Er eðlilegt að útgerðarmenn geti einhliða ráðið verði til sjómanna? Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 5. maí 2021 10:31 Laugardaginn 1. maí síðastliðinn birti VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kom fram samanburður á loðnuverði til Íslendinga annarsvegar og Norðmanna hinsvegar á ný afstaðinni vertíð. Í auglýsingunni bentum við á að á ný afstaðinni loðnuvertíð fengu íslenskir sjómenn greiddar að meðaltali 110 kr. á kíló frá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir loðnuna. Á sömu loðnuvertíð borguðu sömu íslensku sjávarútvegsfyrirtæki norskum sjómönnum hins vegar að meðaltali 224 kr. á kíló fyrir loðnuna. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að langflestir sem vinna í íslenskum sjávarútvegi viti að loðnan sem íslensku sjómennirnir veiddu var mun verðmætari útflutningsvara á þeim tíma sem þeir veiddu loðnuna heldur en þegar norsku sjómennirnir máttu veiða hana. Í kjarasamningum sjómanna stendur að sjómönnum „skal tryggt hæsta gangverð alls sem aflað er og aldrei lægra en útgerðarmaður fær fyrir sinn hlut.“ Vissulega greiddu útgerðarmenn sjómönnum hlut úr því verði sem þeir greiddu til skipa sinna, en var þeim tryggt hæsta gangverð? Það stingur í augu að sömu útgerðir treystu sér að kaupa afla af norskum skipum á tvisvar sinnum hærra verði en þær borguðu íslenskum sjómönnum. Ég vil taka fram að það voru ekki allar íslenskar útgerðir sem keyptu afla af norskum skipum. En engu að síður vaknar sú spurning hvort verið er að borga sanngjarnt verð til íslenskra skipa? Ef íslenskir sjómenn hefðu fengið að minnsta kosti sama verð fyrir loðnuna og norskir sjómenn hefðu rétt tæpir átta milljarðar komið til skipta til viðbótar á þessari litlu vertíð. Hverjir tapa á því? Það er auðvitað öll íslenska þjóðin sem tapar. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélögin tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Sameiginlegir sjóðir okkar verða af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Fiskurinn í sjónum er þjóðarauðlind og við eigum öll rétt á að fá okkar hlut úr henni Spurning um verðlagningu á uppsjávarfiski vaknar á hverri vertíð Við höfum áður vakið athygli á því að íslenskar útgerðir virðast greiða hærra verð til norskra skipa en íslenskra. Í mars 2019 keypti bræðsla á Íslandi kolmuna af bæði íslensku skipi og norsku skipi og greiddi bræðslan skipinu rúmlega 43% hærra verð. Við höfum einnig bent á skýrslur frá Verðlagsstofu Skiptaverðs. Þar má sjá samanburð á verði á makríl og síld á milli Íslands og Noregs frá 2012 til 2019, og er sá munur sláandi svo ekki sé meira sagt. Útgerðarmenn segja að það sé ekkert óeðlilegt við þetta. Það sem er hins vegar sérstakt og vekur upp spurningar er að þegar erlend skip landa á Íslandi þá er hægt að borga langt um hærra verð til þeirra en til íslenskra sjómanna og þegar íslensk skip landa erlendis þá virðast sjómenn okkar fá miklu betra verð þar en þegar þeir landa á Íslandi. Það er ekki furða að við teljum að verið sé að brjóta kjarasamninga þegar þetta birtist okkur svona. Við höfum reynt að vekja athygli á þessu meðal þingmanna, því miður virðist lítill pólitískur vilji til að skoða málið og láta útgerðarmenn gera upp á réttum verðum. Hitti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kannski naglann á höfuðið þegar hann benti á að hagsmunasamtök hafi of mikil áhrif á Íslandi? Þessu verðum við að breyta – fyrir okkur öll. Við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna höfum spurt áður og spyrjum enn: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 1. maí síðastliðinn birti VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kom fram samanburður á loðnuverði til Íslendinga annarsvegar og Norðmanna hinsvegar á ný afstaðinni vertíð. Í auglýsingunni bentum við á að á ný afstaðinni loðnuvertíð fengu íslenskir sjómenn greiddar að meðaltali 110 kr. á kíló frá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir loðnuna. Á sömu loðnuvertíð borguðu sömu íslensku sjávarútvegsfyrirtæki norskum sjómönnum hins vegar að meðaltali 224 kr. á kíló fyrir loðnuna. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að langflestir sem vinna í íslenskum sjávarútvegi viti að loðnan sem íslensku sjómennirnir veiddu var mun verðmætari útflutningsvara á þeim tíma sem þeir veiddu loðnuna heldur en þegar norsku sjómennirnir máttu veiða hana. Í kjarasamningum sjómanna stendur að sjómönnum „skal tryggt hæsta gangverð alls sem aflað er og aldrei lægra en útgerðarmaður fær fyrir sinn hlut.“ Vissulega greiddu útgerðarmenn sjómönnum hlut úr því verði sem þeir greiddu til skipa sinna, en var þeim tryggt hæsta gangverð? Það stingur í augu að sömu útgerðir treystu sér að kaupa afla af norskum skipum á tvisvar sinnum hærra verði en þær borguðu íslenskum sjómönnum. Ég vil taka fram að það voru ekki allar íslenskar útgerðir sem keyptu afla af norskum skipum. En engu að síður vaknar sú spurning hvort verið er að borga sanngjarnt verð til íslenskra skipa? Ef íslenskir sjómenn hefðu fengið að minnsta kosti sama verð fyrir loðnuna og norskir sjómenn hefðu rétt tæpir átta milljarðar komið til skipta til viðbótar á þessari litlu vertíð. Hverjir tapa á því? Það er auðvitað öll íslenska þjóðin sem tapar. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélögin tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Sameiginlegir sjóðir okkar verða af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Fiskurinn í sjónum er þjóðarauðlind og við eigum öll rétt á að fá okkar hlut úr henni Spurning um verðlagningu á uppsjávarfiski vaknar á hverri vertíð Við höfum áður vakið athygli á því að íslenskar útgerðir virðast greiða hærra verð til norskra skipa en íslenskra. Í mars 2019 keypti bræðsla á Íslandi kolmuna af bæði íslensku skipi og norsku skipi og greiddi bræðslan skipinu rúmlega 43% hærra verð. Við höfum einnig bent á skýrslur frá Verðlagsstofu Skiptaverðs. Þar má sjá samanburð á verði á makríl og síld á milli Íslands og Noregs frá 2012 til 2019, og er sá munur sláandi svo ekki sé meira sagt. Útgerðarmenn segja að það sé ekkert óeðlilegt við þetta. Það sem er hins vegar sérstakt og vekur upp spurningar er að þegar erlend skip landa á Íslandi þá er hægt að borga langt um hærra verð til þeirra en til íslenskra sjómanna og þegar íslensk skip landa erlendis þá virðast sjómenn okkar fá miklu betra verð þar en þegar þeir landa á Íslandi. Það er ekki furða að við teljum að verið sé að brjóta kjarasamninga þegar þetta birtist okkur svona. Við höfum reynt að vekja athygli á þessu meðal þingmanna, því miður virðist lítill pólitískur vilji til að skoða málið og láta útgerðarmenn gera upp á réttum verðum. Hitti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kannski naglann á höfuðið þegar hann benti á að hagsmunasamtök hafi of mikil áhrif á Íslandi? Þessu verðum við að breyta – fyrir okkur öll. Við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna höfum spurt áður og spyrjum enn: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar