„Maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur“ Atli Arason skrifar 2. maí 2021 21:31 Júlíus Orri Ágústsson vísir/bára Júlíus Orri Ágústsson, leikmaður Þór Akureyri, spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma eftir erfið meiðsli. Júlíus spilaði í heildina 8 og hálfa mínútu gegn Njarðvík í kvöld en náði þó ekki að setja nein stig á töfluna. „Það er gaman að vera kominn aftur en maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur,“ sagði Júlíus Orri. Júlíus var hins vegar ekki sáttur við frammistöðu Þórs í þessum mikilvæga leik gegn Njarðvík sem tapaðist með 22 stigum, 97-75. Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Sigur það eina sem er í boði fyrir Njarðvíkinga „Þetta er mjög svekkjandi, mér fannst við spila sem fimm einstaklingar í dag frekar en að spila sem lið. Sérstaklega þegar þetta er mikilvægasti tímapunkturinn þá er óboðlegt að bjóða upp á svona frammistöðu.“ „Mér fannst við brotna allt of snemma og ef við förum undir þá endum við að tapa með 20 eins og hefur gerst allt of oft í vetur.“ Þór Akureyri er sem stendur með verstu nettó stiga söfnun í deildinni eða -141 stig. Fari svo að Njarðvík og Þór endi jöfn af stigum í deildinni þá endar Njarðvík ofar í töflunni á nettó stigatölu vegna þess að bæði lið unnu innbyrðis viðureignirnar með 22 stiga mun. Njarðvík er með -52 stig í nettó eins og staðan er núna. Þór var lengi vel inn í leiknum en að loknum þriðja leikhluta var Njarðvík aðeins sjö stigum yfir en leikur Þórs hrynur í fjórða leikhluta þar sem þeir tapa leikhlutanum með 15 stigum. Aðspurður að því hvað gerist hjá Þór í fjórða fjórðung hefur Júlíus fá svör. „Ég bara veit það ekki. Örugglega bara andleysi og væl í dómaranum og eitthvað svoleiðis. Það er samt enginn afsökun fyrir því hvað við spiluðum illa í kvöld. Við vorum bara mjög lélegir.“ Eftir að hafa verið á flugi fyrir covid hlé hafa Akureyringar núna tapað fjórum leikjum í röð eftir hlé. Júlíus kallar eftir því að liðið svari þessu slæma gengi undanfarið í næstu og síðustu tveimur leikjunum sínum. „Ég held bara að við séum svolítið andlausir. Hléið hefur greinilega farið mjög illa í okkur. Við verðum bara að laga þetta á móti Þorlákshöfn og Haukum og vinna síðustu tvo.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þór í Þorlákshöfn. Júlíus telur þennan leik mikilvægan ef Þór Akureyri ætlar sér ekki að sogast niður í fallbaráttuna. „Miðað við hvernig staðan er núna þá verðum við bara að gefa okkur alla fram í þessa tvo leiki til að halda okkur uppi og vonandi komast í úrslitakeppnina,“ sagði Júlíus Orri Ágústsson að lokum. Þór Akureyri UMF Njarðvík Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
„Það er gaman að vera kominn aftur en maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur,“ sagði Júlíus Orri. Júlíus var hins vegar ekki sáttur við frammistöðu Þórs í þessum mikilvæga leik gegn Njarðvík sem tapaðist með 22 stigum, 97-75. Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Sigur það eina sem er í boði fyrir Njarðvíkinga „Þetta er mjög svekkjandi, mér fannst við spila sem fimm einstaklingar í dag frekar en að spila sem lið. Sérstaklega þegar þetta er mikilvægasti tímapunkturinn þá er óboðlegt að bjóða upp á svona frammistöðu.“ „Mér fannst við brotna allt of snemma og ef við förum undir þá endum við að tapa með 20 eins og hefur gerst allt of oft í vetur.“ Þór Akureyri er sem stendur með verstu nettó stiga söfnun í deildinni eða -141 stig. Fari svo að Njarðvík og Þór endi jöfn af stigum í deildinni þá endar Njarðvík ofar í töflunni á nettó stigatölu vegna þess að bæði lið unnu innbyrðis viðureignirnar með 22 stiga mun. Njarðvík er með -52 stig í nettó eins og staðan er núna. Þór var lengi vel inn í leiknum en að loknum þriðja leikhluta var Njarðvík aðeins sjö stigum yfir en leikur Þórs hrynur í fjórða leikhluta þar sem þeir tapa leikhlutanum með 15 stigum. Aðspurður að því hvað gerist hjá Þór í fjórða fjórðung hefur Júlíus fá svör. „Ég bara veit það ekki. Örugglega bara andleysi og væl í dómaranum og eitthvað svoleiðis. Það er samt enginn afsökun fyrir því hvað við spiluðum illa í kvöld. Við vorum bara mjög lélegir.“ Eftir að hafa verið á flugi fyrir covid hlé hafa Akureyringar núna tapað fjórum leikjum í röð eftir hlé. Júlíus kallar eftir því að liðið svari þessu slæma gengi undanfarið í næstu og síðustu tveimur leikjunum sínum. „Ég held bara að við séum svolítið andlausir. Hléið hefur greinilega farið mjög illa í okkur. Við verðum bara að laga þetta á móti Þorlákshöfn og Haukum og vinna síðustu tvo.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þór í Þorlákshöfn. Júlíus telur þennan leik mikilvægan ef Þór Akureyri ætlar sér ekki að sogast niður í fallbaráttuna. „Miðað við hvernig staðan er núna þá verðum við bara að gefa okkur alla fram í þessa tvo leiki til að halda okkur uppi og vonandi komast í úrslitakeppnina,“ sagði Júlíus Orri Ágústsson að lokum.
Þór Akureyri UMF Njarðvík Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira