaða reglur gilda um ljósabúnað á vefsíðu Lögreglunnar. Einnig þarf að huga að eldvörnum í eftirvögnum, sérstaklega þar sem gaslagnir eru. Fylgjast þarf reglulega með gaslögnum og tengingum í vagninum og skipta út eftir þörfum og gæta þess að slökkvitæki, eldvarnarteppi, reyk- og gasskynjarar séu á sínum stað. Ávallt þarf að fara varlega með eld, sér í lagi á grónu svæði. Framrúðuplástur, hvað er nú það? Framrúðuplástur er orð sem margir hafa líklega ekki heyrt áður en um er að ræða sniðuga lausn í umferðinni. Ef þú færð stein í rúðuna og hún skemmist aukast líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna ef þú setur framrúðuplásturinn strax á skemmdina. Plásturinn kemur í veg fyrir að skemmdin breiði úr sér þar til þú kemst með bílinn á verkstæði. Ýmsir kostir eru við framrúðuviðgerðir. Ef gert er við rúðuna greiðir til dæmis Sjóvá viðgerðina að fullu og þú sleppur við að greiða eigin áhættu en auk þess er viðgerðartíminn styttri og minna umstang. Síðast en ekki síst er jákvætt fyrir umhverfið að minnka sóun með því að senda færri rúður í endurvinnslu. Plásturinn er ókeypis og hægt er að nálgast hann í útibúum tryggingafélaga. Er eftirvagninn raunverulega tryggður? Eftirvagn er tryggður með ábyrgðartryggingu bílsins sem dregur hann. Þá er hægt að sækja bætur í ábyrgðartryggingu bílsins ef tjón verður vegna eftirvagnsins á bíl, eignum eða mannvirki, svo dæmi sé tekið, en þó ekki ef þessir hlutir eru í eigu þess sem dregur vagninn. En til að tryggja sjálfan eftirvagninn þarf að kaskótryggja hann en kaskótrygging ökutækis nær aldrei yfir eftirvagn. Kaskótrygging eftirvagns tryggir hann meðal annars fyrir skemmdum, þjófnaði, eldsvoða og tjóni vegna óveðurs. Margir standa í þeirri meiningu að þegar þeir skrá eftirvagninn á vef Samgöngustofu og haka við að hann sé tryggður þá fari sjálfkrafa í gang einhvers konar ferli þannig að vagninn verði tryggður. Svo er ekki og þarf alltaf að tryggja eftirvagninn sérstaklega. Því þarf að leita til tryggingarfélaga varðandi sértryggingar eftirvagna. Ný lög Vert er að benda á að ný lög um ökutækjatryggingar tóku gildi 1. janúar 2020 en þar segir að þegar ökutæki dregur eftirvagn, eða annað tæki er fest við það, telst það vera ein heild og eigandi eða umráðamaður ökutækisins er ekki skaðabótaskyldur ef tjón verður á eftirvagninum eða tækinu. Eigandi (umráðamaður) ökutækis sem notað er til dráttar er hins vegar skaðabótaskyldur ef tjón hlýst af þegar það dregur annað ökutæki. Samkvæmt umferðarlögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 er ekki lægri hámarkshraði fyrir ökutæki með eftirvagna eins og áður var. Taka skal mið af uppgefnum hámarkshraða en hann er alltaf miðaður við bestu mögulegu aðstæður. Því hraðar sem keyrt er því lengri verður hemlunarvegalengdin og því mikilvægt að taka tillit til aðstæðna og muna að eftirvagn breytir aksturseiginleikum bílsins. Hann verður þyngri og óstöðugri sem getur valdið því að hann rási til á veginum. Að lokum er nauðsynlegt að skoða veðurspána áður en lagt er af stað í ferðalag og taka tillit til þess að eftirvagn tekur á sig mikinn vind. Kapp er best með forsjá og þó við viljum flest ólm komast í fríið er um að gera að hafa vaðið fyrir neðan sig. Góða ferð! Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið er komið, daginn tekur að lengja og fólk hugar að sumarfríinu. Með auknum ferðalögum innanlands hefur sala og leiga á hjólhýsum og tjaldvögnum aukist síðustu misseri. Mikilvægt er að vera með á hreinu hvað þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað. Reglur um eftirvagna Kanna þarf leyfilega hámarksþyngd á eftirvagni fyrir þinn bíl. Eftirvagn sem dreginn er af bíl breytir aksturseiginleikum bílsins og því er nauðsynlegt að huga að þessu. Almenna reglan er að heildarþyngd tengitækis eða eftirvagns sé ekki meiri en helmingur eigin þyngdar bifreiðarinnar sem dregur, ef vagninn er ekki búinn hemlum. Ef ekið er bíl með ABS hemlum og með eftirvagn sem ekki hefur hemla er hætta á að vagninn fari ekki sömu leið og bíllinn ef ökumaður þarf að nauðhemla. Rétt er þó að taka fram að eftirvagnar með heildarþyngd yfir 750 kg eiga að vera búnir hemlum. Þegar búið er að reikna út heildarþyngd vagns og bíls þarf að ganga úr skugga um að ökumaður sé með ökuréttindi til að aka þeirri þyngd og að krókurinn á bílnum passi við festinguna á vagninum. Einnig þarf að athuga að ef eftirvagn er breiðari en ökutækið sjálft þá þarf að framlengja hliðarspegla bílsins báðum megin þannig að ökumaður sjái til beggja hliða. Hægt er að nálgast upplýsingar um hámarksþyngd eftirvagns í skráningarskírteini bílsins eða á „mínu svæði“ á vef Samgöngustofu. Mismunandi ökuréttindi Á bakhlið ökuskírteinis má sjá ökuréttindaflokka og útgáfudag og lokadag hvers flokks fyrir sig. Almenn ökuréttindi kallast B réttindi en viðbótarnám til BE réttinda veitir leyfi til stjórna samtengdum ökutækjum og aka með eftirvagn. Athuga ber að ökumenn sem tóku almenn ökuréttindi fyrir 15. ágúst 1997 fengu skjálfkrafa bæði B og BE réttindi. En þeir sem tóku prófið eftir 15. ágúst 1997 eru eingöngu með B réttindi og þurfa því að sækja fjóra verklega tíma hjá ökukennara og taka verklegt próf til að fá BE réttindi. Þegar um er að ræða B réttindi er leyfð heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 3.500 kg með þeirri undantekningu að ef eftirvagn er 750 kg eða minna af leyfðri heildarþyngd þá má samanlögð heildarþyngd mest fara upp í 4.250 kg. BE réttindi gefa ökumanni leyfi til að aka heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 7.000 kg og eftirvagn má þá mest vera 3.500 kg og sama gildir um bílinn. Búnaður og öryggisatriði Á vefsíðu Samgöngustofu segir að tengibúnaður þurfi að vera traustur, af viðurkenndri gerð og skráður í skráningarskírteini. Alltaf skal nota öryggiskeðju og allir eftirvagnar eiga að vera með ljós sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bílsins. Mikilvægt er að tékka á öllum ljósum og virkni þeirra áður en lagt er af stað og fara yfir hjólabúnað. Skoða má nánar hvaða reglur gilda um ljósabúnað á vefsíðu Lögreglunnar. Einnig þarf að huga að eldvörnum í eftirvögnum, sérstaklega þar sem gaslagnir eru. Fylgjast þarf reglulega með gaslögnum og tengingum í vagninum og skipta út eftir þörfum og gæta þess að slökkvitæki, eldvarnarteppi, reyk- og gasskynjarar séu á sínum stað. Ávallt þarf að fara varlega með eld, sér í lagi á grónu svæði. Framrúðuplástur, hvað er nú það? Framrúðuplástur er orð sem margir hafa líklega ekki heyrt áður en um er að ræða sniðuga lausn í umferðinni. Ef þú færð stein í rúðuna og hún skemmist aukast líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna ef þú setur framrúðuplásturinn strax á skemmdina. Plásturinn kemur í veg fyrir að skemmdin breiði úr sér þar til þú kemst með bílinn á verkstæði. Ýmsir kostir eru við framrúðuviðgerðir. Ef gert er við rúðuna greiðir til dæmis Sjóvá viðgerðina að fullu og þú sleppur við að greiða eigin áhættu en auk þess er viðgerðartíminn styttri og minna umstang. Síðast en ekki síst er jákvætt fyrir umhverfið að minnka sóun með því að senda færri rúður í endurvinnslu. Plásturinn er ókeypis og hægt er að nálgast hann í útibúum tryggingafélaga. Er eftirvagninn raunverulega tryggður? Eftirvagn er tryggður með ábyrgðartryggingu bílsins sem dregur hann. Þá er hægt að sækja bætur í ábyrgðartryggingu bílsins ef tjón verður vegna eftirvagnsins á bíl, eignum eða mannvirki, svo dæmi sé tekið, en þó ekki ef þessir hlutir eru í eigu þess sem dregur vagninn. En til að tryggja sjálfan eftirvagninn þarf að kaskótryggja hann en kaskótrygging ökutækis nær aldrei yfir eftirvagn. Kaskótrygging eftirvagns tryggir hann meðal annars fyrir skemmdum, þjófnaði, eldsvoða og tjóni vegna óveðurs. Margir standa í þeirri meiningu að þegar þeir skrá eftirvagninn á vef Samgöngustofu og haka við að hann sé tryggður þá fari sjálfkrafa í gang einhvers konar ferli þannig að vagninn verði tryggður. Svo er ekki og þarf alltaf að tryggja eftirvagninn sérstaklega. Því þarf að leita til tryggingarfélaga varðandi sértryggingar eftirvagna. Ný lög Vert er að benda á að ný lög um ökutækjatryggingar tóku gildi 1. janúar 2020 en þar segir að þegar ökutæki dregur eftirvagn, eða annað tæki er fest við það, telst það vera ein heild og eigandi eða umráðamaður ökutækisins er ekki skaðabótaskyldur ef tjón verður á eftirvagninum eða tækinu. Eigandi (umráðamaður) ökutækis sem notað er til dráttar er hins vegar skaðabótaskyldur ef tjón hlýst af þegar það dregur annað ökutæki. Samkvæmt umferðarlögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 er ekki lægri hámarkshraði fyrir ökutæki með eftirvagna eins og áður var. Taka skal mið af uppgefnum hámarkshraða en hann er alltaf miðaður við bestu mögulegu aðstæður. Því hraðar sem keyrt er því lengri verður hemlunarvegalengdin og því mikilvægt að taka tillit til aðstæðna og muna að eftirvagn breytir aksturseiginleikum bílsins. Hann verður þyngri og óstöðugri sem getur valdið því að hann rási til á veginum. Að lokum er nauðsynlegt að skoða veðurspána áður en lagt er af stað í ferðalag og taka tillit til þess að eftirvagn tekur á sig mikinn vind. Kapp er best með forsjá og þó við viljum flest ólm komast í fríið er um að gera að hafa vaðið fyrir neðan sig. Góða ferð! Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun