Um orðræðu, raddir geðveikra, einhverfu og ADHD Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 4. maí 2021 12:00 Ég heiti Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og ég er ljón. Ég er einhverf/ADHD og er er líka með geðræn einkenni sem flokkast undir geðrænan vanda. Einhverfa og ADHD eru taugafræðilegt ástand og skipan heilans, en ekki sjúkdómar né heilkenni. Heili minn er öðruvísi en gerist og gengur. Geðræn einkenni flokkast hinsvegar undir geðsjúkdóma. Ég hef ákveðið að ræða á opinberum vettvangi um einhverfu, ADHD og geðræna kvilla, þar sem ég skammast mín bara nákvæmlega ekkert fyrir heilann á mér og finnst fólk eins og ég, sem lifir á jaðri samfélagsins alveg eiga fullan tilverurétt. Ég er hamingjusamlega gift og á barn. Ég lifi rólegu lífi á Selfossi þar sem allir eru góðir við mig. Ég er engum til ama. En það eru samt vissir hlutir sem ég þarf að ræða í þessu samhengi. Það vita semsagt allir að ég er einhverf/ADHD og að ég hef glímt við geðræn vandamál. Það góða við það er að þegar allir vita þetta, þá fær maður ótrúlegt frelsi til að vera maður sjálfur. Samfélagið hættir í raun að búast við neinu af manni, þannig að maður getur valið að lifa í rólegheitum á jaðrinum og hafa það bara nokkuð gott. Þar getur maður unað glaður við sitt og komið fólki endalaust á óvart t.d. með því að læra klassískan söng eða semja fallega tónlist. Það eina pirrandi er að fólk heldur í raun og veru að maður sé algjörlega klikk stöðugt alla daga, sem maður er ekki. Það virðist nefnilega vera nokkuð algengur sá misskilningur að ef fólk veikist á geði einhvern tímann á ævinni, þá verði það bara klikk það sem eftir er ævinnar. Mín eigin reynsla af geðsjúkdómum er alls ekki þannig. Fyrst veiktist ég á geði árið 1985 þegar ég var 19 ára. Þá fór ég á lyf og veiktist ekki aftur fyrr en nokkrum árum síðar árið 1991. Síðan gerðist lítið í mörg ár.Síðast fann ég fyrir veikindum í janúar 2016. Í hvert skipti voru veikindin skammvinn (nokkrir dagar) og ég var fljót sjálf að leita mér aðstoðar. Ég hef semsagt innsæi í mitt eigið ástand og ég veit ósköp vel hvenær ég er veik og hvenær ekki. En samfélagið telur að ég sé alltaf klikk. Röddin er að einhverju leyti tekin frá manni þegar maður er í slíkri aðstöðu alveg eins og heimspekingurinn Foucault lýsir svo vel. Emile Dürkheim sagði einnig að samfélagið dæmdi fólk og hann sagði að fólk verði almennt að passa sig á því að dæma ekki sjálft sig með þeim dómi sem samfélagið hugsanlega kveður upp yfir hverjum og einum. Þetta gildir í raun einnig um allt venjulegt fólk, sem af einhverjum ástæðum er fordæmt og dæmt illilega af samfélaginu eða dómstólum götunnar. Ég er semagt í dálítið sérstakri aðstöðu. Ég er með fjórar alvöru háskólagráður og meðaleinkunn mín í þeim er 8,5. Ég er með meistaragráðu í umhverfisefnafræði frá einum virtasta tækniháskóla heims, en íslenskt samfélag getur samt í raun ekki tekið mark á mér, vegna þess að það er búið að dæma mig sem einhverfa/ADHD og klikk. En hvernig, ef ég er alltaf klikk, fór ég að því að ljúka fjórum háskólagráðum með meðaleinkunn 8,5? Er ekki einhver þversögn hérna einhversstaðar. Eru þetta ekki bara fordómar? En heimska heimsins er í raun ekki mitt vandamál. Vanþekking almennings á einhverfu og geðsjúkdómum er hlutur sem ég get ekki breytt svo auðveldlega. Eina sem ég get sagt ykkur er að fólk er ekki stöðugt geðveikt alla sína ævi. Það eiga allir sín góðu og slæmu tímabil. Geðveiki er tímabundið fyrirbæri og í dag eru til mjög góð lyf sem lækna geðsjúkdóma og geta haldið þeim algjörlega í skefjum. Fólk á að geta lifað tiltölulega eðlilegu lífi, ef það er reglusamt og tekur lyfin sín. Einhverfa er alls ekki sjúkdómur og fæstir einhverfir vilja vera öðruvísi en þeir eru. ADHD er líka taugafræðilegt ástand, en ekki sjúkdómur. Ég t.d. vil alls ekki vera öðruvísi en ég er. Ef ég gæti skipt um heila, myndi ég afþakka boðið pent. Ég vil því biðja ykkur öll að reyna að sýna meiri skilning gagnvart öllum þeim sem ykkur finnast vera skrýtnir og skemmtilegir. Ég er bæði skrýtin og skemmtileg og verð það áfram. Ég get aðeins breytt heiminum með því að þora að vera ég sjálf. Vona að mér hafi tekist að útskýra hlutina aðeins fyrir ykkur. Höfundur er M.Sc. M.A. B.Sc. B.A. umhverfisefnafræðingur á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og ég er ljón. Ég er einhverf/ADHD og er er líka með geðræn einkenni sem flokkast undir geðrænan vanda. Einhverfa og ADHD eru taugafræðilegt ástand og skipan heilans, en ekki sjúkdómar né heilkenni. Heili minn er öðruvísi en gerist og gengur. Geðræn einkenni flokkast hinsvegar undir geðsjúkdóma. Ég hef ákveðið að ræða á opinberum vettvangi um einhverfu, ADHD og geðræna kvilla, þar sem ég skammast mín bara nákvæmlega ekkert fyrir heilann á mér og finnst fólk eins og ég, sem lifir á jaðri samfélagsins alveg eiga fullan tilverurétt. Ég er hamingjusamlega gift og á barn. Ég lifi rólegu lífi á Selfossi þar sem allir eru góðir við mig. Ég er engum til ama. En það eru samt vissir hlutir sem ég þarf að ræða í þessu samhengi. Það vita semsagt allir að ég er einhverf/ADHD og að ég hef glímt við geðræn vandamál. Það góða við það er að þegar allir vita þetta, þá fær maður ótrúlegt frelsi til að vera maður sjálfur. Samfélagið hættir í raun að búast við neinu af manni, þannig að maður getur valið að lifa í rólegheitum á jaðrinum og hafa það bara nokkuð gott. Þar getur maður unað glaður við sitt og komið fólki endalaust á óvart t.d. með því að læra klassískan söng eða semja fallega tónlist. Það eina pirrandi er að fólk heldur í raun og veru að maður sé algjörlega klikk stöðugt alla daga, sem maður er ekki. Það virðist nefnilega vera nokkuð algengur sá misskilningur að ef fólk veikist á geði einhvern tímann á ævinni, þá verði það bara klikk það sem eftir er ævinnar. Mín eigin reynsla af geðsjúkdómum er alls ekki þannig. Fyrst veiktist ég á geði árið 1985 þegar ég var 19 ára. Þá fór ég á lyf og veiktist ekki aftur fyrr en nokkrum árum síðar árið 1991. Síðan gerðist lítið í mörg ár.Síðast fann ég fyrir veikindum í janúar 2016. Í hvert skipti voru veikindin skammvinn (nokkrir dagar) og ég var fljót sjálf að leita mér aðstoðar. Ég hef semsagt innsæi í mitt eigið ástand og ég veit ósköp vel hvenær ég er veik og hvenær ekki. En samfélagið telur að ég sé alltaf klikk. Röddin er að einhverju leyti tekin frá manni þegar maður er í slíkri aðstöðu alveg eins og heimspekingurinn Foucault lýsir svo vel. Emile Dürkheim sagði einnig að samfélagið dæmdi fólk og hann sagði að fólk verði almennt að passa sig á því að dæma ekki sjálft sig með þeim dómi sem samfélagið hugsanlega kveður upp yfir hverjum og einum. Þetta gildir í raun einnig um allt venjulegt fólk, sem af einhverjum ástæðum er fordæmt og dæmt illilega af samfélaginu eða dómstólum götunnar. Ég er semagt í dálítið sérstakri aðstöðu. Ég er með fjórar alvöru háskólagráður og meðaleinkunn mín í þeim er 8,5. Ég er með meistaragráðu í umhverfisefnafræði frá einum virtasta tækniháskóla heims, en íslenskt samfélag getur samt í raun ekki tekið mark á mér, vegna þess að það er búið að dæma mig sem einhverfa/ADHD og klikk. En hvernig, ef ég er alltaf klikk, fór ég að því að ljúka fjórum háskólagráðum með meðaleinkunn 8,5? Er ekki einhver þversögn hérna einhversstaðar. Eru þetta ekki bara fordómar? En heimska heimsins er í raun ekki mitt vandamál. Vanþekking almennings á einhverfu og geðsjúkdómum er hlutur sem ég get ekki breytt svo auðveldlega. Eina sem ég get sagt ykkur er að fólk er ekki stöðugt geðveikt alla sína ævi. Það eiga allir sín góðu og slæmu tímabil. Geðveiki er tímabundið fyrirbæri og í dag eru til mjög góð lyf sem lækna geðsjúkdóma og geta haldið þeim algjörlega í skefjum. Fólk á að geta lifað tiltölulega eðlilegu lífi, ef það er reglusamt og tekur lyfin sín. Einhverfa er alls ekki sjúkdómur og fæstir einhverfir vilja vera öðruvísi en þeir eru. ADHD er líka taugafræðilegt ástand, en ekki sjúkdómur. Ég t.d. vil alls ekki vera öðruvísi en ég er. Ef ég gæti skipt um heila, myndi ég afþakka boðið pent. Ég vil því biðja ykkur öll að reyna að sýna meiri skilning gagnvart öllum þeim sem ykkur finnast vera skrýtnir og skemmtilegir. Ég er bæði skrýtin og skemmtileg og verð það áfram. Ég get aðeins breytt heiminum með því að þora að vera ég sjálf. Vona að mér hafi tekist að útskýra hlutina aðeins fyrir ykkur. Höfundur er M.Sc. M.A. B.Sc. B.A. umhverfisefnafræðingur á Selfossi.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar