Ósátt með heimildarmyndir um líf hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2021 16:41 Söngkonan Britney Spears hefur að undanförnu barist fyrir auknu sjálfræði. AP/Chris Pizzello Tónlistarkonan Britney Spears hefur gagnrýnt tvær heimildarmyndir sem komu nýlega út og fjalla um líf hennar. Myndirnar fjalla meðal annars um afskipti fjölmiðla af henni og segir hún aðstandendur myndanna gerast sekir um slíkt hið sama. „Þessar heimildamyndir eru svo fullar af hræsni… þær gagnrýna fjölmiðla og gera svo bara það sama,“ skrifar söngkonan við færslu á Instagram sem hún birti í gær. „Af hverju er verið að fjalla um erfiðasta og neikvæðasta tímabil lífs míns sem gerðist fyrir löngu síðan?“ spyr hún í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Myndirnar sem um ræðir einblína að mestu á samskipti hennar við fjölmiðla og forræðisdeilur hennar og föður hennar, en hann hefur haft forræði yfir henni frá árinu 2008. Fyrri myndin ber heitið Framing Britney Spears og var gefin út af New York Times í febrúar. Þar er að mestu fjallað um samband hennar við fjölmiðla á fyrsta áratug þessarar aldar og áhrif fjölmiðla á andlega heilsu hennar. Hin myndin The Battle for Britney: Fans, Cash and a Conservatorship, var gefin út af breska ríkisútvarpinu um helgina. Efni heimildarmyndarinnar Framing Britney Spears var rakið í löngu máli í frétt sem birt var á vísi í mars sem sjá má hér að neðan. Önnur heimildamynd um söngkonuna er í vinnslu hjá streymisveitunni Netflix og fregnir herma að söngkonan sjálf standi að gerð fjórðu heimildamyndarinnar. Aðdáendur Spears hafa undanfarið velt vöngum um færslur söngkonunnar á samfélagsmiðlum og vilja margir meina að hún standi sjálf ekki að færslunum. Hollywood Bandaríkin Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tengdar fréttir Britney mun ávarpa dómara í júní Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi. 28. apríl 2021 13:59 Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. 12. febrúar 2021 18:06 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
„Þessar heimildamyndir eru svo fullar af hræsni… þær gagnrýna fjölmiðla og gera svo bara það sama,“ skrifar söngkonan við færslu á Instagram sem hún birti í gær. „Af hverju er verið að fjalla um erfiðasta og neikvæðasta tímabil lífs míns sem gerðist fyrir löngu síðan?“ spyr hún í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Myndirnar sem um ræðir einblína að mestu á samskipti hennar við fjölmiðla og forræðisdeilur hennar og föður hennar, en hann hefur haft forræði yfir henni frá árinu 2008. Fyrri myndin ber heitið Framing Britney Spears og var gefin út af New York Times í febrúar. Þar er að mestu fjallað um samband hennar við fjölmiðla á fyrsta áratug þessarar aldar og áhrif fjölmiðla á andlega heilsu hennar. Hin myndin The Battle for Britney: Fans, Cash and a Conservatorship, var gefin út af breska ríkisútvarpinu um helgina. Efni heimildarmyndarinnar Framing Britney Spears var rakið í löngu máli í frétt sem birt var á vísi í mars sem sjá má hér að neðan. Önnur heimildamynd um söngkonuna er í vinnslu hjá streymisveitunni Netflix og fregnir herma að söngkonan sjálf standi að gerð fjórðu heimildamyndarinnar. Aðdáendur Spears hafa undanfarið velt vöngum um færslur söngkonunnar á samfélagsmiðlum og vilja margir meina að hún standi sjálf ekki að færslunum.
Hollywood Bandaríkin Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tengdar fréttir Britney mun ávarpa dómara í júní Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi. 28. apríl 2021 13:59 Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. 12. febrúar 2021 18:06 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Britney mun ávarpa dómara í júní Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi. 28. apríl 2021 13:59
Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46
Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. 12. febrúar 2021 18:06