Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2021 15:50 Mikið álag hefur verið á líkbrennslum á Indlandi. AP/Channi Anand Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. Í dag var greint frá því að 386,452 hefðu greinst smitaður áðurgengin sólarhring og að 3.498 hefðu dáið. Reuters segir sérfræðinga þó telja að raunverulega talan sé frá fimm til tíu sinnum hærri. Ástandið þykir mjög alvarlegt á Indlandi og hefur það versnað hratt á undanförnum vikum. Skortur er á súrefni, öndunarvélum, lyfjum og öðrum nauðsynjum og ráða sjúkrahús engan veginn við ástandið. Þó nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar virðist smitast auðveldar manna á milli, hefur AP fréttaveitan eftir sérfræðingum að aðrir þættir spili einnig inn í. Stórar hátíðir spili stóra rullu auk almennrar þreytu á félagsforðun og grímuburði. Ekkert ríki heimsins framleiðir meira af bóluefnum en Indland og hafa yfirvöld þar meinað útflutning bóluefna og þeirra efna sem til þarf að framleiða þau. Tveir stærstu framleiðendur landsins voru þó þegar í vandræðum með að auka framleiðslu í meira en 80 milljónir skammta á mánuði. Af 1,4 milljörðum íbúa hafa um 9 prósent fengið minnst einn skammt af bóluefni, samkvæmt Reuters. Nú er skortur á bóluefnum víða í landinu. Ráðmenn í Mumbai hafa tilkynnt að bólusetningarstöðvum verður lokað í þrjá daga. Æðsti embættismaður Delhi hefur sömuleiðis sagt fólki að mæta ekki á morgun, þar sem bóluefni hafi ekki borist. Svipaða sögu er að segja í Karnataka-héraði. Reuters hefur eftir ráðherra þess héraðs að ekki sé vitað hvenær bóluefni myndu berast. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða. 30. apríl 2021 07:48 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32 Indverskar bálstofur ráða ekki við álagið Indverskar bálstofur anna ekki eftirspurn vegna versnandi kórónuveirufaraldurs. Tæplega 2.800 létust af völdum veirunnar í landinu í gær. 27. apríl 2021 20:01 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Í dag var greint frá því að 386,452 hefðu greinst smitaður áðurgengin sólarhring og að 3.498 hefðu dáið. Reuters segir sérfræðinga þó telja að raunverulega talan sé frá fimm til tíu sinnum hærri. Ástandið þykir mjög alvarlegt á Indlandi og hefur það versnað hratt á undanförnum vikum. Skortur er á súrefni, öndunarvélum, lyfjum og öðrum nauðsynjum og ráða sjúkrahús engan veginn við ástandið. Þó nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar virðist smitast auðveldar manna á milli, hefur AP fréttaveitan eftir sérfræðingum að aðrir þættir spili einnig inn í. Stórar hátíðir spili stóra rullu auk almennrar þreytu á félagsforðun og grímuburði. Ekkert ríki heimsins framleiðir meira af bóluefnum en Indland og hafa yfirvöld þar meinað útflutning bóluefna og þeirra efna sem til þarf að framleiða þau. Tveir stærstu framleiðendur landsins voru þó þegar í vandræðum með að auka framleiðslu í meira en 80 milljónir skammta á mánuði. Af 1,4 milljörðum íbúa hafa um 9 prósent fengið minnst einn skammt af bóluefni, samkvæmt Reuters. Nú er skortur á bóluefnum víða í landinu. Ráðmenn í Mumbai hafa tilkynnt að bólusetningarstöðvum verður lokað í þrjá daga. Æðsti embættismaður Delhi hefur sömuleiðis sagt fólki að mæta ekki á morgun, þar sem bóluefni hafi ekki borist. Svipaða sögu er að segja í Karnataka-héraði. Reuters hefur eftir ráðherra þess héraðs að ekki sé vitað hvenær bóluefni myndu berast.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða. 30. apríl 2021 07:48 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32 Indverskar bálstofur ráða ekki við álagið Indverskar bálstofur anna ekki eftirspurn vegna versnandi kórónuveirufaraldurs. Tæplega 2.800 létust af völdum veirunnar í landinu í gær. 27. apríl 2021 20:01 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða. 30. apríl 2021 07:48
Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32
Indverskar bálstofur ráða ekki við álagið Indverskar bálstofur anna ekki eftirspurn vegna versnandi kórónuveirufaraldurs. Tæplega 2.800 létust af völdum veirunnar í landinu í gær. 27. apríl 2021 20:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent