Þurfum að fara að drullast til að spila almennilega Árni Jóhannsson skrifar 6. maí 2021 21:45 Arnar Guðjónsson var alls ekki sáttur er hann mætti í viðtal að leik loknum. Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var ekki í góðu skapi þegar náð var í hann til að taka viðtal við hann. Í fyrsta lagi þá var honum hent út úr húsi fyrir þær sakir að bekkur heimamanna fékk á sig dæmdar þrjár tæknivillur og að auki þá tapaði liðið hans fyrir KR, 85-96 í 21. umferð Dominos-deildar karla, og var hann ekki ánægður með spilamennsku sinna manna. Arnar var spurður að því hvað hans menn gerðu ekki nógu vel í kvöld. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var alveg hrikalegur. Hann er ekki góður. Þeir skoruðu 54 stig á okkur í fyrri hálfleik. Við komum svo út með þvílíka orku í seinni hálfleik en við erum bara að sýna þá orku allt of stutt. Við erum að fá á okkur 95 til 100 stig í leik og þá bara fer þetta svona.“ Hvað er þá hægt að gera í því að leikmenn hans ná ekki að halda uppi orkustiginu nema í stutta stund. „Það er vandamálið. Á köflum er orkustigið gott og á köflum er það hrikalegt. Við erum að sýna það að við getum þetta. Við sýndum það í seinni hálfleik hvar orkustigið getur verið en það þarf bara ða tengja það miklu lengur en þetta. “ Alexander Lindqvist var að spila sinn annan leik eftir að hafa snúið til baka frá Svíþjóð þar sem hann þurfti að sinna einkaerindum og var Arnar spurður að því afhverju hann gæti ekki beitt sér að fullum krafti en hann var stigalaus í kvöld og spilaði mjög stutt í báðum leikjunum sem hann hefur spilað. „Alexander er að koma úr því að hafa fengið Covid. Hann greindist með Covid fyrir ca. þremur vikum síðan og þess vegna spilar hann bara í stuttum skorpum og erum bara að vonast til þess að hann verði kominn í líkamlegt stand í úrslitakeppninni. Þetta er víst alveg stórhættulegur sjúkdómur segja sérfræðingarnir að sunnan en vonandi fer hann að komast í stand.“ Arnar var því næst spurður hvort það hjálpaði en hindraði liðið að hafa hann í hópnum en að hann gæti ekki beitt sér að fullu. „Það gefur augaleið að hann er einn af okkar bestu leikmönnum eins og sást fyrri hluta leiktíðar. Árangurinn án hans er ekki góður og við höfum saknað hans. “ Að lokum var þjálfarinn spurður hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af orkustiginu, móralnum og spilamennskunni þar sem stutt væri eftir af deildarkeppninni og stutt í úrslitakeppni. „ Móralinn er fínn það er ekki vandamálið. Við þurfum að fara að drullast til að spila betur ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,“ sagði Arnar að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KR 85-96 | KR hafði betur í Garðabæ KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. 6. maí 2021 21:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Í fyrsta lagi þá var honum hent út úr húsi fyrir þær sakir að bekkur heimamanna fékk á sig dæmdar þrjár tæknivillur og að auki þá tapaði liðið hans fyrir KR, 85-96 í 21. umferð Dominos-deildar karla, og var hann ekki ánægður með spilamennsku sinna manna. Arnar var spurður að því hvað hans menn gerðu ekki nógu vel í kvöld. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var alveg hrikalegur. Hann er ekki góður. Þeir skoruðu 54 stig á okkur í fyrri hálfleik. Við komum svo út með þvílíka orku í seinni hálfleik en við erum bara að sýna þá orku allt of stutt. Við erum að fá á okkur 95 til 100 stig í leik og þá bara fer þetta svona.“ Hvað er þá hægt að gera í því að leikmenn hans ná ekki að halda uppi orkustiginu nema í stutta stund. „Það er vandamálið. Á köflum er orkustigið gott og á köflum er það hrikalegt. Við erum að sýna það að við getum þetta. Við sýndum það í seinni hálfleik hvar orkustigið getur verið en það þarf bara ða tengja það miklu lengur en þetta. “ Alexander Lindqvist var að spila sinn annan leik eftir að hafa snúið til baka frá Svíþjóð þar sem hann þurfti að sinna einkaerindum og var Arnar spurður að því afhverju hann gæti ekki beitt sér að fullum krafti en hann var stigalaus í kvöld og spilaði mjög stutt í báðum leikjunum sem hann hefur spilað. „Alexander er að koma úr því að hafa fengið Covid. Hann greindist með Covid fyrir ca. þremur vikum síðan og þess vegna spilar hann bara í stuttum skorpum og erum bara að vonast til þess að hann verði kominn í líkamlegt stand í úrslitakeppninni. Þetta er víst alveg stórhættulegur sjúkdómur segja sérfræðingarnir að sunnan en vonandi fer hann að komast í stand.“ Arnar var því næst spurður hvort það hjálpaði en hindraði liðið að hafa hann í hópnum en að hann gæti ekki beitt sér að fullu. „Það gefur augaleið að hann er einn af okkar bestu leikmönnum eins og sást fyrri hluta leiktíðar. Árangurinn án hans er ekki góður og við höfum saknað hans. “ Að lokum var þjálfarinn spurður hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af orkustiginu, móralnum og spilamennskunni þar sem stutt væri eftir af deildarkeppninni og stutt í úrslitakeppni. „ Móralinn er fínn það er ekki vandamálið. Við þurfum að fara að drullast til að spila betur ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,“ sagði Arnar að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KR 85-96 | KR hafði betur í Garðabæ KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. 6. maí 2021 21:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KR 85-96 | KR hafði betur í Garðabæ KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. 6. maí 2021 21:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum