177 manns stukku í sjóinn fyrir Svenna Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2021 18:27 Skömmu fyrir upphafsstökkið. Frá vinstri: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra, Pétur Magnússon úr árgangi '71, Sigrún Guðný Pétursdóttir, formaður Björgunarfélags Akraness, dætur Sveinbjörs og Guðný Ósk Stefánsdóttir, eiginkona hans, Sveinbjörn sjálfur, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness og Hallgrímur Ólafsson leikari. Aðsend 177 manns stukku í sjóinn við Akraneshöfn í blíðskaparveðri í dag til að safna fyrir sérstöku rafhjóli fyrir Sveinbjörn Reyr Hjaltason sem lenti í alvarlegu mótorkrossslysi. Skagamennirnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness og Hallgrímur Ólafsson leikari voru meðal þeirra sem tóku stökkið á smábátasvæðinu á Akranesi. Var sá yngsti einungis fimm ára gamall en skorað var á einstaklinga, hópa, félagasamtök og fyrirtæki til að heita á fólk sem stökk í sjóinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá '71 árganginum á Akranesi sem stóð fyrir viðburðinum til að styðja við jafnaldra sinn og félaga. Fullyrða skipuleggjendur að með þessu hafi jafnvel verið sett óformlegt Íslandsmet í bryggjustökki. Vinir Sveinbjörns í árgangi '71 voru kampakátir áður en þeir stukku í sjóinnAðsend Lamaðist fyrir neðan brjóstkassa Sveinbjörn Reyr slasaðist í mótorkrossbrautinni við Akranes fyrir rúmu ári og brotnaði sjötti hryggjarliðurinn í slysinu. Hann er nú lamaður fyrir neðan brjóstkassa og er markmiðið með söfnuninni að safna fyrir áðurnefndu hjóli sem kostar um þrjár milljónir króna. Skagafréttir greina frá því að söfnunin hafi gengið gríðarlega vel og að allar líkur séu á því að markmiðinu verði náð á allra næstu dögum. Þórdís Kolbrún ráðherra tók fyrsta stökkið í dag en á meðal þeirra sem fylgdu á eftir voru útvarpsmaðurinn Óli Palli, Gísli Einarsson sjónvarpsmaður, Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og nokkrir bæjarfulltrúar Akraness. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikning átaksins. Reikningsnúmerið er 552-26-3071 og kennitala 540710-0150. Akranes Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Skagamennirnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness og Hallgrímur Ólafsson leikari voru meðal þeirra sem tóku stökkið á smábátasvæðinu á Akranesi. Var sá yngsti einungis fimm ára gamall en skorað var á einstaklinga, hópa, félagasamtök og fyrirtæki til að heita á fólk sem stökk í sjóinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá '71 árganginum á Akranesi sem stóð fyrir viðburðinum til að styðja við jafnaldra sinn og félaga. Fullyrða skipuleggjendur að með þessu hafi jafnvel verið sett óformlegt Íslandsmet í bryggjustökki. Vinir Sveinbjörns í árgangi '71 voru kampakátir áður en þeir stukku í sjóinnAðsend Lamaðist fyrir neðan brjóstkassa Sveinbjörn Reyr slasaðist í mótorkrossbrautinni við Akranes fyrir rúmu ári og brotnaði sjötti hryggjarliðurinn í slysinu. Hann er nú lamaður fyrir neðan brjóstkassa og er markmiðið með söfnuninni að safna fyrir áðurnefndu hjóli sem kostar um þrjár milljónir króna. Skagafréttir greina frá því að söfnunin hafi gengið gríðarlega vel og að allar líkur séu á því að markmiðinu verði náð á allra næstu dögum. Þórdís Kolbrún ráðherra tók fyrsta stökkið í dag en á meðal þeirra sem fylgdu á eftir voru útvarpsmaðurinn Óli Palli, Gísli Einarsson sjónvarpsmaður, Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og nokkrir bæjarfulltrúar Akraness. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikning átaksins. Reikningsnúmerið er 552-26-3071 og kennitala 540710-0150.
Akranes Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira