Afskipti voru einnig höfð af tveimur mönnum sem eru grunaðir um þjófnað í miðborginni. Fóru þeir inn á veitingastað og höfðu á brott með sér krukku með þjórfé starfsmanna.
Þá var lögreglu tilkynnt um mann í annarlegu ástandi við annan veitingastað í miðborginni. Var hann að áreita viðskiptavini staðarins og öskra á þá og starfsfólk. Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslur sökum ástands.
Þá var ofurölvi maður handtekinn í hverfi 105. Fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu og var vistaður í fangageymslum.
Í kringum miðnætti í gær voru ökumenn þriggja bifreiða stöðvaðar á Kringlumýrarbraut eftir hraðamælingar. Voru þeir á 108 til 113 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.