Heilbrigðisráðherra herðir tökin á landamærunum Eiður Þór Árnason skrifar 5. maí 2021 15:03 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Frá og með föstudeginum verður tekið mið af hlutfalli jákvæðra Covid-19 sýna í brottfaralandi við mat á því hvaða lönd eða svæði teljast til hááhættusvæða. Áður var einungis miðað við nýgengi smita en skilgreining hááhættusvæða ræður því hvaða farþegar þurfa að sæta sóttkví í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Með breytingunni verður farþegum frá 131 landi eða svæði gert að dvelja í sóttvarnahúsi með möguleika á undanþágu ef þeir geta uppfyllt skilyrði sóttkvíar á öðrum stað. Áður náði krafan til farþega frá sextán löndum en hún nær ekki til þeirra sem hafa vottorð um bólusetningu eða fyrra smit. Samkvæmt nýuppfærðu mati heilbrigðisyfirvalda þurfa farþegar án vottorðs frá alls sautján löndum að dvelja skilyrðislaust í sóttvarnahúsi við komuna til landsins á meðan beðið er niðurstöðu seinni sýnatöku. Eru það Andorra, Argentína, Barein, Frakkland, Grænhöfðaeyjar, Holland, Króatía, Kýpur, Litháen, Pólland, Seychelles-eyjar, Serbía, meginland Spánar, Svíþjóð, Tyrkland, Ungverjaland og Úrúgvæ. Þetta kemur fram í nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra sem öðlast gildi 7. maí og gildir til 24. maí. Nýgengi ekki talið gefa fullnægjandi mynd Samkvæmt nýrri reglugerð verður því bæði horft til upplýsinga um 14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa og hlutfall jákvæðra sýna í viðkomandi landi við skilgreiningu á hááhættusvæðum. Segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að með breytingunni sé byggt á því að nýgengið veiti ekki eitt og sér fullnægjandi mynd af útbreiðslu samfélagssmita. Ef hlutfall jákvæðra sýna sé hátt bendi það til þess að samfélagssmit sé útbreiddara en tölur um nýgengi benda til. Áfram þurfa farþegar sem koma frá landi eða svæði þar sem nýgengi smita er 700 eða meira að fara skilyrðislaust í sóttkví í sóttvarnahúsi. Þetta á nú einnig við ef nýgengi smita er á bilinu 500–699 og hlutfall jákvæðra sýna er 5% eða hærra, eða ef nýgengi er yfir 500 en fullnægjandi upplýsingar um hlutfall jákvæðra sýna liggur ekki fyrir. Einungis er vikið frá þessari kröfu ef veigamiklar ástæður mæla með því, svo sem fötlun, þroski eða sambærilegar aðstæður þess sem hlut á að máli. Ef nýgengið er minna en 500 þurfa komufarþegar ekki að sæta sóttkví í sóttvarnahúsi og sé það á bilinu 500 til 699 er sóttkví í sóttvarnahúsi áskilin en hægt að sækja um undanþágu frá þeirri kröfu. 131 land eða svæði tilheyra nú síðastnefnda flokknum líkt og áður segir og má sjá listann í auglýsingu ráðherra. Sækja þarf um undanþáguna að minnsta kosti tveimur sólarhringum fyrir komu til landsins. Núverandi heimild stjórnvalda til að skylda farþega frá ákveðnum löndum til að dveljast í sóttkvíarhúsi gildir til 30. júní. Færeyjar og Grænland einu löndin á lágáhættulista Sem fyrr þurfa þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrra smit aðeins að fara í eina sýnatöku við komuna til landsins. Farþegar frá Færeyjum verða undanþegnir sóttvarnaaðgerðum á landamærum frá og með 10. maí næstkomandi og þurfa því hvorki að framvísa vottorðum né sæta sýnatöku og sóttkví. Þetta á þegar við um farþega frá Grænlandi. Þar með verða þau einu löndin á lágáhættulista sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótel Klettur nýtt sóttkvíarhótel frá og með deginum í dag Í dag opnar Rauði krossinn nýtt sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum en hótelið er það þriðja í Reykjavík sem notað verður í þessum tilgangi og það fjórða á landinu öllu. 2. maí 2021 11:52 Telja Ísland öruggasta áfangastaðinn í heimsfaraldri Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri. 2. maí 2021 20:01 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Með breytingunni verður farþegum frá 131 landi eða svæði gert að dvelja í sóttvarnahúsi með möguleika á undanþágu ef þeir geta uppfyllt skilyrði sóttkvíar á öðrum stað. Áður náði krafan til farþega frá sextán löndum en hún nær ekki til þeirra sem hafa vottorð um bólusetningu eða fyrra smit. Samkvæmt nýuppfærðu mati heilbrigðisyfirvalda þurfa farþegar án vottorðs frá alls sautján löndum að dvelja skilyrðislaust í sóttvarnahúsi við komuna til landsins á meðan beðið er niðurstöðu seinni sýnatöku. Eru það Andorra, Argentína, Barein, Frakkland, Grænhöfðaeyjar, Holland, Króatía, Kýpur, Litháen, Pólland, Seychelles-eyjar, Serbía, meginland Spánar, Svíþjóð, Tyrkland, Ungverjaland og Úrúgvæ. Þetta kemur fram í nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra sem öðlast gildi 7. maí og gildir til 24. maí. Nýgengi ekki talið gefa fullnægjandi mynd Samkvæmt nýrri reglugerð verður því bæði horft til upplýsinga um 14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa og hlutfall jákvæðra sýna í viðkomandi landi við skilgreiningu á hááhættusvæðum. Segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að með breytingunni sé byggt á því að nýgengið veiti ekki eitt og sér fullnægjandi mynd af útbreiðslu samfélagssmita. Ef hlutfall jákvæðra sýna sé hátt bendi það til þess að samfélagssmit sé útbreiddara en tölur um nýgengi benda til. Áfram þurfa farþegar sem koma frá landi eða svæði þar sem nýgengi smita er 700 eða meira að fara skilyrðislaust í sóttkví í sóttvarnahúsi. Þetta á nú einnig við ef nýgengi smita er á bilinu 500–699 og hlutfall jákvæðra sýna er 5% eða hærra, eða ef nýgengi er yfir 500 en fullnægjandi upplýsingar um hlutfall jákvæðra sýna liggur ekki fyrir. Einungis er vikið frá þessari kröfu ef veigamiklar ástæður mæla með því, svo sem fötlun, þroski eða sambærilegar aðstæður þess sem hlut á að máli. Ef nýgengið er minna en 500 þurfa komufarþegar ekki að sæta sóttkví í sóttvarnahúsi og sé það á bilinu 500 til 699 er sóttkví í sóttvarnahúsi áskilin en hægt að sækja um undanþágu frá þeirri kröfu. 131 land eða svæði tilheyra nú síðastnefnda flokknum líkt og áður segir og má sjá listann í auglýsingu ráðherra. Sækja þarf um undanþáguna að minnsta kosti tveimur sólarhringum fyrir komu til landsins. Núverandi heimild stjórnvalda til að skylda farþega frá ákveðnum löndum til að dveljast í sóttkvíarhúsi gildir til 30. júní. Færeyjar og Grænland einu löndin á lágáhættulista Sem fyrr þurfa þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrra smit aðeins að fara í eina sýnatöku við komuna til landsins. Farþegar frá Færeyjum verða undanþegnir sóttvarnaaðgerðum á landamærum frá og með 10. maí næstkomandi og þurfa því hvorki að framvísa vottorðum né sæta sýnatöku og sóttkví. Þetta á þegar við um farþega frá Grænlandi. Þar með verða þau einu löndin á lágáhættulista sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótel Klettur nýtt sóttkvíarhótel frá og með deginum í dag Í dag opnar Rauði krossinn nýtt sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum en hótelið er það þriðja í Reykjavík sem notað verður í þessum tilgangi og það fjórða á landinu öllu. 2. maí 2021 11:52 Telja Ísland öruggasta áfangastaðinn í heimsfaraldri Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri. 2. maí 2021 20:01 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Hótel Klettur nýtt sóttkvíarhótel frá og með deginum í dag Í dag opnar Rauði krossinn nýtt sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum en hótelið er það þriðja í Reykjavík sem notað verður í þessum tilgangi og það fjórða á landinu öllu. 2. maí 2021 11:52
Telja Ísland öruggasta áfangastaðinn í heimsfaraldri Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri. 2. maí 2021 20:01