Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2021 18:25 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga. Forstjóri Play ræddi áform félagsins í Víglínunni í dag. Hefja á miðasölu seinni hluta maí mánaðar og stefnt að fyrstu áætlunarferð seinni hluta júní. „Þessir áfangastaðir sem við erum að fara á eru þessir hefðbundnu íslensku áfangastaðir. Við förum í stærstu borgir í Evrópu. Alicante og Tenerife og þessa staði sem Íslendingar vilja fara á og ferðamenn koma til Íslands frá,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Einnig er á áætlun að vera með áætlunarferðir til Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar. Bandaríkjaflug komi mögulega inn í myndina í lok árs til að skapa tengiflug á milli Evrópu. Forstjórinn segir félagið gríðarlega vel fjármagnað. Félagið réðst nýverið í 50 milljóna dollara fjármögnun, sem samsvarar um 6,2 milljörðum króna. „Og í raun og veru svo vel fjármagnað að við eigum nóg fé til að hefja ekki starfsemi í tvö ár. Þannig að það liggur ekkert á hjá okkur að hefja flug eða til dæmis að taka næsta skref í Bandaríkjaflug. Við getum gert þetta nákvæmlega á þeim forsendum sem hentar okkur og markaðnum.“ Um fimmtíu starfa hjá félaginu sem stendur og var auglýst eftir fólki um helgina. Hann segir tal um gerviverktöku, félagsleg undirboð eða erlendar áhafnarleigur kjaftasögur byggðar á misskilningi. „Við erum íslenskt flugfélag með íslenskt flugrekstrarfélagi. Þetta eru íslenskir fjárfestar að stórum hluta lífeyrissjóðir og aðrir slíkir fjárfestar. Við erum á leiðinni á markað. Þannig að það verður ekkert í okkar rekstri sem stenst ekki skoðun eða er eitthvað óeðlilegt. Við erum með góða samninga við íslensk stéttarfélög og munum dansa eftir þeim leikreglum sem tíðkast á íslenskum atvinnumarkaði. Annað væri óeðlilegt. Allt tal um gerviverktöku eða félagsleg undirboð eða áhafnarleigur frá lágkostnaðar löndum eru kjaftasögur og misskilningur. Ég held að þetta muni koma í ljós á rétta tímanum.“ Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play birtir lista yfir stærstu hluthafa sína Flugfélagið Play hefur birt lista yfir 16 stærstu hluthafana í félaginu. Félagið lauk nýlega hlutafjárútboði þar sem fjárfest var fyrir rúmlega fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði vel á sjötta milljarðs króna. 21. apríl 2021 12:28 Forstjóri Play: „Þetta verður erfitt, flókið og hratt“ Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist aldrei hafa verið „eins spenntur fyrir neinu á ævinni og tækifærinu sem Play hefur til að ná árangri.“ Félagið býr sig nú undir að hefja starfsemi og er um þessar mundir meðal annars auglýst eftir framkvæmdastjórum fjármálasviðs og sölu- og markaðssviðs. 17. apríl 2021 10:54 Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Forstjóri Play ræddi áform félagsins í Víglínunni í dag. Hefja á miðasölu seinni hluta maí mánaðar og stefnt að fyrstu áætlunarferð seinni hluta júní. „Þessir áfangastaðir sem við erum að fara á eru þessir hefðbundnu íslensku áfangastaðir. Við förum í stærstu borgir í Evrópu. Alicante og Tenerife og þessa staði sem Íslendingar vilja fara á og ferðamenn koma til Íslands frá,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Einnig er á áætlun að vera með áætlunarferðir til Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar. Bandaríkjaflug komi mögulega inn í myndina í lok árs til að skapa tengiflug á milli Evrópu. Forstjórinn segir félagið gríðarlega vel fjármagnað. Félagið réðst nýverið í 50 milljóna dollara fjármögnun, sem samsvarar um 6,2 milljörðum króna. „Og í raun og veru svo vel fjármagnað að við eigum nóg fé til að hefja ekki starfsemi í tvö ár. Þannig að það liggur ekkert á hjá okkur að hefja flug eða til dæmis að taka næsta skref í Bandaríkjaflug. Við getum gert þetta nákvæmlega á þeim forsendum sem hentar okkur og markaðnum.“ Um fimmtíu starfa hjá félaginu sem stendur og var auglýst eftir fólki um helgina. Hann segir tal um gerviverktöku, félagsleg undirboð eða erlendar áhafnarleigur kjaftasögur byggðar á misskilningi. „Við erum íslenskt flugfélag með íslenskt flugrekstrarfélagi. Þetta eru íslenskir fjárfestar að stórum hluta lífeyrissjóðir og aðrir slíkir fjárfestar. Við erum á leiðinni á markað. Þannig að það verður ekkert í okkar rekstri sem stenst ekki skoðun eða er eitthvað óeðlilegt. Við erum með góða samninga við íslensk stéttarfélög og munum dansa eftir þeim leikreglum sem tíðkast á íslenskum atvinnumarkaði. Annað væri óeðlilegt. Allt tal um gerviverktöku eða félagsleg undirboð eða áhafnarleigur frá lágkostnaðar löndum eru kjaftasögur og misskilningur. Ég held að þetta muni koma í ljós á rétta tímanum.“
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play birtir lista yfir stærstu hluthafa sína Flugfélagið Play hefur birt lista yfir 16 stærstu hluthafana í félaginu. Félagið lauk nýlega hlutafjárútboði þar sem fjárfest var fyrir rúmlega fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði vel á sjötta milljarðs króna. 21. apríl 2021 12:28 Forstjóri Play: „Þetta verður erfitt, flókið og hratt“ Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist aldrei hafa verið „eins spenntur fyrir neinu á ævinni og tækifærinu sem Play hefur til að ná árangri.“ Félagið býr sig nú undir að hefja starfsemi og er um þessar mundir meðal annars auglýst eftir framkvæmdastjórum fjármálasviðs og sölu- og markaðssviðs. 17. apríl 2021 10:54 Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Play birtir lista yfir stærstu hluthafa sína Flugfélagið Play hefur birt lista yfir 16 stærstu hluthafana í félaginu. Félagið lauk nýlega hlutafjárútboði þar sem fjárfest var fyrir rúmlega fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði vel á sjötta milljarðs króna. 21. apríl 2021 12:28
Forstjóri Play: „Þetta verður erfitt, flókið og hratt“ Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist aldrei hafa verið „eins spenntur fyrir neinu á ævinni og tækifærinu sem Play hefur til að ná árangri.“ Félagið býr sig nú undir að hefja starfsemi og er um þessar mundir meðal annars auglýst eftir framkvæmdastjórum fjármálasviðs og sölu- og markaðssviðs. 17. apríl 2021 10:54