Grjótharður KR-ingur verður framkvæmdastjóri hjá Play Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2021 14:37 Georg Haraldsson er sagður ástríðurkokkur, skíðakappi, golfari og grjótharður KR-ingur. Georg Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins Play. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að hann taki til starfa á næstu vikum. Í starfi sínu ber hann ábyrgð á tekjumótun félagsins, þar með talið tekjustýringu, sölu, dreifingu markaðsmálum, almannatengslum og hliðartekjum, auk þjónustustefnu, þjónustumenningu, stafrænni þróun og hagnýtingu í upplýsingatækni. „Georg hefur viðamikla reynslu af alþjóðlegri sölustýringu og þróun rafrænna sölu- og markaðsdreifikerfa, en hann kemur til PLAY frá Íslandspósti þar sem hann gegndi hlutverki forstöðumanns Stafrænna lausna og Upplýsingatæknisviðs félagsins,“ segir í tilkynningunni. Á árunum 2014 til 2017 var Georg búsettur í Dubai, þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri Marorku í Miðausturlöndum og leiddi þar uppbyggingu félagsins á fjarmörkuðum. Áður hefur Georg starfað við viðskiptastýringu hjá Iceland Travel og stafræna þróun og markaðssetningu hjá Völku, Iceland Express og Dohop. „Að fá tækifæri til að marka viðskiptastefnu flugfélags frá grunni er ótrúlega skemmtilegt og krefjandi verkefni, sem ég er mjög spenntur fyrir. Ég hlakka mikið til að taka þátt í öllum þeim stóru verkefnum sem framundan eru og taka þátt í að marka skýra viðskiptavinamiðaða stefnu sem skilar árangri til framtíðar. Auk þess felast mikil tækifæri fyrir flugfélög í því árferði sem skapast hefur í kjölfar heimsfaraldurs, eldgoss og bólusetninga, sem leitt hefur af sér uppsafnaða ferðaþörf og ómetanlega landkynningu.“ segir Georg Haraldsson. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, er gríðarlega ánægður að fá Georg inn í stjórnunarteymið. „Það er mikill hvalreki fyrir PLAY að fá Georg til liðs við framkvæmdastjórnina í þeirri uppbyggingu og stefnumörkun sem félagið stendur frammi fyrir. Georg þekkir vel viðskiptaumhverfi flugfélaga og ferðaiðnaðarins, og hvernig hægt er að nýta tæknina til að auka ánægju viðskiptavina og tryggja sölu og dreifingu flugfargjalda.“ Georg er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er einnig með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR og IE Business School. Georg er kvæntur Hjördísi Jónsdóttir, verkefnastjóra og viðskiptafræðingi, og eiga þau fjögur börn. Georg er jafnframt sagður ástríðukokkur, skíðakappi, golfari og grjótharður KR-ingur. Vistaskipti Play Fréttir af flugi Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Í starfi sínu ber hann ábyrgð á tekjumótun félagsins, þar með talið tekjustýringu, sölu, dreifingu markaðsmálum, almannatengslum og hliðartekjum, auk þjónustustefnu, þjónustumenningu, stafrænni þróun og hagnýtingu í upplýsingatækni. „Georg hefur viðamikla reynslu af alþjóðlegri sölustýringu og þróun rafrænna sölu- og markaðsdreifikerfa, en hann kemur til PLAY frá Íslandspósti þar sem hann gegndi hlutverki forstöðumanns Stafrænna lausna og Upplýsingatæknisviðs félagsins,“ segir í tilkynningunni. Á árunum 2014 til 2017 var Georg búsettur í Dubai, þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri Marorku í Miðausturlöndum og leiddi þar uppbyggingu félagsins á fjarmörkuðum. Áður hefur Georg starfað við viðskiptastýringu hjá Iceland Travel og stafræna þróun og markaðssetningu hjá Völku, Iceland Express og Dohop. „Að fá tækifæri til að marka viðskiptastefnu flugfélags frá grunni er ótrúlega skemmtilegt og krefjandi verkefni, sem ég er mjög spenntur fyrir. Ég hlakka mikið til að taka þátt í öllum þeim stóru verkefnum sem framundan eru og taka þátt í að marka skýra viðskiptavinamiðaða stefnu sem skilar árangri til framtíðar. Auk þess felast mikil tækifæri fyrir flugfélög í því árferði sem skapast hefur í kjölfar heimsfaraldurs, eldgoss og bólusetninga, sem leitt hefur af sér uppsafnaða ferðaþörf og ómetanlega landkynningu.“ segir Georg Haraldsson. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, er gríðarlega ánægður að fá Georg inn í stjórnunarteymið. „Það er mikill hvalreki fyrir PLAY að fá Georg til liðs við framkvæmdastjórnina í þeirri uppbyggingu og stefnumörkun sem félagið stendur frammi fyrir. Georg þekkir vel viðskiptaumhverfi flugfélaga og ferðaiðnaðarins, og hvernig hægt er að nýta tæknina til að auka ánægju viðskiptavina og tryggja sölu og dreifingu flugfargjalda.“ Georg er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er einnig með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR og IE Business School. Georg er kvæntur Hjördísi Jónsdóttir, verkefnastjóra og viðskiptafræðingi, og eiga þau fjögur börn. Georg er jafnframt sagður ástríðukokkur, skíðakappi, golfari og grjótharður KR-ingur.
Vistaskipti Play Fréttir af flugi Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira