Með 27 mörk í síðustu tveimur leikjum: Besta frammistaðan síðan í Hjartasteini Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 14:31 Blær Hinriksson hefur verið óstöðvandi í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar. vísir/hulda margrét Sennilega hefur enginn leikmaður Olís-deildar karla komið betur undan hléinu sem gert var vegna kórónuveirufaraldursins og Blær Hinriksson. Hann hefur skorað samtals 27 mörk í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar. Blær skoraði þrettán mörk þegar Afturelding laut í lægra haldi fyrir Haukum í gær, 33-25. Hann fylgdi þar með eftir fjórtán marka frammistöðu sinni í 35-33 tapinu fyrir Stjörnunni í fyrsta leik Aftureldingar eftir hléið. Samtals hefur Blær því skorað 27 mörk í síðustu tveimur leikjum Mosfellinga. Og það úr aðeins 33 skotum. Það gerir 82 prósent skotnýtingu sem er lygilega góð fyrir útispilara. Í leiknum gegn Stjörnunni skoraði Blær helming marka sinna, eða sjö, af vítalínunni. Í gær komu aðeins fjögur mörk af vítalínunni. Í leikjunum tveimur hefur hann aðeins klikkað á einu víti, því fyrsta gegn Stjörnunni. Síðan þá hefur hann skorað úr ellefu vítum í röð. Mörk Blæs í leikjunum gegn Stjörnunni og Haukum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mörk Blæs gegn Stjörnunni og Haukum Auk markanna 27 hefur Blær gefið sex stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar og því komið með beinum hætti að 33 af 58 mörkum liðsins. Úrslitin hafa vissulega ekki verið hagstæð fyrir Aftureldingu eftir hléið en það er lítið við Blæ að sakast. Blæ hafa ekki haldið nein bönd í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar.vísir/hulda margrét Í ellefu leikjum fyrir síðasta hléið skoraði Blær samtals 53 mörk. Þau eru nú alls orðin áttatíu og Blær hefur klifrað hratt upp listann yfir markahæstu leikmenn Olís-deildarinnar. Hann er núna í 10.-11. sæti markalistans. Blær þreytti frumraun sína í Olís-deildinni með HK á síðasta tímabili. Hann lék ekki mikið vegna meiðsla en skoraði samt 5,1 mark að meðaltali í leik. Skotnýtingin var þó aðeins 47 prósent en núna er hún 65 prósent. Hinn nítján ára Blær gekk í raðir Aftureldingar í sumar og hefur fengið mikla ábyrgð og stórt hlutverk í þeim miklu meiðslum sem hafa dunið á liðinu. Og það er óhætt að segja að hann hafi staðið undir ábyrgðinni. Blær ásamt Baldri Einarssyni, mótleikara sínum í Hjartasteini.getty/Jalal Morchidi Margir kannast eflaust við Blæ úr kvikmyndinni Hjartasteini frá 2016. Myndin fékk afar góðar viðtökur og Blær fékk Edduverðlaun fyrir frammistöðu sína í henni. Segja má að leiklistin sé Blæ í blóð borin. Faðir hans, Hinrik Ólafsson, er þekktur leikari og föðurbróðir hans er sjálfur Egill Ólafsson. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Sjá meira
Blær skoraði þrettán mörk þegar Afturelding laut í lægra haldi fyrir Haukum í gær, 33-25. Hann fylgdi þar með eftir fjórtán marka frammistöðu sinni í 35-33 tapinu fyrir Stjörnunni í fyrsta leik Aftureldingar eftir hléið. Samtals hefur Blær því skorað 27 mörk í síðustu tveimur leikjum Mosfellinga. Og það úr aðeins 33 skotum. Það gerir 82 prósent skotnýtingu sem er lygilega góð fyrir útispilara. Í leiknum gegn Stjörnunni skoraði Blær helming marka sinna, eða sjö, af vítalínunni. Í gær komu aðeins fjögur mörk af vítalínunni. Í leikjunum tveimur hefur hann aðeins klikkað á einu víti, því fyrsta gegn Stjörnunni. Síðan þá hefur hann skorað úr ellefu vítum í röð. Mörk Blæs í leikjunum gegn Stjörnunni og Haukum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mörk Blæs gegn Stjörnunni og Haukum Auk markanna 27 hefur Blær gefið sex stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar og því komið með beinum hætti að 33 af 58 mörkum liðsins. Úrslitin hafa vissulega ekki verið hagstæð fyrir Aftureldingu eftir hléið en það er lítið við Blæ að sakast. Blæ hafa ekki haldið nein bönd í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar.vísir/hulda margrét Í ellefu leikjum fyrir síðasta hléið skoraði Blær samtals 53 mörk. Þau eru nú alls orðin áttatíu og Blær hefur klifrað hratt upp listann yfir markahæstu leikmenn Olís-deildarinnar. Hann er núna í 10.-11. sæti markalistans. Blær þreytti frumraun sína í Olís-deildinni með HK á síðasta tímabili. Hann lék ekki mikið vegna meiðsla en skoraði samt 5,1 mark að meðaltali í leik. Skotnýtingin var þó aðeins 47 prósent en núna er hún 65 prósent. Hinn nítján ára Blær gekk í raðir Aftureldingar í sumar og hefur fengið mikla ábyrgð og stórt hlutverk í þeim miklu meiðslum sem hafa dunið á liðinu. Og það er óhætt að segja að hann hafi staðið undir ábyrgðinni. Blær ásamt Baldri Einarssyni, mótleikara sínum í Hjartasteini.getty/Jalal Morchidi Margir kannast eflaust við Blæ úr kvikmyndinni Hjartasteini frá 2016. Myndin fékk afar góðar viðtökur og Blær fékk Edduverðlaun fyrir frammistöðu sína í henni. Segja má að leiklistin sé Blæ í blóð borin. Faðir hans, Hinrik Ólafsson, er þekktur leikari og föðurbróðir hans er sjálfur Egill Ólafsson. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Sjá meira